Morgunblaðið - 31.10.2009, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 31.10.2009, Qupperneq 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2009 Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is „ÞAÐ var svolítið hringt í mig og í mömmu líka, fólk man greinilega eftir þessu,“ segir Akureyr- ingurinn Stefán Hallsson. Frétt Morgunblaðsins um þyngdarmet íslenskra barna í fæðingu hrærði upp í mörgum sveitungum hans sem töldu sig ekki vita betur en að Stefán ætti metið. Líkt og fram kom í Morgunblaðinu á miðviku- dag nær gagnagrunnur fæðingaskrár Landspít- alans ekki lengra aftur en til ársins 1982. Rætt var við Kristínu Guðlaugsdóttur sem var 26 merkur þegar hún kom í heiminn árið 1962, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur þyngra barn ekki fæðst á Íslandi svo vitað sé. Norðlendingar slógu Dönum við Kristín lýsti hins vegar eftir fleiri „tröllabörn- um“ af sömu stærð og í kjölfarið hafa dúkkað upp ábendingar um að a.m.k. þrír aðrir Íslend- ingar hafi fæðst í sömu þyngd og deila þeir því metinu með Kristínu. Einn þessara Íslendinga er einmitt Stefán Hallsson, sem fæddist á Húsa- vík í mars árið 1972, sjöunda barn foreldra sinna, og vó 26 merkur líkt og Kristín, eða 6.950 gr. Fæðing Stefáns vakti mikla athygli á þessum tíma, enda hafði þá nýverið borist sú fregn að þyngsti hvítvoðungur Danmerkur væri 6.250 g og því ljóst að Stefán hafði slegið Danmerkur- metið hið minnsta, staðreynd sem Norðlend- ingar hafa greinilega ekki gleymt 36 árum síðar. Sjö systkini og fæddust öll stór Stefán er yngstur sjö systkina og stóð móðir þeirra, María Helgadóttir, í ströngu því þau voru öll í stærra lagi, á bilinu 18-21 mörk. Stefán var þó þeirra langstærstur og langur í ofanálag, 26 merkur og 65 cm. Í dag er Stefán 190 cm og því yfir meðalhæð íslenskra karla. Hann á fimm börn en segir þau öll hafa fæðst í meðalþyngd enda virðist stærð í fæðingu vera tilviljunum háð og erfist því ekki endilega innan fjölskyldunnar. Fleiri eiga heiðurinn af þyngdarmeti  Titillinn þyngsti hvítvoðungurinn virðist deilast á milli nokkurra Íslendinga sem allir fæddust 26 merkur  Nokkrar ábendingar bárust Morgunblaðinu eftir að lýst var eftir „tröllabörnum“ Í HNOTSKURN »Meðalþyngd íslenskrabarna hefur undanfarinn áratug verið tæp 3,7 kg og eru þau með stærstu hvít- voðungum á heimsvísu. »Stærsta nýfædda barnheims var hins vegar Kanadamaður, sem vó 12,5 kg í fæðingu árið 1879. »Fæðingaskrá Landspít-alans heldur utan um alla tölfræði sem tengist fæðingum á Íslandi, m.a. stærð og þyngd, en gagna- grunnurinn nær hins vegar ekki lengra aftur en til 1982. Morgunblaðið/Árni Sæberg Svona stór Íslensk börn eru almennt stálpuð. SEÐLABANKI Íslands kynnir í dag breytingar á reglum um gjaldeyris- mál. Eru þær breytingar í samræmi við áður kynnta áætlun um afnám gjaldeyrishafta þar sem fyrsta skrefið verði tekið 1. nóvember með því að opna fyrir gjaldeyrisviðskipti inn í landið. Fundartíminn þykir heldur óvenjulegur en seðlabankastjóri, að- stoðarseðlabankastjóri og for- stöðumaður gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands kynna breyting- arnar og svara fyrirspurnum fjöl- miðlamanna klukkan tíu árdegis. Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri skrifstofu bankastjórnar, segir það hafa þótt hentugt að halda fund á laugardagsmorgni, það sé hluti af ferli sem skýrt verði þar nánar. Kynna fyrsta skref í afnámi gjaldeyrishafta SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæð- isins þurfti í gær að fjarlægja ís- skáp úr íbúð í Reykjalundi eftir að þar kom upp ammoníaksleki. Þegar slökkviliðið kom á staðinn var þar mikil og sterk ammoníakslykt og þurftu slökkviliðsmenn að fara í hlífðarbúnað svo hægt væri að fara inn og fjarlægja ísskápinn. Íbúum varð ekki meint af og þurfti ekki að flytja neinn á sjúkra- hús til athugunar en hættulegt get- ur verið að anda að sér ammoníaki. Ammoníaksleki í ís- skáp í Reykjalundi Diddú, Jóhann Friðgeir og Óskar Pétursson í Íslensku óperunni Aukatónleikarnir á morgun – 1. nóv kl 20:00 Miðasala Íslensku óperunnar og www.opera.is 3. tónleikarnir verða í Akureyrarkirkju sunnud. 8. nóv kl. 17:00 Miðasala í Eymundsson Akureyri A U K AT Ó N L E I K A R Efnisskrá í léttari kantinum, glens og gaman í hávegum haft, þó dramatíkin fylgi að sjálfsögðu. Píanóleikari Jónas Þórir. FJÓRTÁN manns fengu uppsagn- arbréf í hendurnar hjá Reykjalundi endurhæfingu í gær. Að sögn Birgis Gunnarssonar, forstjóra Reykja- lundar, eru uppsagnirnar tilkomnar vegna þess niðurskurðar sem Reykjalundi er gert að ganga í gegn- um. „Það er bara hörmulegt að þurfa að vera að standa í þessu en þetta er bara eitthvað sem er óhjá- kvæmilegt og við reynum að velja illskásta kostinn og það er enginn kostur góður í þessu,“ segir Birgir. „Okkur er gert að spara á næsta ári um 6,7% frá fjárlögum þessa árs og það eru rétt um 90 milljónir. Við unnum þetta þannig að það var skip- aður vinnuhópur til að fara yfir skipulag og mönnun deilda. Það ásamt ýmsum aðgerðum sem við vorum að fara í þýðir að við sögðum upp fjórtán manns um þessi mán- aðamót,“ segir Birgir. Einnig voru fastar yfirvinnugreiðslur lækkaðar, akstursgreiðslum sagt upp og fleira. Hvað áhrif á þjónustu þeirra sem sækja Reykjalund varðar segir Birgir að í gildi sé samningur við heilbrigðisyfirvöld um þá þjónustu sem þeim er gert að veita. Þau sjái fram á að geta áfram sinnt þeirri starfsemi sem þau eru samnings- bundin til að veita en óneitanlega verði gæði þjónustunnar ekki þau sömu. Núna verði t.d. meira skil- greint hverjir þurfi að vera inniliggj- andi, m.a. vegna fólks sem af ein- hvers konar ástæðum getur ekki sótt dagdeildina heiman frá sér en það verði engin þjónusta í kringum það. Fjórtán starfsmönnum sagt upp hjá Reykjalundi Viðbrögð við kröfu um 90 milljóna sparnað á næsta ári Í HNOTSKURN »Um er að ræða 10 stöðu-gildi, 5 stöðugildi hjúkr- unarfræðinga og 5 stöðugildi sjúkraliða og ófaglærðra. »Unnið verður að eflingudagdeildarþjónustu og göngudeildarinnar. ÞAÐ var ekki að sjá á þessum stelpum, sem gengu vasklega niður Laugaveginn í gær, að veturinn væri kominn en hitinn á hádegi í Reykjavík var 10 stig sem er heldur óvenjulegt á þessum árstíma. Heitt var fram eftir degi og náði hitastigið 11 gráðum kl. 18 en austanlands var veðrið ekki síðra, hiti jókst smám saman eftir því sem leið á daginn og seinnipartinn náði hann 12 stigum. Veðurguðirnir þurftu þó aðeins að minna á sig og var rigning víða um landið. Í dag styttir þó upp um landið allt og verður hiti víðast hvar um 7 stig og alskýjað nema um austanvert landið þar sem enn eimir eftir af góða veðrinu, þar verður léttskýjað og hiti rúmar 10 gráður. Óvenjuleg hlýindi suðvestan- og austanlands í gær Morgunblaðið/Ómar Sumarlegar að vetrarlagi í höfuðborginni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.