Morgunblaðið - 12.11.2009, Page 24

Morgunblaðið - 12.11.2009, Page 24
24 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2009                          ✝ Sesselja Ein-arsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 19. febrúar 1921. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 29. október sl. Foreldrar hennar voru Sigríður Magn- úsdóttir, f. 15. maí 1882, d. 9. desember 1939 og Einar Sím- onarson, f. 24. október 1874 og, d. 23. mars 1936. Systur Sesselju eru: Þuríður, f. 31. desember 1910, d. 30. janúar 1988 og Anna, f. 20. desem- ber 1913, d. 4. desember 1979. Árið 1942 giftist Sesselja Gunnari Marteinssyni, f. 1. mars 1921, d. 31. maí 1992. Foreldrar hans voru Mar- teinn Einarsson, f. 25. febrúar 1890, d. 24. janúar 1958 og Guðrún Karit- as Magnúsdóttir, f. 9. desember 1895, d. 19. apríl 1922. Sesselja og Gunnar bjuggu öll sín hjúskaparár í Miðtúni 56 en hún flutti að Löngu- mýri 26 í Garðabæ eftir andlát Gunnars. Sesselja dvaldi síðustu mánuðina á hjúkrunarheimilinu Eir. Börn þeirra eru: 1) Edda Sig- rún, f. 1943, gift Þórði Sigurðssyni. Synir þeirra eru Gunnar Jökull, f. 1968, kvæntur Helmu Björk Jó- hannesdóttur. Gunnar á þrjú börn og Helma einn son, Frosta, f. 1970, kvæntur Helgu Sigurðardóttur. Þau eiga tvö börn auk þess á Helga einn son, Snorra Stein, f. 1970, kvænt- ur Ragnhildi Þórð- ardóttur. 2) Guðrún, f. 1949, gift Sigurjóni Sigurðssyni. Synir þeirra eru Styrmir, f. 1974, kvæntur Berg- lind Erlingsdóttur, þau eiga þrjú börn, Egill, f. 1978, unnusta Hildur Helga Krist- jánsdóttur og Bjarki, f. 1989. 3) Marteinn, f. 1958, kvæntur Ing- unni Steinþórsdóttur. Börn þeirra eru Gunnar, f. 1983, í sambúð með Hörpu Rut Hallgríms- dóttur, þau eiga einn son, Steinþór Árni, f. 1990 og Anna Sesselja, f. 1993. Eftir hefðbundna skólagöngu í Vestmannaeyjum og verslunarstörf flutti Sesselja til Reykjavíkur haust- ið 1939. Hún lærði hárgreiðslu í Iðn- skólanum og útskrifaðist árið 1942. Sesselja var heimavinnandi hús- móðir fram til ársins 1970 en byrjaði þá að vinna hjá Íslensk-Ameríska. Árið 1971 hóf hún störf í Holts- apóteki og vann þar fram á haust 1993. Sesselja var í Kvenfélaginu Heimaey til margra ára. Hún var einnig virk í starfi eldri borgara í Garðabæ. Útför Sesselju fer fram frá Vídal- ínskirkju í dag, 12. nóv., og hefst at- höfnin kl. 15. Mamma mín, fyrirmynd mín, stoð mín og stytta í gegnum þykkt og þunnt, er fallin frá. Hún var falleg kona hún mamma, létt á fæti, nett og kvenleg, vel gefin, sjálfstæð og fróðleiksfús. Skapgóð, skipulögð og vinnusöm en líka stund- um svolítið fljótfær. Hún hafði mikla og góða nærveru. Allt sem hún mamma kom nálægt var vel gert. Henni féll aldrei verk úr hendi. Matargerð, hannyrðir, við- haldsvinna, garðvinna og að sjálf- sögðu hárgreiðslustörf. Öll þessi verk léku í höndunum á henni. Hún fylgd- ist vel með öllum nýjungum og til- einkaði sér þær sem hentuðu henni og fjölskyldunni. Æskuheimili mitt var fallegt og mamma og pabbi voru fal- leg hjón. Þrátt fyrir þyrna voru þau alltaf skotin hvort í öðru. Frá barnæskunni er minningin um mömmu náttúrlega fullkomin. Hún var alltaf til staðar. Hún hafði alltaf tíma. Hún leiddi mig í gegnum barn- æskuna og hélt þétt utan um mig í gegnum unglingsárin. Margar góðar minningar koma upp í hugann um notalegar samverustundir. Systurnar frá London voru sam- rýndar. Það var spjallað, hlegið, sung- ið, spilað á orgel og píanó, hár litað, klippt og krullað. Föt sniðin og saum- uð á þær sjálfar og börnin. Systurnar voru skemmtilegar og glæsilegar. Engin lognmolla þegar þær voru ann- ars vegar. Það sama má segja um saumaklúbbinn, æskuvinkonurnar úr Eyjum. Ég sat oft á stigaskörinni og hlustaði á hláturrokurnar sem glumdu um húsið. Mamma brýndi fyrir mér góð gildi. Eitt af því mikilvægasta var að bera virðingu fyrir