Morgunblaðið - 02.10.2009, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2009
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Ríkisstjórninætlar ekkiað gera það
endasleppt með
pukrið og leynd-
arhjúpinn í
tengslum við Ice-
save-málið. Frá því ríkisstjórn
Jóhönnu Sigurðardóttur for-
sætisráðherra tók við fyrir átta
mánuðum hefur málið allt ein-
kennst af leyndarhyggju og efn-
isatriði þess aðeins verið kunn
mönnum í innsta hring rík-
isstjórnarinnar.
Ríkisstjórnin gekk jafnvel svo
langt eftir að samningar höfðu
verið undirritaðir í sumar að
reyna að halda upplýsingum frá
þingmönnum sem áttu að fjalla
um málið. Leitast var við að
keyra málið umræðulaust í
gegnum þingið og það var aðeins
með harðfylgi stjórnarandstöð-
unnar og nokkurra þingmanna
stjórnarliðsins, sem hægt var að
koma í veg fyrir slíkt stórslys.
Nóg var samt.
En þó að margt hafi við með-
ferð málsins á þingi verið upp-
lýst sem aldrei var ætlunin að
upplýsa um er ýmislegt enn
óupplýst um aðdraganda máls-
ins og samskipti íslenskra
stjórnvalda við þau bresku og
hollensku.
Jafn alvarlegt og þetta pukur
hefur verið má telja enn alvar-
legra hvernig unnið hefur verið
eftir að Alþingi samþykkti Ice-
save-ábyrgðina með fyrirvörum.
Í fyrstu grein laganna segir:
„Það er skilyrði fyrir veitingu
ríkisábyrgðarinnar að breskum
og hollenskum stjórnvöldum
verði kynntir þeir fyrirvarar
sem eru settir við ábyrgðina
samkvæmt lögum
þessum og að þau
fallist á þá.“
Þetta er eins
skýrt og það gæti
verið. Alþingi gaf
beinlínis fyrirmæli
um að íslensk stjórnvöld kynntu
fyrirvarana fyrir breskum og
hollenskum stjórnvöldum og að
hin erlendu stjórnvöld skyldu
fallast á þá ættu þeir að taka
gildi.
Í stað þess að þetta gengi eft-
ir virðist nú sem íslensk stjórn-
völd hafi sest á ný að samninga-
borði með Bretum og
Hollendingum. Í stað þess að
kynna skilmála ríkisábyrgðar
hefur ríkisstjórnin að því er
virðist laumast til þess að setj-
ast á ný að samningaborðinu.
Afleiðingin virðist vera sú að sá
ráðherra ríkisstjórnarinnar sem
helst hafði staðfestu til að bera
hrökklaðist úr henni í stað þess
að taka þátt í laumuspilinu.
Allt er þetta þó mjög á huldu
og í raun liggur ekki fyrir hvers
vegna Ögmundur Jónasson sá
sig knúinn til að segja af sér.
Það eitt er vitaskuld einstakt,
enda er afsögn ráðherra ekki
daglegt brauð og komi til af-
sagnar liggur fyrir hver ástæð-
an er. En pukur ríkisstjórn-
arinnar er slíkt að enginn veit í
raun hvað það var sem leiddi til
þess að Ögmundur sá sig knúinn
til afsagnar, aðeins að honum
líkuðu ekki vinnubrögðin við
Icesave-málið. Skyldi engan
undra þótt Ögmundi mislíki
vinnubrögðin, en fyrir almenn-
ing er óþolandi að ríkisstjórnin
stundi slíkt laumuspil með jafn
ríka þjóðarhagsmuni.
Það er einstakt að
ekki liggi skýrt fyrir
hvers vegna ráð-
herra sagði af sér }
Pukur og leyndarhjúpur
Árni Páll Árna-son félags-
málaráðherra
kynnti í fyrradag
endurskipulagningu
á greiðslubyrði og
skuldum heimilanna
vegna húsnæðis- og bílalána.
