Morgunblaðið - 31.10.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.10.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2009 Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is „ÞAÐ var svolítið hringt í mig og í mömmu líka, fólk man greinilega eftir þessu,“ segir Akureyr- ingurinn Stefán Hallsson. Frétt Morgunblaðsins um þyngdarmet íslenskra barna í fæðingu hrærði upp í mörgum sveitungum hans sem töldu sig ekki vita betur en að Stefán ætti metið. Líkt og fram kom í Morgunblaðinu á miðviku- dag nær gagnagrunnur fæðingaskrár Landspít- alans ekki lengra aftur en til ársins 1982. Rætt var við Kristínu Guðlaugsdóttur sem var 26 merkur þegar hún kom í heiminn árið 1962, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur þyngra barn ekki fæðst á Íslandi svo vitað sé. Norðlendingar slógu Dönum við Kristín lýsti hins vegar eftir fleiri „tröllabörn- um“ af sömu stærð og í kjölfarið hafa dúkkað upp ábendingar um að a.m.k. þrír aðrir Íslend- ingar hafi fæðst í sömu þyngd og deila þeir því metinu með Kristínu. Einn þessara Íslendinga er einmitt Stefán Hallsson, sem fæddist á Húsa- vík í mars árið 1972, sjöunda barn foreldra sinna, og vó 26 merkur líkt og Kristín, eða 6.950 gr. Fæðing Stefáns vakti mikla athygli á þessum tíma, enda hafði þá nýverið borist sú fregn að þyngsti hvítvoðungur Danmerkur væri 6.250 g og því ljóst að Stefán hafði slegið Danmerkur- metið hið minnsta, staðreynd sem Norðlend- ingar hafa greinilega ekki gleymt 36 árum síðar. Sjö systkini og fæddust öll stór Stefán er yngstur sjö systkina og stóð móðir þeirra, María Helgadóttir, í ströngu því þau voru öll í stærra lagi, á bilinu 18-21 mörk. Stefán var þó þeirra langstærstur og langur í ofanálag, 26 merkur og 65 cm. Í dag er Stefán 190 cm og því yfir meðalhæð íslenskra karla. Hann á fimm börn en segir þau öll hafa fæðst í meðalþyngd enda virðist stærð í fæðingu vera tilviljunum háð og erfist því ekki endilega innan fjölskyldunnar. Fleiri eiga heiðurinn af þyngdarmeti  Titillinn þyngsti hvítvoðungurinn virðist deilast á milli nokkurra Íslendinga sem allir fæddust 26 merkur  Nokkrar ábendingar bárust Morgunblaðinu eftir að lýst var eftir „tröllabörnum“ Í HNOTSKURN »Meðalþyngd íslenskrabarna hefur undanfarinn áratug verið tæp 3,7 kg og eru þau með stærstu hvít- voðungum á heimsvísu. »Stærsta nýfædda barnheims var hins vegar Kanadamaður, sem vó 12,5 kg í fæðingu árið 1879. »Fæðingaskrá Landspít-alans heldur utan um alla tölfræði sem tengist fæðingum á Íslandi, m.a. stærð og þyngd, en gagna- grunnurinn nær hins vegar ekki lengra aftur en til 1982. Morgunblaðið/Árni Sæberg Svona stór Íslensk börn eru almennt stálpuð. SEÐLABANKI Íslands kynnir í dag breytingar á reglum um gjaldeyris- mál. Eru þær breytingar í samræmi við áður kynnta áætlun um afnám gjaldeyrishafta þar sem fyrsta skrefið verði tekið 1. nóvember með því að opna fyrir gjaldeyrisviðskipti inn í landið. Fundartíminn þykir heldur óvenjulegur en seðlabankastjóri, að- stoðarseðlabankastjóri og for- stöðumaður gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands kynna breyting- arnar og svara fyrirspurnum fjöl- miðlamanna klukkan tíu árdegis. Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri skrifstofu bankastjórnar, segir það hafa þótt hentugt að halda fund á laugardagsmorgni, það sé hluti af ferli sem skýrt verði þar nánar. Kynna fyrsta skref í afnámi gjaldeyrishafta SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæð- isins þurfti í gær að fjarlægja ís- skáp úr íbúð í Reykjalundi eftir að þar kom upp ammoníaksleki. Þegar slökkviliðið kom á staðinn var þar mikil og sterk ammoníakslykt og þurftu slökkviliðsmenn að fara í hlífðarbúnað svo hægt væri að fara inn og fjarlægja ísskápinn. Íbúum varð ekki meint af og þurfti ekki að flytja neinn á sjúkra- hús til athugunar en hættulegt get- ur verið að anda að sér ammoníaki. Ammoníaksleki í ís- skáp í Reykjalundi Diddú, Jóhann Friðgeir og Óskar Pétursson í Íslensku óperunni Aukatónleikarnir á morgun – 1. nóv kl 20:00 Miðasala Íslensku óperunnar og www.opera.is 3. tónleikarnir verða í Akureyrarkirkju sunnud. 8. nóv kl. 17:00 Miðasala í Eymundsson Akureyri A U K AT Ó N L E I K A R Efnisskrá í léttari kantinum, glens og gaman í hávegum haft, þó dramatíkin fylgi að sjálfsögðu. Píanóleikari Jónas Þórir. FJÓRTÁN manns fengu uppsagn- arbréf í hendurnar hjá Reykjalundi endurhæfingu í gær. Að sögn Birgis Gunnarssonar, forstjóra Reykja- lundar, eru uppsagnirnar tilkomnar vegna þess niðurskurðar sem Reykjalundi er gert að ganga í gegn- um. „Það er bara hörmulegt að þurfa að vera að standa í þessu en þetta er bara eitthvað sem er óhjá- kvæmilegt og við reynum að velja illskásta kostinn og það er enginn kostur góður í þessu,“ segir Birgir. „Okkur er gert að spara á næsta ári um 6,7% frá fjárlögum þessa árs og það eru rétt um 90 milljónir. Við unnum þetta þannig að það var skip- aður vinnuhópur til að fara yfir skipulag og mönnun deilda. Það ásamt ýmsum aðgerðum sem við vorum að fara í þýðir að við sögðum upp fjórtán manns um þessi mán- aðamót,“ segir Birgir. Einnig voru fastar yfirvinnugreiðslur lækkaðar, akstursgreiðslum sagt upp og fleira. Hvað áhrif á þjónustu þeirra sem sækja Reykjalund varðar segir Birgir að í gildi sé samningur við heilbrigðisyfirvöld um þá þjónustu sem þeim er gert að veita. Þau sjái fram á að geta áfram sinnt þeirri starfsemi sem þau eru samnings- bundin til að veita en óneitanlega verði gæði þjónustunnar ekki þau sömu. Núna verði t.d. meira skil- greint hverjir þurfi að vera inniliggj- andi, m.a. vegna fólks sem af ein- hvers konar ástæðum getur ekki sótt dagdeildina heiman frá sér en það verði engin þjónusta í kringum það. Fjórtán starfsmönnum sagt upp hjá Reykjalundi Viðbrögð við kröfu um 90 milljóna sparnað á næsta ári Í HNOTSKURN »Um er að ræða 10 stöðu-gildi, 5 stöðugildi hjúkr- unarfræðinga og 5 stöðugildi sjúkraliða og ófaglærðra. »Unnið verður að eflingudagdeildarþjónustu og göngudeildarinnar. ÞAÐ var ekki að sjá á þessum stelpum, sem gengu vasklega niður Laugaveginn í gær, að veturinn væri kominn en hitinn á hádegi í Reykjavík var 10 stig sem er heldur óvenjulegt á þessum árstíma. Heitt var fram eftir degi og náði hitastigið 11 gráðum kl. 18 en austanlands var veðrið ekki síðra, hiti jókst smám saman eftir því sem leið á daginn og seinnipartinn náði hann 12 stigum. Veðurguðirnir þurftu þó aðeins að minna á sig og var rigning víða um landið. Í dag styttir þó upp um landið allt og verður hiti víðast hvar um 7 stig og alskýjað nema um austanvert landið þar sem enn eimir eftir af góða veðrinu, þar verður léttskýjað og hiti rúmar 10 gráður. Óvenjuleg hlýindi suðvestan- og austanlands í gær Morgunblaðið/Ómar Sumarlegar að vetrarlagi í höfuðborginni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.