Morgunblaðið - 12.11.2009, Side 23

Morgunblaðið - 12.11.2009, Side 23
Minningar 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2009 ✝ Hjörleifur Gunn-arsson fæddist 17. október 1963. Hann lést á líkn- ardeild Landspítalans í Kópavogi 6. nóv- ember 2009. For- eldrar hans eru Gunnar Finnsson f. 3. júní 1934 á Siglufirði og Elsebeth Finnsson f. Jacobsen f. 27. október 1933 á Við- areyði í Færeyjum. Systkini Hjörleifs eru Jóhannes Jacobsen, maki er Jórun Jacobsen og eiga þau þrjú börn og tvö barnabörn, Kristinn Gunnarsson, maki Lilja K. Hallgrímsdóttir, hún átti tvö börn fyrir, Ásta María Gunnarsdóttir, Rafn Gunnarsson, Anna Gunn- arsdóttir, Súsanna Gunnarsdóttir, maki Jón Vilhjálmsson, þau eiga tvö börn, og Bylgja Gunn- arsdóttir. Eiginkona Hjör- leifs var Eva Bald- ursdóttir, f. 14. sept- ember 1964, þau skildu. Sonur þeirra er Viktor Freyr, f. 6. maí 1999. Hjörleifur var tæknifræðingur að mennt og starfaði við ýmis rekstrar-, tækni- og hönn- unarstörf á starfsævi sinni, nú síð- ast hjá tæknideild Héðins hf. Hjörleifur verður jarðsunginn frá Seljakirkju í dag, 12. nóv- ember, og hefst athöfnin kl. 13. Elsku sonur okkar. Að missa þig er erfiðara en nokkur orð fá lýst. Þú varst yndislegur sonur. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Hvíldu í friði, elsku drengurinn okkar. Kveðja, Mamma og pabbi. Í dag kveð ég minn kæra Hjölla bróður og langar mig að minnast hans í nokkrum orðum. Ég á bara góðar minningar um þig, ég á eftir að sakna góðu stundanna sem við áttum og spjölluðum saman um alla skapaða hluti, það var sama hvort það var um tæknimál, heimsmál eða veðrið, þú vissir allt sem spurt var um. Þú varst stoltur af síðasta vinnustað sem var Héðinn og ætl- aðir að mæta í vinnu aftur fram á síðasta dag. Svo þakka ég systrum mínum, Rabba, pabba, Ebbu og starfsfólki á líknardeildinni fyrir frábæra umönnun í veikindum þín- um. Og vil ég kveðja þig með þessu ljóði, Hjölli minn, Guð geymi þig. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. ( V.Briem.) Elsku Viktor minn, megi guð vera með þér í þinni miklu sorg. Kveðja, Kristinn bróðir. Elskulegi bróðir minn Hjörleifur er látinn eftir erfið og löng veikindi, sem hann barðist hetjulega við. Mér finnst skrítið að hugsa til þess að þú sért farinn, ennþá skrítn- ara að vera að skrifa minningar- grein um þig. Minningarnar eru margar, þær eru allar góðar og geymi ég þær með mér nú þegar leiðir skiljast, minningar um góðan dreng sem var vinur vina sinna. Hjörleifur var ákaflega þægilegur maður í allri umgengni, heiðarlegur, glaðlegur og sérstaklega hjálplegur við sitt fólk. Hann hafði jákvæða og fallega lífsýn, sem snart hvern þann sem umgengst hann. Hann vann öll störf sín af kostgæfni og þeir sem kynntust honum vegna starfa hans gátu undantekningarlaust borið honum gott orð. Það er þungbært fyrir son þinn Viktor Frey að missa þig, góðan og umhyggjusaman föður sem elskaði hann út af lífinu og vildi allt fyrir hann gera. Það er sárt að hugsa til þess að þú skulir vera farinn frá okkur, en allar góðu minningarnar verða okkur sem eftir lifum styrkur í söknuðinum. