Morgunblaðið - 02.10.2009, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 02.10.2009, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2009 Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is Þ að er sjaldgæft að borg- arar taki í miklum mæli virkan þátt í stjórn- málum, ekki bara á Ís- landi heldur almennt um heiminn allan. Á því varð þó undantekning síð- asta vetur þegar fjölmargir Íslend- ingar risu upp og létu til sín taka. Einstaklingsframtakið var áberandi í því mikla umróti sem varð enda var þörfin fyrir opnar umræður augljós. Þjóðin vaknaði upp í miðri mar- tröð atburða sem fæstir skyldu til fulls og enginn hafði fulla stjórn á en flestir vildu hafa eitthvað um að segja, þegar ljóst varð að afleiðing- arnar yrðu langvarandi. Strax á fyrstu dögum hrunsins urðu til borgaralegar samkomur þar sem almenningur steig á stokk og hóf upp raust sína. Fyrsti mót- mælafundurinn í nafni Radda fólks- ins var haldinn á Austurvelli laug- ardaginn 11. október. Þeir urðu alls 31 talsins og Íslendingar nýttu sér vettvanginn í þúsundatali þótt mæt- ing væri misjöfn eftir vikum. Fjölmargir borgarafundir voru einnig haldnir þar sem ákveðin mál- efni voru tekin fyrir hverju sinni, fyrst í Iðnó, svo í Háskólabíó og var iðulega fullt út úr dyrum. Þess fyrir utan spratt upp ógrynni vefsíðna þar sem fluttar voru fréttir og birtar myndir frá mótmælunum, ræður og pistlar birtir og skoðanaskipti fóru fram. Nýtt lýðveldi tímabært Á þessum umræðuvettvangi voru margar kröfur uppi: kröfur um að ábyrgðarmenn hrunsins tækju pok- ann sinn, kröfur um að létta skulda- byrðum af almenningi, um stjórn- arskipti og upprætingu spillingar. Undirliggjandi var þó krafa sem risti dýpra en allt annað, það var krafan um varanlegar breytingar og uppbyggingu betra samfélags til framtíðar á rústum góðærisins. Þetta óljósa ákall eftir breytingum tók að miklu leyti á sig form í hug- myndum Njarðar P. Njarðvík um nýtt og betra lýðveldi. „Ísland er ekki lýðveldi. Ísland er flokksveldi,“ skrifaði Njörður í Fréttablaðið 21. desember. Hann vísaði m.a. í Frakkland sem fyr- irmynd, þar sem reglulega hafa orð- ið greinileg skil í stjórnarfari og fimmta lýðveldið stendur nú yfir. Þegar þjóðfélag hrynur Bylgja reiði og vantrausts sem tröllreið íslensku samfélagi síðasta vetur virðist hafa sjatnað að ein- hverju leyti en Njörður er eftir sem áður á þeirri skoðun að enn sé sár þörf fyrir róttækari breytingar. „Mín skoðun er sú að þegar þjóð- félag hrynur þá verður að byrja upp á nýtt. Við vorum stödd í tómarúmi og út úr því tómarúmi þarf að finna nýja leið, en ekki sömu leið og áður. Við þurfum nýja stjórnarskrá og nýja stjórnarhætti sem eru það vel leiðbeineinandi að samskonar spill- ing og hér hefur ríkt geti ekki hald- ið áfram. Það er ekkert sem bannar henni að halda áfram núna.“ Háværasta krafa mótmælenda um stjórnarslit og kosningar gekk eftir síðasta vetur en minna hefur borið á því að menn játi á sig mistök eða ábyrgð. Margt bendir hinsvegar til að stjórnarskiptin hafi á end- anum verið nóg til að lægja öld- urnar og margir sem spyrja sig nú hvort viljinn til breytinga hafi eftir allt saman ekki rist dýpra en svo. Þjóð á krossgötum Hugmyndir um stjórnlagaþing sem endurskoða skuli stjórn- arskrána hafa verið uppi frá því fyr- ir stofnun lýðveldisins 1944 en samt sem áður hefur aldrei verið boðað til slíks þings á Íslandi. Fannst mörgum sem þjóðin stæði á slíkum krossgötum síðastliðinn vetur að stundin væri komin til að endurskipuleggja stjórnskipan landsins frá grunni. „Það sem vakti fyrir mér var stjórnlagaþing óháð Alþingi sem semdi nýja stjórnarskrá og þær til- lögur yrðu bornar beint undir þjóð- Búsáhaldabylting í andarslitrunum Þúsundir manna mættu á fjölda borgarafunda sem haldnir voru síðasta vetur. Þúsundir manna gerðu sér ferð viku eftir viku á Austurvöll til að hlýða á ræður og tjá skoðun sína. Þúsundir manna æptu „vanhæf ríkisstjórn“ og létu í sér heyra með látum í róstusömum mótmælum sem á köflum fóru úr böndunum við Alþingishúsið. Þúsundir manna kröfðust róttækra breytinga, nýrra hugsunarhátta, nýs Íslands. Sú tilfinning var ríkjandi síð- asta vetur að íslenska þjóðin stæði á miklum tímamótum enda hefur borgaraleg virkni sjaldan verið meiri á Ís- landi, en undanfarna mánuði hafa þessar raddir smám saman hljóðnað þótt mörgum finnist lítið hafa breyst. Varð Nýja-Ísland einhvern tíma til? Er það enn í mótun eða er tækifærið til breytinga ef til vill liðið hjá? Hrun ’ Þessi lýðræðisskortur er al-varlegri vandi en svo að þaðdugi að fá eitt lán frá Al-þjóðagjaleyrissjóðnum, eðaganga í Evrópusambandið, taka upp evru eða skipta yfir í vinstri stjórn í eitt eða tvö kjörtímabil […] Það mun fara aftur í sama farið innan fárra ára nema gripið verði til róttækra aðgerða.