Morgunblaðið - 02.10.2009, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 02.10.2009, Qupperneq 28
28 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2009 VEL GETUR verið að fyrir síðustu kosn- ingar hafi verið meiri- hluti fyrir aðild- arviðræðum við ESB en það er ekki víst. Hitt er víst að það var eng- inn meirihluti fyrir að- ildarumsókn. ESB stefna VG og loforð til kjósenda voru skýr, en nú hafa VG samþykkt að sótti skuli um inngöngu í ESB. Margir þingmenn VG sögðust greiða atkvæði þvert gegn sannfæringu sinni. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fékk sam- viskubit og sagðist 1) taka þátt í við- ræðum við ESB og 2) leggjast gegn inngöngu í sambandið. Þá krafðist ráðherra samstarfsflokksins að hann segði af sér. Megum við eiga von á að Samfylkingin fylgi aðildarumsókninni eftir með uppstillingu á tómu jáliði í viðræðurnar. Síðan lagði Jón til að fresta ESB viðræðum, en þá sprettur fram flokks- bróðir hans á þingi Árni Þór og krefst þess að hann segi af sér. Sé þetta ekki hnífstunga í bakið þá veit ég ekki hvað það er. Hvað skyldi þingmanninum ganga til annað en að komast í samningahóp- inn og vera langtímum í Brussel með tilheyr- andi dagpeningasukki? Svo er það Icesave. Greinilegt er að Sam- fylkingin leggur allt kapp á að sam- þykkja samninginn í þeim tilgangi að liðka fyrir inngöngu okkar í þennan klúbb „vinaþjóða“ okkar í Evrópu, sem þau trúa að sé allra meina bót. Mest er rætt hvort þjóðin geti staðið undir þessum greiðslum eða ekki sem er umræða á villigötum. Aðal- atriðið hlýtur að vera hvort okkur beri siðferðisleg og lagaleg skylda til að greiða þetta eða ekki. Sé nið- urstaðan að þjóðin sé skyldug að borga þarf að fá skýrt hversu mikið. Við erum því miður ekki fær um að greiða meir en okkur ber. Sorglegt er að æðstu ráðamenn þjóðarinnar krefjast samþykkis Ice- save án þess að þeir sjálfir viti hvað er í pakkanum. Fara beinlínis fram á að þjóðin skrifi undir óútfyllta ávísun. Í viðbót við það sem hefur komið fram hjá Ragnari Hall birtist nýlega grein í Mbl. eftir Loft Þorsteinsson, sem vitnaði í EES lög, sem segðu skýrt, að okkur bæri ekki að greiða og bönnuðu okkur það. Hefur þetta verið skoðað? Hvers vegna kemur engin at- hugasemd frá stjórnvöldum sé þetta tómt bull? Síðan kom í heimsókn heimsþekktur sérfræðingur í þjóða- rétti sem sagði að við ættum ekki að borga. Fjármálaráðherra sagði það vel geta verið rétt en maðurinn kæmi bara of seint! Við værum búin að við- urkenna þessa skuldbindingu. Hvern- ig getur þjóðin borið ábyrgð á því sem örvinglaðir stjórnmálamenn sam- þykkja nauðugir undir mikilli pressu. Beittir hryðjuverkalögum af Bretum. Við það bættust svo þvinganir frá AGS og vinaþjóðum okkar? Þakka ber þeim þingmönnum VG, sem samþykktu ekki blint Icesave, eins og forystan krafðist. Ekki láta stilla ykkur upp við vegg eða undir vegg eina ferðina enn. Allt tal um að við einangrumst og verðum eins kon- ar Kúba norðursins er bull. Bretar hafa áður reynt að einangra okkur með löndunarbönnum, sem virkaði til góðs. Við unnum aflann