sjálfum sér. Hin mundu fylgja í kjölfarið. Í æsku varð mér svolítið hált á svellinu. Hjá kaup- manninum á horninu lét ég skrifa hjá mömmu poka af þurrkuðum ávöxtum sem ég borðaði í leyni. Þegar mamma uppgötvaði brotið varð hún bæði sár og alvarleg, ekki reið. Samtalið sem fylgdi í kjölfarið varð að lífstíðarlexíu fyrir mig. Mömmur eru góðar. Ég skildi það á unglingsárunum þegar mér fannst vandamálin vaxa mér í augum. Ég átti það til að læðast inn til hennar um hánótt og var hún þá fljót að kveikja á perunni. Við læddumst upp í stofu og mikið var gott að létta á hjartanu. Vandamálin gufuðu upp á auga- bragði. Ég átti líka hauk í horni þar sem mamma var á djammárunum. Hún setti upp hárið á mettíma, ýmist lokkaflóð eða heysátu, alltaf sam- kvæmt nýjustu tísku. Mömmur eru líka stjórnsamar. Uppeldishlutverkið fylgir þeim alla tíð. Mamma mín hafði alveg sérstakt lag á að koma sínum sjónarmiðum að við mig, fullorðna konuna. Stundum hafði ég lúmskt gaman af þessum at- hugasemdum og stundum ekki. Það var líka mamma sem studdi mig og varði þegar ég hélt áfram að vinna sem flugfreyja eftir að elsti sonur minn fæddist. Það var ekki sjálfgefið á þeim tíma. Ég er þakklát fyrir það. Ég er henni líka þakklát fyrir að gæta sona minna, jafnt að degi sem nóttu, þegar á þurfti að halda. En við gátum alltaf talað saman. Vorum alltaf vin- konur. Eftir andlát pabba, sem kom fyrir- varalaust, sýndi mamma ótrúlegan dugnað. Hún flutti í annað bæjarfélag og bjó sér til fallegt heimili. Hún tók þátt í starfi eldri borgara, dreif sig af stað án þess að hafa nokkur tengsl, kynntist þar góðu fólki og eignaðist frábærar vinkonur. Hægt og hljótt fjaraði undan sjálf- stæði mömmu sem var henni svo mik- ilvægt. Hún var stolt kona og kyngdi eiginlega aldrei þeim bita að verða öðrum háð. Undanfarin misseri varð henni oft að orði að hún hlakkaði til að hitta pabba, foreldra sína og systur. Hún sagði líka við mig að þó minnið væri orðið glompótt, þá gleymdi hún aldrei að þakka Guði fyrir okkur börnin sín og fjölskyldur okkar. Hún var tilbúin, ekki ég. Megi mamma mín hvíla í friði. Guð blessi minningu mömmu og pabba. Guðrún. Í dag verður jarðsett tengdamóðir mín, Sesselja Einarsdóttir, eða Sella, eins og hún var jafnan kölluð. Það eru liðin rúm 40 ár síðan mér var boðið til þeirra hjóna Sellu og Gunnars á þeirra glæsilega heimili að Miðtúni 56. Þau tóku vel á móti mér þá sem alltaf síðan. Minningarnar hrannast upp. Öll jólaboðin, ferðalög- in og allar hinar góðu samverustund- irnar. Sella passaði strákana okkar, Gunnar Jökul, Frosta og Snorra Stein, mjög oft þegar þeir voru litlir og fannst þeim alltaf gaman hjá ömmu og afa. Ekki vantaði þá góðu pönnukökurnar hennar ömmu. Við Edda ferðuðumst mikið.með þeim. Við ókum meðal annars saman hring- veginn og einnig komu þau oft í sum- arbústaðinn okkar. Nokkrar ferðir voru líka farnar til útlanda með þeim hjónum og síðan með Sellu eftir að Gunnar lést. Eftir að Sella varð ekkja flutti hún í Garðabæ og bjó sér annað fallegt heimili. Eignaðist hún þar góðar vin- konur. Þær stunduðu handavinnu, leikfimi og fleira skemmtilegt og fóru til Kanarí í sýningarferðir. Sellu féll ekki verk úr hendi, var sérlega myndarleg í höndunum saum- aði, prjónaði bakaði. Allt var vandað og flott og var garðurinn í Miðtúninu þar engin undantekning. Barnabörn- in eru níu, átta drengir og ein stúlka, nafna hennar. Elskuðu þau öll ömmu Sellu og þótti mikið til hennar koma. Langömmubörnin eru orðin níu og voru þau henni líka mjög kær. Alltaf fannst henni mjög gaman að koma með okkur austur í sumarbústað og átti þar sitt herbergi eins og hún kall- að það. Þegar minnið fór að gefa sig komst hún í dagvistun í Drafnarhúsi og fannst þar vera gott fólk og gaman. Síðustu mánuðina dvaldi hún á hjúkr- unarheimilinu Eir. Fannst henni starfsfólkið