Morgunblaðið - 12.11.2009, Page 17

Morgunblaðið - 12.11.2009, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2009 Það telst varla frétt að veðrið var gott í höfuðstað Norðurlands í gær og Pollurinn spegilsléttur. Samt allt- af gaman að nefna það; eins fagur haustdagur og þeir geta orðið.    Framleiðsla hófst í gær hjá Plastiðj- unni Bjargi-Iðjulundi á þurrkum sem ætlaðar eru til að þrífa olíur og ýmis önnur efni um borð í skipum og á fleiri vinnustöðum. Þurrkurnar eru endurunnar úr fatnaði, rúmföt- um og handklæðum sem borist hafa Hjálpræðishernum, Mæðrastyrks- nefnd og Rauða krossinum en hafa ekki nýst af einhverjum ástæðum.    Ólöf Leifsdóttir, forstöðumaður Bjargs-Iðjulundar, sem er vinnu- staður fyrir fólk með skerta starfs- getu, sagði þetta mikilvæga viðbót við starfsemina. Mjög hefur dregið úr sölu á efni til raflagna og þess vegna var hugað að nýjungum, með þessum flotta árangri.    Samherji og Slippurinn reyndust vinnustaðnum betri en enginn; fyrr- nefnda fyrirtækið gaf tæki til að pressa og pakka þurrkunum en Slippurinn breytti græjunni þannig að hún henti sem best. Ekki nóg með það; tilkynnt var í gær að fyrirtækin hefðu ákveðið að kaupa framleiðsl- una fyrstu tvo mánuðina.    Gísli Sigurgeirsson, fyrrverandi fréttamaður á RÚV, er orðinn „hús- bóndi“ á Sigurhæðum, þar sem séra Matthías bjó forðum. Í húsi skálds- ins og klerksins verður reglulega boðið upp á ýmsa menningar- viðburði í vetur.    Í gær voru liðin 174 ár frá fæðingu séra Matthíasar og var dagskrá í húsinu af því tilefni. Barnakór Akureyrarkirkju söng og nemendur úr Tónlistarskóla Akureyrar léku.    Raðað verður í sex efstu sæti á lista framsóknarmanna fyrir bæjar- stjórnarkosningarnar í vor með prófkjöri. Þetta var samþykkt á fundi fulltrúaráðs framsóknarfélag- anna á þriðjudagskvöldið. Prófkjörið verður síðari hluta janúar.    Leikfélag Verkmenntaskólans á Ak- ureyri frumsýnir á laugardaginn tónleikaútfærslu á rokk-söng- leiknum We Will Rock You, sem byggður er á tónlist bresku hljóm- sveitarinnar Queen. Sýnt verður í Gryfjunni, samkomusal Verk- menntaskólans.    Söfnuður Sjöunda dags aðventista hefur keypt Gamla Lund á Akur- eyri. Húsið, sem stendur við Eiðs- vallagötu á Oddeyri, verður kirkja safnaðarins í bænum frá og með næsta vori.    Söfnuðurinn kaupir húsið af börnum Jóns Gíslasonar húsasmíðameistara sem lést í haust. Hann keypti Gamla Lund snemma á níunda áratugnum og hugðist gera það upp, en húsið reyndist ónýtt þannig að Jón tók sig til og reisti nýtt hús í líkingu við Gamla Lund á sama stað.    Manfred Lemke, prestur Sjöunda dags aðventista á Akureyri, segir söfnuðinn ekki hafa átt fastan sama- stað í langan tíma. „Við höfum leigt aðstöðu eða verið í heimahúsum í 50 ár,“ sagði hann við Morgunblaðið. Söfnuðurinn tók húsið í notkun í fyrrakvöld en stefnt er að því að það verði vígt sem kirkja næsta vor. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Þurrkur Ágúst Ellertsson sýndi gestum Bjargs-Iðjulundar í gær hvernig nýja tækið virkar. Forstöðumaðurinn Ólöf Leifsdóttir fylgist spennt með. AKUREYRI Skapti Hallgrímsson                       !   "#     $    %  &' (                        ) * *( $  +( #    , -*( . ( ,    /    )*( 0  12    0  3  *( 0  4  -(   5  -    (6              .3 . .3 7  .3 .    .3 8 *  .3 9    5  %  - 6 .3 3      .3 :   .3 :;3   "#       <   -  *- ( * . (  3 %  *      !   *    (         ===     >>' ?''' $  *    (     @       . (  3  * A B  C A D'E 2  3 >>' ?''' A )F >>' ?'D' A ===.3  A .3@.3         !   2   83# :   * G H''C   /  3   + 83#  * G H''> .3 2  "# , 1  (    !   1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 A B C D E F G H I J K L M N O P Q Íslenska er okkar mál www.jonas.ms.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA ÁSKRIFTASÍMI 569 1100

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.