meir, fundum nýja markaði í vestri og fengum hærra verð fyrir afurðirnar. Þannig er okkur best borgið utan múra ESB. Frjálsir að selja og kaupa, þar sem markaður er okkur hagstæðastur. Vöruskiptajöfnuður batnar og á stutt- um getum við orðið Kúveit norðurs- ins, ef við höldum í og nýtum auðlind- irnar þjóðinni til heilla. Örvæntið ekki og óttist ekki sam- fylkinguna, því þjóðin (kjósendur) er með ykkur svo lengi sem þið standið við sannfæringu ykkar. Samfylkingin steinsvaf á góðærisvaktinni með íhaldinu og hefur ekkert séð annað en ESB og evruna eftir að hún vaknaði. Hvers vegna evru? Dollar er mikið sterkari og hægt að taka í notkun strax. Í Asíu þar sem hagvöxtur er mestur er dollar mest notaður í við- skiptum. Eftir Sigurð Oddsson » Þakka ber þeim þingmönnum VG sem samþykktu ekki blint Icesave eins og forystan krafðist. Sigurður Oddsson Höfundur er verkfræðingur. Látið ekki kúga ykkur meir en orðið er Kæri vinur. Getur þú hjálpað þurfandi um eld? Ég er þó ekki að tala um vindlinga. Ég er að biðja um eld sem hjálpar í neyð landans. Gamall smellur talar um ástarsam- band sem hófst á því að ungur maður bað laglega stúlku um eld. Skáldið leggur út af þessu og segir: Ástin er eins og sinueldur. Ástin er segulstál. Af litlum neista verður oft mikið bál. Lagið vann söngvakeppni sjón- varpsins 1981 – sem var reyndar ekki tengd Evróvisjón. Þetta var áður en Ísland var „memm“. Pálmi Gunn- arsson söng, Guðmundur Ingólfsson orti. En ástin er ekki bara þessi róm- antík milli karls og konu. Ástin er svo margt fleira. Móðurást, föðurást, vin- átta – eða geturðu verið vinur þess sem þú hatar? Í stuttu máli sagt: Kærleikurinn er hreyfiafl tilver- unnar. Og segulstálið sem heldur okkur saman þegar á bjátar. Áttu eld til að hlýja þeim sem eygja enga von? Og hvaða eldsneyti mælirðu með, svo eldurinn kulni ekki út? Hvernig telur þú best að kveikja eldinn og við- halda honum? EINAR SIGURBERGUR ARASON guðfræðingur. Áttu eld? Frá Einari Sigurbergi Arasyni: Einar Sigurbergur Arason BRÉF TIL BLAÐSINS ÞEIR sem hafa stutt að skattleggja eigi inn- greiðslur í lífeyrissjóði fremur en að skatt- leggja lífeyrisgreiðslur hafa sett upp einfalt reikningsdæmi og fengið út úr því að það skipti lífeyrisþega engu hvort þeir greiði skatt strax eða þegar lífeyrir sé tekinn út og miða þar við að 3,5% ávöxtun náist í 40 ár allan tímann. Þetta dæmi er einfaldað, hvort það sé gert vísvit- andi eða hvort viðkomandi þekki ekki skattkerfið skal ósagt látið. Það blasir þó við þeim sem þekkja til í skatta- málum að inn í málið blandast per- sónuafsláttur og fjölmörg önnur flók- in mál. Þetta ættu þingmenn að þekkja út og inn vegna þess að það eru þeir sem sjá um að setja leik- reglur skattamálanna. Hið rétta er að ef skattfrelsismörk miðast við sömu laun og skattfrelsismörk eins og þau eru nú, gætu greiðslur til lífeyrisþega (eftir skatt) lækkað um allt að 15%. Til að halda greiðslum til lífeyrisþega óbreyttum þyrftu skattfrelsismörk iðgjalda að miðast við töluvert hærri laun, þar sem lífeyrisgreiðslur eru yf- irleitt