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Hvíldu í friði. Þín systir Ásta María Gunnarsdóttir. Elsku Hjölli minn, að missa þig er mesta sorg sem ég hef upplifað. Þú barðist eins og ljón síðastliðna 17 mánuði með hjálp færustu lækna en það dugði ekki til, þú varðst að lúta í lægra haldi fyrir krabbamein- inu. Þótt andinn væri enn sterkur þá var líkaminn að þrotum kominn og gat ekki meira. Þú sýndir einstaka hetjulund og algjört æðruleysi, að kvarta var eitthvað sem þú þekktir ekki. Þó að þessi tími hafi verið erf- iður þá áttum við saman ómetanleg- ar gleðistundir. Á hverjum morgni sátum við saman og fengum okkur gott kaffi og spjölluðum áður en ég fór í vinnuna og ekki má gleyma öll- um skemmtilegu símtölunum okkar sem við áttum á hverjum degi. Laugardagsmorgnanir eru mér sér- staklega ljúfir því þá útbjó ég alvöru enskan morgunverð með öllu til- heyrandi, sem þú kunnir svo vel að meta. Ég er innilega þakklát fyrir þenn- an dýrmæta tíma sem við systkinin höfum átt saman. Þú varst stóri bróðir minn sem ég gat leitað til, alltaf varstu til staðar fyrir mig. Allt lék í höndunum á þér. Ef ég þurfti hjálp sem krafðist handlagni þá vissi ég hvert átti að hringja og ekki stóð á þér að hjálpa litlu systur. Ég minnist þess eitt sumarið þegar ég fékk að fara með þér í siglinga- klúbbinn í Nauthólsvík. Ég er smeyk því við þurfum að labba í gegnum kirkjugarðinn, þú tekur í hönd mína og leiðir mig og ég er ekki hrædd lengur. Ég sé þig líka fyrir mér á skólaganginum, þú bros- ir og vinkar til mín ég er að springa úr monti, stóri bróðir er komin í gaggó, orðinn unglingur. Minning- arnar eru margar, sem ég geymi í hjarta mínu. Þú varst skemmtilegur og blíður bróðir með húmorinn í lagi. Þú varst yndislegur faðir og unun var að sjá ykkur feðgana saman þar sem ást og umhyggja var í fyrirrúmi. Missir foreldra okkar er mikill þar sem þú varst einstaklega góður sonur sem þau gátu alltaf leitað til ef eitthvað þurfti að gera. Síðustu fimm vikurnar dvaldir þú á líknardeildinni í Kópavogi og naust bestu umönnunar sem hugs- ast getur. Þar starfar yndislegt fólk sem með virðingu og umhyggju gerði allt sem í þess valdi stóð til að létta þér síðustu sporin og færum við þeim alúðarþakkir. Alltaf þegar ég heimsótti þig brostir þú svo fal- lega til mín og baðst um koss og þegar ég kvaddi þig með kossi og sagðist elska þig, brostir þú og nikk- aðir til mín eins og þú vildir segja; ég veit það. Þegar kom að leiðarlokum hjá þér, sat ég við rúmið þitt og hélt í hönd þína, kraftar þínir voru á þrot- um en samt fann ég að það veitti mér styrk eins og það hafði alltaf gert. Ég kveð þig með sömu kveðju og áður, „Ég elska þig“. Ég sé þig fyrir mér brosa til mín og segja: Já ég veit það. Hvíldu í friði, elsku bróðir. Nú þögn er yfir þinni önd og þrotinn lífsins kraftur í samvistum á sæluströnd við sjáumst bráðum aftur (Ingvar N. Pálsson.) Anna systir. Elsku Hjölli minn, nú hefur þú kvatt þennan heim eftir 17 mánaða erfið veikindi. Ég hélt að svona mik- il sorg og tómleiki væri ekki til í þessum heimi. Ef við stórfjölskyld- an værum ekki svona náin og ég ætti svo ekki svona frábæra fjöl- skyldu og vini þá vissi ég ekki hvernig ég færi að. Elsku Hjölli minn, þú varst mér alltaf svo góður bróðir, ljúfur og gáskafullur með góðan húmor og frábærar sögur sem við vinirnir er- um enn að hlæja að. Þegar við Nonni fluttum í bílskúrinn til mömmu og pabba varst þú daglegur gestur hjá okkur og þá urðum við enn nánari. Þegar Gunnar og Anton fæddust fannst þér þú eiga falleg- ustu frændur í heimi. Og ekki spillti fyrir að Gunnar var eins og þú þegar þú varst lítill, prófaði allt og þorði öllu. En Anton aftur á móti var alltaf litli snúllinn þinn, sem þú hafðir allt- af áhyggjur af, því hann var ekki eins hraustur og Gunnar, meira segja uppá líknardeild hafðir þú áhyggjur af honum. Svona var alltaf