Þessara aðgerða hefur verið beð-
ið með óþreyju og aðþrengdir
lántakendur hafa allt of lengi
þurft að bíða í óvissu.
Upphæð afborgana mun mið-
ast við dagsetningar fyrir hrun
og þær síðan tengdar launum og
atvinnustigi í landinu. Lánstími
verður í mesta lagi lengdur um
þrjú ár og eftirstöðvar þá felldar
niður. Ekkert liggur fyrir um
hvað það verður há upphæð, en
þessi óútfyllti víxill mun þvælast
í lánakerfinu og verða þar til
trafala næstu áratugina.
Úrræðin vekja spurningar um
hvort sanngirni og jafnræðis sé
gætt. Í kynningu á þeim hefur
hvergi komið fram að þak eigi að
vera á afskriftum. Óhjákvæmi-
lega verður í þó nokkrum til-
fellum jafnvel um að ræða tugi
milljóna, sem hlut-
aðeigandi munu síð-
an geta sett í vasann
selji þeir húseign
sína síðar. Skatt-
borgararnir fá svo
reikninginn vegna
afskrifaðra skulda.
Árni Páll hefur sagt að úrræð-
in séu eins konar gólf, sem allir
geti notað, en einstakar lána-
stofnanir geti að auki boðið við-
skiptavinum nýjar lausnir. Nú er
það svo að megnið af lánunum er
hjá stofnunum, sem eru á forræði
ríkisins, og það er óviðunandi að
fólk eigi að búa við ólík kjör eftir
því hvar það tók lánin.
Erfitt er að fá fulla mynd af því
hvernig úrræðin muni reynast.
Aðdragandinn gefur hins vegar
til kynna að á lokasprettinum
hafi kapp verið meira en forsjá.
Til dæmis „gleymdist“ að kynna
Kaupþingi aðgerðirnar, en þar
voru um 90% húsnæðislána við-
skiptabankanna veitt. Þetta vek-
ur spurningar um hvort tíma-
setning kynningar á aðgerðunum
hafi skipt máli.
Loks koma úrræðin,
en gleymdist jafn-
ræðið í útspili fé-
lagsmálaráðherra?}
Afskriftir og sanngirni
Á
kvörðun Katrínar Júlíusdóttur iðn-
aðarráðherra um að framlengja
ekki viljayfirlýsingu vegna álvers
á Bakka við Húsavík þarf kannski
ekki að koma á óvart. Aðstæður í
þjóðfélaginu eru auðvitað afar erfiðar og
vandasamt að taka ákvörðun um nokkurn
skapaðan hlut. Þó voru Húsvíkingar og nær-
sveitamenn vongóðir um að úr þessu verkefni
gæti orðið. Þess vegna er fótunum að nokkru
kippt undan fólkinu með þessari ákvörðun.
Ráðamenn segja að áfram verði unnið að „ein-
hverju öðru“, væntanlega í þeim tilgangi að róa
þá sem málið varðar.
Nú er málum hins vegar svo háttað að ekki
dugar að tala bara um „eitthvað annað“. Lands-
byggðin varð ekki eins vör við uppganginn í
þjóðfélaginu og suðvesturhornið, en nú þrengir
enn frekar að. Fréttir frá Ísafirði um að segja þurfi upp tíu
konum sem unnið hafa á hjúkrunarheimili vekja hroll og
fyrirætlanir um að fækka lögregluumdæmum og sýslu-
skrifstofum gera hið sama. Hversu margir munu missa
vinnuna um allt land vegna þessa? Hér á höfuðborg-
arsvæðinu og í nærsveitum er þó alltaf von um að finna
einhverja vinnu, hver svo sem hún er. Í fámennari sam-
félögum er ekki um auðugan garð að gresja og fólk horfir
þess vegna gjarnan fram á langtímaatvinnuleysi – með til-
heyrandi aðgerðaleysi og vonleysi.