um 50-60% af þeim launa- greiðslum sem iðgjöld hafa verið greidd af, miðað við 40 ára inngreiðslutíma. Stór hluti lífeyrisþega er undir skattfrels- ismörkum í núverandi kerfi. Þetta þýðir í framkvæmd að ríkið þarf að greiða sjóð- félaga út þann ónýtta persónuaflsátt sem hann hefði annars nýtt hefði skattur verið dreg- inn af lífeyrisgreiðslum við útgreiðslu. Einnig blasir við að ef fara á þessa leið verður að loka núverandi kerfi. Það gæti leitt til þess að skerða þyrfti réttindi sjóðsfélaga um allt að 25% í sumum sjóðum, sem er ekkert smámál þar sem það fellur ekki jafnt á alla hópa. Með þessu vex mismunum milli þeirra sem eru í rík- istryggðu sjóðunum sem flutnings- menn tillögunnar eru í, og svo þeim sem eru í almennu sjóðunum, er þó sú mismunum ærin fyrir. Það blasir líka við að ráðstöfunartekjur lífeyrissjóða munu minnka. Þeir verða því ekki jafn vel í stakk búnir að fjármagna nýsköpun í atvinnulífinu, mæta fjár- þörf ríkis og sveitarfélaga sem og að taka þátt í endurreisn fjármálamark- aða þegar fram líða stundir. Meg- inreglan um skattlagningu til lífeyr- isþega innan ESB er að enginn skattur er lagður á iðgjöld og fjár- magnstekjur, en lífeyrir er skatt- skyldur. Framkvæmdastjórn ESB hefur mælt eindregið með að sú leið verði almennt viðhöfð í aðildarríkj- unum og hefur sett fram þá skoðun með ítarlegum rökstuðning í svoköll- uðum „Communication paper“ (COM-2001-214). Meginkostur varð- andi samræmingu beitingar er sú að hún auðveldar flutning launamanna milli landa innan EES-svæðisins, þar sem hún kemur í veg fyrir tvískatt- lagningu lífeyrisgreiðslna eða að líf- eyrir sé greiddur út óskattaður. Megineinkenni og styrkur núverandi lífeyrissjóðakerfis er að hver kynslóð stendur undir sínum lífeyri með sparnaði en veltir ekki kostnaðinum yfir á næstu kynslóðir eins og flestar þjóðir gera. Lífeyriskerfi sem bygg- ist á sjóðssöfnun mun ef það fær að búa við viðunandi starfsskilyrði leiða til samkeppnishæfara atvinnulífs í framtíðinni og þar með betri lífs- kjara. Það byggist m.a. á því að ís- lensk fyrirtæki muni ekki þurfa að afla verðmæta til að standa undir tröllvöxnum kostnaði vegna stórauk- innar lífeyrisbyrði sem mun óhjá- kvæmilega fylgja öldrun þjóða á Vesturlöndum. Eftir Guðmund Gunnarsson »Megineinkenni líf- eyrissjóðakerfisins er að hver kynslóð stendur undir sínum líf- eyri með sparnaði en veltir ekki kostnaðinum yfir á næstu kynslóðir. Guðmundur Gunnarsson Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambandsins. Skattlagning inn- greiðslna í lífeyrissjóði ✝ Ólafur Þór Gunn-laugsson fæddist í Reykjavík 12. janúar 1955. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans þriðju- daginn 22. september sl. Foreldrar hans voru hjónin Elín B. Ólafsdóttir, f. 1923, d. 2009, og Gunnlaugur Birgir Daníelsson, f. 1931, d. 1998. Ólafur var næstelstur 5 barna þeirra. Hin eru: Guð- mundur Ingi, f. 1951, Gunnlaugur Birgir, f. 1956, Þórhall- ur Ölver, f. 1958, og Fanney, f. 1960. Systkini Ólafs Þórs sammæðra eru: Helga Hedvig Hall, f. 1942, Anna Herskind, f. 1944, og Bára Magn- úsdóttir, f. 1947. Systkini Ólafs Þórs samfeðra eru: Hrefna, f. 1948, Krist- ján, f. 1949, Torsten Birger, f. 1964, og Einar Viðar, f. 1966. Ólafur Þór kvæntist 29. ágúst 1992 Svanhvíti G. Jóhannsdóttur, f. 21. september 1957. Foreldrar Svan- hvítar voru hjónin Jóhann Eiríksson, f. 1912, d. 1991, og Halldóra Guð- mundsdóttir, f. 1923, d. 2008. Ólafur Þór og Svanhvít eignuðust tvö börn, Ólaf Pál, f. 5. maí 1990, og Ingunni Maríu, f. 1. mars 1994. Fyrir átti Svanhvít eina dóttur, Halldóru Jó- hönnu, f. 26. janúar 1976. Halldóra Jóhanna á soninn Leon Jóhann Fallay, f. 22. júlí 2007, sambýlis- maður hennar er Geir Arnöy og eru þau búsett í Noregi. Foreldrar Ólafs Þórs skildu þegar hann var á barnsaldri og ólst hann upp hjá móður sinni. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Lauga- lækjarskóla 1972. Hann hóf snemma að æfa sund með sunddeild KR og var einn mesti afreksmaður Íslands í sundi um áraraðir, átti hann um tíma 13 gildandi Íslandsmet. Hann lék með landsliðinu í sundknattleik á þess- um tíma. Ólafur Þór vann almenna verka- mannavinnu samhliða sundiðkun til að byrja með, en snemma hneigðist hugur hans til sundþjálfunar. Hann hóf þjálfaraferil sinn hjá Sundfélagi Hafnarfjarðar. Ólafur Þór fluttist árið 1983 til Ísafjarðar, þar sem hann kynntist eftirlif- andi eiginkonu sinni. Þar tók hann við þjálfun sundfélags- ins Vestra og var þar við þjálfun í 11 ár. Undir hans stjórn átti Vestri 5 sundmenn í Landsliði Íslands. Árið 1986 náði Ólafur Þór langþráðu tak- marki sínu að koma nemanda sínum á Ólympíuleikana í Barcelona. Hann var með þeim fyrstu sem efndu til formlegs foreldrastarfs iðkenda í sundi, fyrst á Ísafirði og síðan í Reykjavík. Árið 1994 fluttust þau hjón suður til Reykjavíkur og tók Ólafur Þór þá við þjálfun sunddeild- ar KR og síðan sunddeildar Kefla- víkur. 16. júní 1998 stofnuðu þau hjón, ásamt góðu fólki úr Grafarvogi sunddeild Ungmennafélagsins Fjöln- is og starfaði Ólafur Þór við þá deild sem yfirþjálfari og aðalhvatamaður til dauðadags. Árið 2008 náði Ólafur Þór að koma sundkonu úr Fjölni á Ólympíuleikana í Kína. Hjónin stofn- uðu Sundskólann Svamla árið 1985 og stýrði Ólafur Þór skólanum og kenndi ungbarnasund og barnasund til dauðadags. Hann var einn af stofnendum félags ungbarnasund- kennara, Busla, og þýddi hann margar greinar um þjálfun og mat- aræði fyrir sundfólk. Útför Ólafs Þórs verður gerð frá Grafarvogs- kirkju í dag, 2. október, kl. 13. Meira: mbl.is/minningar Elsku hjartans ástin mín. Mikið er erfitt að kveðja þig núna eftir aðeins þriggja mánaða baráttu við illkynja og ólæknandi krabba- mein. Það voru þung spor hjá okkur þegar við gengum út frá lækninum 12. júní sl. með þessar erfiðu fréttir og stutt og ströng barátta hjá þér hófst með lyfjameðferð 15. júní og svo geislameðferð í kjölfarið. Þú tókst á móti þessu öllu af miklu æðruleysi og hafði einungis vilja- styrkinn að vopni, þetta var erfitt og undir það síðasta fórstu þetta á þrjóskunni einni saman sem þú varst svo þekktur fyrir og ekkert að gefast upp fyrr en í