hugurinn þinn til þeirra. En Gull- molinn þinn fæddist svo 6. maí 1999, sem þú elskaðir út af lífinu og kall- aðir alltaf Brúska. Síðustu vikurnar þínar var unun að sjá ykkur saman, hann var svo góður við þig og sagði reglulega við þig Ég elska þig, þú ert svo fallegur pabbi, og þú jánkaðir því alltaf og brostir til hans. Svo áttir þú frábær- an vin, hann Albert, sem þú leist meira á sem bróður en vin. Hann var alltaf til staðar bæði dag og nótt. Ég veit að ég gæti skrifað endalaust um þig því það eru svo margar sög- ur til af þér bæði í sumarbústöðum og í ferðalögum sem við fórum sam- an í, því það gerðist alltaf eitthvað skemmtilegt í kringum þig. Elsku fallegi Hjölli minn ég kveð þig um stund og ég stend við lof- orðið mitt að passa uppá Viktor, mömmu og pabba fyrir þig. Elska þig og sakna þín rosalega mikið. Þín systir Súsanna. Elsku bestu Hjölli minn. Nú er komið að kveðjustund, minn ástkæri bróðir er látinn aðeins 46 ára að aldri. Hann hefur barist hetjulega við sitt mein í tæpa sautján mánuði. Örlagadagurinn 30. apríl 2008 var svartur dagur í okkar fjölskyldu þegar það var hringt í mig í vinnuna og sagt að bróðir minn hefði fengið aðsvif á vinnustað sínum og verið fluttur á spítala til frekari rann- sókna. Fimm vikum síðar kom í ljós illkynja æxli í heila. Við fjölskyldan studdum vel við bakið á þér í geislameðferð og lyfja- meðferðum. Þrátt fyrir erfið veik- indi kvartaðir þú aldrei og sást alltaf ljósu punktana í tilverunni. Veikind- in voru afskaplega þungbær syni þínum Viktori Frey sem studdi pabba sinn með fallegum teikning- um og fögrum orðum. Þú varst glað- sinna og með húmorinn í lagi. Síð- ustu fimm vikurnar sem þú lifðir varst þú á líknardeild Landspítalans í Kópavogi umvafinn yndislegu starfsfólki, sem sinnti starfi sínu af alúð og fagmennsku. Þú varst oft að spauga í hjúkrunarfólkinu á deild- inni, þú varst með teikniblokk við hliðina á rúmi þínu og varst að hanna ný tæki fyrir deildina því þér þóttu tækin sum hver sem þarna voru nokkuð fornaldarleg. Það hrannast upp ótal minningar í huganum, t.d. þegar ég fékk að fara með þér og Rabba í siglinga- klúbbinn og ferðin til London fyrir nokkrum árum þar sem við skemmt- um okkur vel í uppáhaldsborginni þinni. Þú varst mjög listrænn og fjölhæfur og draumur þinn var að fara til útlanda og læra arkitektúr. Besti vinur þinn, Albert, hefur alltaf reynst þér vel í gegnum lífið og sást það best í veikindum þínum þar sem hann stóð eins og klettur við hlið þér, enda varstu vinur vina þinna. Elsku Hjölli, ég veit að þér líður vel núna, laus við allar þjáningar. Ég mun geyma minningu þína um ókomna tíð. Ég bið góðan Guð að styrkja okkur öll á þessum erfiðu tímum. Hvíl í friði, elsku bróðir. Ég Guð nú bið að gæta þín og græða djúpu sárin mín. Í bæn ég bið þig sofa rótt og býð þér góða nótt. (S.P.Þ.) Bylgja systir. Hjörleifur Gunnarsson eða Hjölli eins og vinir hans og fjölskylda köll- uðu hann var það sem fólk kallar hæfileikaríkur og góður maður. Stundum of góður, setti skyldur og drauma annarra fram fyrir sína drauma, og því var ég svo glöð þeg- ar hann sagði mér að núna ætlaði hann loksins að kýla á það og sækja um í arkitektúr í Danmörku. Við hittumst á kaffihúsi eins og oft og gerð var hernaðaráætlun um hvað þyrfti til í umsóknarferlinu. Hann flaug líka inn, enda búinn að hanna allt mögulegt frá björgunarskýlum upp í ruslatunnurnar sem við notum daglega. En guð minn góður, hvers- vegna fær hann akkúrat þá þetta voðalega