Ráðamenn þjóðarinnar rembast nú eins og rjúpan við
staurinn við að bjarga því sem bjargað verður af blessaðri
þjóðarskútunni. Á meðan bíða hásetarnir eftir aðgerðum
sem geta komið þeim til bjargar. Ekki má
gleyma hversu mikilvægir hásetar eru hverju
skipi, þeir vinna nefnilega störfin. Fólkið í
landinu virðist gjörsamlega hafa gleymst í öll-
um hamaganginum og sú staðreynd að á bak
við allar tölur er fólk sem skiptir máli.
Svandís Svavarsdóttir fullkomnaði fárán-
leikann í þjóðfélaginu með óskiljanlegum úr-
skurði sínum um Suðvesturlínur. Sú ákvörðun
er álíka blaut tuska í andlit landsmanna og úr-
skurður Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þáver-
andi umhverfisráðherra, á sínum tíma um
sameiginlegt umhverfismat vegna álvers á
Bakka. Núna eru allar tafir bókstaflega hættu-
legar fyrir þjóðfélagið. Eru ráðamenn kannski
ekki búsettir í þessu landi? Hafa þeir enga
hugmynd um hvað fólk er að hugsa? Það þarf
væntanlega ekki að minna á þær þúsundir
manna sem eru þegar atvinnulausar. Aftur er verra að
stjórnvöld virðast róa að því öllum árum með ákvörðunum
sínum að auka enn atvinnuleysið.
Þó að landsmenn virðist almennt orðnir þreyttir á ráð-
leysinu sem virðist ríkja á stjórnarheimilinu var uppá-
koman sl. miðvikudag, þegar Ögmundur Jónasson sagði af
sér og stjórnarkreppa virtist um tíma blasa við, alveg
skelfileg. Stjórnarkreppa er ekki það sem þjóðin þarf á að
halda núna og skrípaleikur sá sem stundum virðist í gangi
milli stjórnarflokkanna er óboðlegur. Nú er þörfin á að
stjórnvöld þjappi sér saman og tali einum rómi meiri en
nokkru sinni og þau þurfa að tala kjark í fólkið í landinu.
sia@mbl.is
Sigrún
Ásmundar
Pistill
Gleymda fólkið
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Kolefnishagkerfið
slítur barnsskónum
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
K
olka er ráðgjafarstofa
um kolefnisviðskipti og
losunarheimildir. Staða
fyrirtækisins í dag er sú
að það hefur verið unn-
in mikil greiningarvinna á þessum
markaði, bæði hvað varðar væntan-
lega þróun hér heima og ekki síður á
alþjóðlegum mörkuðum. Fyrirtækið
er að fara af stað á fullum krafti að
selja ráðgjöf og veita ráðgjöf í kring-
um slík viðskipti nú í haust,“ segir
Andri Heiðar Kristinsson, stjórnar-
formaður í Kolku, fyrsta íslenska
fyrirtækinu sem byggir tekjur sínar
eingöngu á ráðgjöf í kringum losunar-
heimildir á gróðurhúsalofttegundum.
Aðdragandinn að stofnun Kolku er
verkefni sem Andri Heiðar tók þátt í
að frumkvæði Þorsteins Inga Sigfús-
sonar prófessors, sem síðan fól öðrum
að framkvæma hana.
Lagaramminn óskýr
– Hvernig verður eftirspurn eftir
losunarheimildum til á Íslandi?
„Eins og staðan er í dag er laga-
ramminn um þessi mál óskýr. Það er
töluverð óvissa í þessum málum og þá
hvort og hvernig viðskiptum með los-
unarheimildir verður háttað hér. Þessi
lagaþróun er í stöðugri mótun. Við
verðum að bíða og sjá hvað kemur út
úr loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóð-
anna í Kaupmannahöfn í desember.
Það ríkir því töluverð óvissa hér á
landi og erlendis um framhaldið.“
– Hvernig gæti niðurstaða fundar-
ins í desember skýrt framhaldið?