fulla hnefana. Þegar þú svo fórst að beygja þig undan hjúkrunarfólkinu varstu orð- inn mikið veikur. Þetta var stuttur tími sem við höfðum og vissum ekk- ert hvert stefni og það þegar þú ákvaðst með börnunum liggjandi á spítalanum að reyna að halda upp á afmælisdaginn minn daginn áður en þú kvaddir þennan heim lýsir þvílík- um viljastyrk, og svo komst þú okkur öllum úr jafnvægi daginn eftir, bar- áttan búin. Þetta tók stutt af og skyndilega stendur maður ein eftir en allt þitt fólk er búið að standa við hlið mér eins og klettur og hjálpa mér að komast yfir þetta mikla áfall. Síðasta ár er búið að vera erfitt hjá okkur, fyrst deyr móðir mín í sept. sl. og móðir þín í mars, svo þú núna, meira er ekki hægt að leggja á okkur en við skulum komast yfir þetta. Við vorum nýbúin að halda upp á 17 ára brúðkaupsafmælið okkar og fram- undan var að halda upp á 25 ára sam- vistir í desember. Ég vil fyrir hönd barnanna minna þakka Helga lækni, Hjördísi hjúkku á 11d, Sigrúnu Önnu hjúkku á 11e fyrir allt það sem þau gerðu fyrir þig og öllu öðru starfsfólki á 11e fyrir þolinmæðina á þessum erfiðu tímum. Einnig vil ég þakka Ásdísi hjá Kar- ítas fyrir hennar umhyggju og hjálp. Ég sakna þín mikið og ég mun halda áfram að halda við Sundskól- anum okkar, Svamla, sem var stofn- aður á Ísafirði fyrir nærri 25 árum. Sakna þín, elsku Óli minn, hvíl í friði. Þín, Svanhvít. Pabbi minn. Ég man þá tíma þegar við lágum tvö ein inni í stofu öll kvöld að horfa á þáttinn okkar Tomma og Jenna. Ég man þá tíma þegar þú fylgdir mér í leikskólann og sóttir mig, alltaf gangandi. Ég man þá tíma þegar þú söngst alltaf fyrir mig Bítlalög áður en ég fór að sofa þegar ég var lítil stelpa. Þú gafst mér mitt líf, ólst mig upp og gerðir mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Fyrir það er ég þér þakklát. Ég er stolt af því að vera litla dóttir þín og mun alltaf vera stolt Ólafsdóttir. Þú kenndir mér að synda og þú kenndir mér svo margt um lífið, ég mun aldrei gleyma því sem þú hefur kennt mér. Þig mun ég alltaf elska og söknuðurinn verður alltaf meiri og sársaukafyllri. Í dag er allt svo tómt heima, það vantar alltaf þig, pabbi minn, liggj- andi inni í stofu eða að heyra þig spila á gítar og syngja. Erfiðasti dag- ur lífs míns var 22. september, það var dagurinn þegar þú fórst frá mér, alltof fljótt og alltof snemma. Ég er samt mjög þakklát fyrir að hafa fengið að kveðja þig og halda í hönd- ina á þér á meðan. Þér mun ég aldrei gleyma og þú ert alltaf númer eitt í mínu hjarta. „Mér þykir vænt um þig og farðu varlega. Ég elska þig.“ Ég mun aldrei gleyma þessum síðustu orðum sem þú sagðir við mig. Nú kveð ég þig, elsku pabbi minn, þig mun ég aldrei fá að knúsa aftur. Elska þig, pabbi minn. Ingunn María Ólafsdóttir. Elsku Óli Þór þó! Ég man svo vel hversu oft ég sagði þetta við þig, þeg- ar ég var lítil stelpa og þangað til ég varð stór, bara svona til að stríða þér aðeins, og þér fannst það alltaf jafn fyndið. Þú komst einn daginn eins og Ólafur Þór Gunnlaugsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.