æxli? Í dag ætti hann að vera á öðru ári, teiknandi, skapandi með hressu fólki. Röltandi á kaffihús í Árósum og uppfyllandi gamla drauminn. Hjölli var maður sem reyndi alltaf að bæta heiminn, hafði framtíðar- sýn, skapandi, lærandi og tilbúinn að bretta upp ermar og framkvæma. Í fyrsta sinn sem ég sá hann var hann 12 ára gutti sem gægðist út um dyrnar forvitnum augum á stelpuna sem var að draga stóru systur á skíði. Svo var það fermingin hans og fjölskylduboð, en fyrst vakti hann athygli mína fyrir alvöru þegar ég sá hann svo duglegan að byggja Melselið með pabba sínum. Þar var ekki letinni eða afsökunum fyrir að fara sem margir unglingar hefðu fundið til. Dag eftir dag fóru bræð- urnir í byggingarvinnu með pabba. Þegar húsið var búið var farið í að hanna arininn og sökkva sér í upp- lýsingaöflun um hvernig góður ar- inn á að vera. Já, reyndir arkitektar leggja mjög oft ekki í það flókna ferli. Sumir eru fæddir með hönn- unargenið en öðrum er ekki hægt að kenna það með langri skólagöngu. Ég varð hissa þegar hann tók krók og fór í Tæknifræðinginn, og þó að framleiðslustjórnin ætti að vera aðalvinnan hans, þá voru ekki liðnir margir mánuðir í nýja starfinu áður en hann hafði hannað nýja hluti fyrir fyrirtækið. Af öllum þeim góðu hlutum sem hann skapaði, þá var hann samt alltaf stoltastur af stráknum sínum. Ég er með inn- rammaða mynd í huga mér af Hjölla standandi í stofunni í Melseli horf- andi á þriggja ára gutta með öllu hjartanu. Glöggt dæmi um hver þessi strák- ur var, eru síðustu pælingarnar hvernig hann gæti auðveldað vinn- una með nýjum lyftubúnaði fyrir stelpurnar á líknardeildinni. Notað vogaraflið og lóð, því þessi vinna væri allt of erfið fyrir þær. Hjölli var traustur vinur sem hægt var að treysta fyrir leyndar- málum, vinur sem gaman var að fara út að skemmta sér með og vin- ur sem þú gast rætt við um sagn- fræði, heimspeki og listir. Vinur sem hvatti mann áfram með manns eigin drauma. Án hans hvatningar hefði ég aldrei þorað að fara í iðn- hönnun í Madríd. En núna er stórt gat eftir í lífi sonar hans og fjöl- skyldu. Ég vona bara að þau heyri sem lengst rödd hans hvetja þau áfram til dáða. Að þau geti þurrkað tárin og munað með brosi. Heimurinn væri miklu ríkari ef við hefðum haft hann bara í 10 ár í viðbót. En Hjölli var ríkur maður, hann átti frábæra foreldra, yndisleg systkini og gullfallegan son sem var honum sólin og framtíðin. Matthildur Jóhannsdóttir. Elskulega fjölskylda, þið hafið verið einstök í að berjast fyrir hann Hjölla ykkar. Við vitum hversu sam- hent þið eruð og höfum ennþá frek- ar séð það undanfarna daga. Megi góður guð vera með ykkur um ókomna tíð og styrkja ykkur í sorg- inni. Gull er það sem býr í góðu hjarta gull er það sem mildu augun skarta gull er mannsins gæfa mikill sjóður gull er barnsins ljúfa hjal við móður. Gullið skín við handtak góðra vina gull er þegar huggun sorg vill lina gull er þegar góður dagur kveður gull er það sem hug og anda seður. (Sigurjón Ari Sigurjónsson.) Megi góður Guð varðveita minn- ingu Hjörleifs Gunnarssonar. Helga, Ólafur, Elfa og Íris Dögg. Hjörleifur Gunnarsson ✝ Útför föður okkar, sonar, bróður og mágs, STEINGRÍMS EYFJÖRÐ GUÐMUNDSSONAR, sem lést mánudaginn 2. nóvember, fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 13. nóvember kl. 15.00. Sigurður Árni Steingrímsson, Sindri Már Steingrímsson, Guðmundur Pétursson, Bergljót Björg Guðmundsdóttir, Sveinn Haraldsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.