“ VIÐAR ÞORSTEINSSON 15. OKT. ’ En leikritið er búið. Tjaldiðer fallið. Við viljum nýjarleikreglur sem byggjast á þörfumvenjulegs fólks en ekki hags-munum pókerspilara. Við viljum lýðræði.“ STEFÁN JÓNSSON 29. NÓV. ’ Kæra þjóð! Beislum kraft-inn sem hér er, virkjum allthugsandi fólk. Náum saman ígrasrótinni og búum til nýtt Ís-land þar sem okkur öllum getur liðið vel. Við erum þjóðin og vald- ið er okkar.“ KRISTÍN TÓMASDÓTTIR 29. NÓV. ’ Þetta snýst nefnilega ekkilengur um pólitíska flokka.Þess vegna þurfum við nýtt afl.Við þurfum öll að sameinast,jafnvel þótt okkur greini á um einstaka mál.“ EINAR MÁR GUÐMUNDSSON 3. JAN. ’ Við þurfum byltingu – núna– áður en það verður ofseint. Og ég er ekkert að tala umofbeldi eða neinn þess háttarhrylling, ég meina pólitíska,vits- munalega og andlega byltingu. Nýjan hugsunarhátt. Byltingu í hegðun, atferli og framkomu.“ HALLDÓRA ÍSLEIFSDÓTTIR 3. JAN. ’ Við Íslendingar látum ekkisefa okkur! Og í þetta sinnmunum við Íslendingar ekkidofna og gleyma!“ KATRÍN ODDSDÓTTIR 22. NÓV. Úr ræðunum á Austurvelli Óánægjan sem kraumaði meðal almennings síð- asta vetur braust fljótt út í borgara- og mót- mælafundum þar sem margir létu í sér heyra. Mótmælin urðu fjölmennari og fjölmennari eftir því sem á leið og þegar viðbrögð stjórnvalda létu á sér standa varð staðan smám saman viðkvæm- ari þar til á endanum sauð upp úr og óeirðir brutust út við Alþingi Íslendinga. Hvað? Lára Hanna Einarsdóttir og Njörður P. Njarðvík áttu bæði sinn skerf í almenningsumræðunni síð- asta vetur hvort með sínum hætti. Njörður setti fram hugmyndir um stjórnlagaþing og end- urnýjun lýðveldisins. Lára Hanna segir ekki sanngjarnt að dæma byltingarandann strax úr leik en nú líti þó út fyrir að síðasti vetur hafi ekki verið þau tímamót sem vonast var til. Hver? Á meðan mótmælin stóðu sem hæst fjaraði smátt og smátt undan stjórnarsamstarfi Samfylking- arinnar og Sjálfstæðisflokksins. Innanflokksátök voru mikil. Innan Samfylkingarinnar var valda- barátta. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir treysti ekki Björgvini G. Sigurðssyni og stuðningsmenn hennar unnu gegn honum. Ráðherrar Sjálfstæð- isflokksins reyndu að standa saman. Hvernig? HRUN bankakerfisins aðdragandi þess olli miklum pólitískum skjálfta í baklandi stjórnar- flokkanna á þeim tíma, Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar. Á sama tíma var nær al- gjör óvissa um framtíðina hjá íslenskum al- menningi sem vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Fyrirtæki vissu ekki hvort, og þá hvernig, þeim yrði bjargað frá gjaldþroti auk þess sem fjárhags áhyggjur fólks almennt mögnuðust. Innan Sjálfstæðisflokksins var deilt um nauð- syn þess að semja við Alþjóðagjaldeyrissjóð- inn þegar allt var hrunið. Flokkurinn skiptist í hópa þeirra sem voru með því og á móti. Auk þess var reiði í baklandi flokksins vegna bankahrunsins og þeirrar ábyrgðar sem flokk- urinn bar á því á mörgum vígstöðum. Ráð- herrar flokksins stóðu þó saman og reyndu eft- ir fremsta megni að sína samstöðu, skv. heimildum Morgunblaðsins. Innan Samfylkingarinnar var þó enn meiri togstreita. „Hún gjörsamlega logaði stafna á milli yfir langt tímabil,“ sagði einn ráðherra Samfylkingarinnar í samtali við blaðamann. Hann vildi ekki koma fram undir nafni, frekar en margir aðrir heimildarmenn, í ljósi þess að Rannsóknarnefnd Alþingis skilar skýrslu sinni vegna bankarhrunsins 1. nóvember. Augljóst vantraust Ágreiningurinn innan Samfylkingarinnar var djúpstæðari en hjá Sjálfstæðisflokknum. Baklandi Samfylkingarinnar, þ.e. óbreyttir flokksmenn og ekki síst ungliðahreyfingin, tóku virkan þátt í þeirri reiðiöldu sem magn- aðist sífellt í kjölfar hrunsins. Þá ríkti á sama tíma vantraust milli helstu forystumanna flokksins. Það átti að hluta til rætur í því að Björgvini G. Sigurðssyni við- skiptaráðherra og þar með ráðherra banka- mála hafði verið haldið utan við helstu ákvarð- anir er vörðuðu neyðarlögin og bankahrunið. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, treysti honum ekki. Össur Skarphéðinsson hélt því um taumana fyrir Pólitískur titringur á öllum vígstöðvum Augljós innanflokksátök hjá stjórnvöldum Morgunblaðið/Brynjar Gauti Björgvin og Geir Þeir stóðu vaktina á blaðamanna- fundum dag eftir dag. Fundirnir voru svo lagðir af.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.