„Eftir 2012 lýkur þessu svokallaða
Kýótó-tímabili. Markmið Kaup-
mannahafnarfundarins er að Samein-
uðu þjóðirnar komi sér saman um nýj-
an loftslagssáttmála sem myndi þá
fela í sér hversu miklar losunar-
heimildir yrðu veittar til ríkja. Það
mun setja ákveðinn ramma í kringum
það hve mikil viðskipti eru möguleg og
hversu mikið af losunarheimildum
verður úthlutað til ríkja.“
Eins og kunnugt er undirbýr
Evrópusambandið innleiðingu versl-
unarkerfis með kolefniskvóta.
Hrafnhildur Bragadóttir lögfræð-
ingur fjallaði um fyrirhugað kerfi í er-
indi í Lagastofnun HÍ í vikunni.
Segir þar að fyrsta stigið hafi verið
tilraunatímabil á árunum 2005 til 2007,
þar sem kerfið var reynslukeyrt áður
en skuldbindingartímabil Kýótó-
bókunarinnar hófst. Þá hafi tekið við
yfirstandandi tímabil, fyrsta skuld-
bindingartímabil Kýótó-bókunar-
innar, árin 2008 til 2012, sem nái að-
eins til einnar gróðurhúsaloft-
tegundar, koldíoxíðs, frá tiltekinni
orku- og iðnaðarstarfsemi.
Íslenskur iðnaður heyrir ekki undir
þá starfsemi sem hér er skilgreind.
Flug og álverin koma inn 2012
Eins og Hrafnhildur rekur breytist
það hins vegar líklega í ársbyrjun
2012 þegar losun koldíoxíðs frá flugi
mun heyra undir kerfið og síðan fleiri
tegundir iðnaðar- og gróðurhúsa-
lofttegunda frá nýársdag 2013, m.a.
losun koldíoxíðs og flúorkolefna frá ál-
verum og koldíoxíðs frá járnblendi.
Andri Heiðar segir að þótt þessi
áætlun liggi fyrir sé mörgum spurn-
ingum ósvarað. Það verði hlutverk
Kolku að veita ráðgjöf um viðskipta-
og lagahliðina og hvernig íslensk fyrir-
tæki og hagsmunaaðilar geti aðlagað
starfsemi sína að nýjum veruleika
þannig að viðskipta- og umhverf-
issjónarmið fari saman.
Reuters
Koldíoxíðslosun Kolaorkuver í Belchatow í Póllandi er það stærsta í Evrópu.
Á næstu vikum hefur ráðgjafar-
stofan Kolka starfsemi og verða
starfsmenn fyrst um sinn fjórir,
auk stjórnar. Reiknað er með
fjölgun starfsfólks á nýju ári.
EINS og rakið er hér til hliðar er
Andri Heiðar vongóður um fram-
haldið og væntir þess að þrátt fyrir
erfitt árferði muni eftirspurnin eftir
ráðgjöf fyrirtækisins fara vaxandi
og kalla á fjölgun starfsfólks.
Með Andra Heiðari starfa hjá fyr-
irtækinu Eyrún Guðjónsdóttir fram-
kvæmdastjóri, Vigdís Halldórsdóttir
lögfræðingur, Jónas Hallgrímsson
auðlindahagfræðingur og Birna Ing-
ólfsdóttir rekstrarverkfræðingur.
Starfssviðið er nokkuð sérhæft en
Andri Heiðar bendir á að fjölmargir
Íslendingar hafi lagt stund á skyldar
greinar, auk þess sem nú sé mikið af
hæfu fólki á lausu.
Starfsfjármagn kemur úr grunn-
styrkjum og frá hluthöfum og eig-
endum, sem eru Andri Heiðar, Ey-
rún og Magnús Már Einarsson en á
næstu vikum munu fleiri aðilar
koma að Kolku, að sögn Andra.
Þegar fyrirtækið er komið á legg
væntir Andri Heiðar þess að Kolka
verði miðlari fyrir viðskipti með los-
unarheimildir. Hann spáir því að
næstu misseri verði annasöm.
MUNU
STÆKKA
››