þar og annað samferða- fólk elskulegt og gott. Engu að síður var hún á því að nú væri komið nóg eftir langt og gott líf. Svo hún var tilbúin að kveðja. Saknaði Gunnars sárt. Að leiðarlokum þakka ég Sellu af heilum hug samfylgdina öll þessi ár þar sem aldrei bar skugga á. Þórður Sigurðsson. Brimaldan brotnar við sorfna klettana. Báturinn líður inn þessa ótrúlegu innsiglingu og hugtakið náttúrufeg- urð fær nýja merkingu. Hamrastálið blasir við, þar kveðast á fuglarnir. Lundinn situr á grastó, spekingslegur. Á einum stað leggst grasið undan vindi en á öðrum ládeyða. Fiskibátar koma og fara, allt iðar af lífi. Þetta eru Vestmannaeyjar. Þarna sleit hún Sella barnsskónum. Hún fékk gott íslenskt uppeldi. Naut leiðsagnar góðra foreldra sem báru hag barna sinna fyrir brjósti. Faðir hennar var sögumaðurinn, glettinn og kankvís, söngvinn. Móðir hennar stoðin góða, sagði minna hlustaði betur. Henni var innrætt hæverska og heiðarleiki. Sella sagði oft að fá að alast upp í Eyjum væru forréttindi. Alltaf eitt- hvað spennandi að gerast, nýir at- burðir, nýir sigrar. Hún var stolt af Eyjunum sínum. Hún unni mjög lífinu í Eyjum, naut æskuáranna á heimaslóð en hún vildi sjá meira af heiminum. Hún hleypti ung heimdraganum. Hugur hennar stóð til náms. Hún fór til Reykjavíkur með æskuna og bjartsýnina í farteskinu. Árið er 1939. Höfuðborgin var að vakna til lífsins. Hún hafði tryggt sér húsnæði hjá athafnasömum frænkum sínum við Laugaveginn. Laugavegurinn átti eftir að koma betur við sögu í hennar lífi. Sella fór í Iðnskólann og lærði hárgreiðslu. Hún hafði ekki verið lengi í höfuð- borginni þegar hún varð að fara með hraði aftur heim. Slæmar fréttir. Móðir hennar hafði veikst alvarlega. Hún missti móður sína í desember þetta ár en faðir hennar andaðist 1936. Þetta var mikil reynsla fyrir hana. Hún er 18 ára. Hún lét engan bilbug á sér finna. Fór aftur til Reykjavíkur. Nú verður hún algjörlega að standa á eigin fótum, treysta á sjálfa sig en æðruleysi var henni gefið. Hún kynntist verðandi eiginmanni sínum, Gunnari Marteinssyni, og 1942 gengu þau í hjónaband. Þau voru glæsileg saman bæði tvö. Faðir Gunnars, Marteinn Einars- son, rak á þessum tíma glæsilega verslun við Laugaveginn. Seinna tók Gunnar við rekstrinum ásamt syst- kinum sínum. Fljótlega fluttu ungu hjónin í Miðtún 56. Þau eignuðust þrjú börn: Eddu, Guðrúnu og Mar- tein. Þegar Gunnar féll frá árið 1992 flutti Sella í Garðabæinn og bjó þar uns hún fór á Eir fyrr á þessu ári. Sella lagði alúð sína í öll verk sem hún tók sér fyrir hendur, hvort sem var við afgreiðslustörf eða hár- greiðslu. Hún var mikil húsmóðir. Hún sinnti uppeldishlutverki í hvívetna, var stolt af sinni fjölskyldu. Lagði mikinn metnað í matargerð og töfraði fram veisluborð. Sella var „elegant“ kona. Hún var fagurkeri. Gat verið kapp- söm en alltaf fáguð. Hún var í eðli sínu bjartsýn en þekkti hlutskipti sitt. Það er auðna hvers manns að eiga sér góða samferðamenn því allt gott fólk auðgar heiminn. Það var gæfa mín og forrétindi að kynnast Sellu. Ég ruglaði reytum við Guðrúnu dótt- ur hennar og tengdist þannig fjöl- skyldunni. Sella hafði yndi af ferðalögum. Hún og Gunnar ferðuðust mikið og eftir að Gunnar féll frá fór hún allmargar ferðir utan með vinkonum sínum. Nú hefur Sella lagt upp í sína hinstu för. Hún sofnaði inn í haustið. Lífsbókin hennar hefur lokist aftur. Hún mætti örlögum sínum. Engill hjá Guði. Sigurjón. Komið er að kveðjustund, í dag kveð ég elskulega tengdamóður mína Sesselju Einarsdóttur (Sellu) frá London í Vestmannaeyjum. Þegar ég kynntist henni fyrir rúmlega 30 árum man ég hve mér fannst hún glæsileg og vel til höfð. Hún var áberandi létt á fæti og létt í lund, hafði húmor fyrir sjálfri sér og held ég að það hafi gegn- um ýmsa erfiðleika fleytt henni langt. Hún fór ung að árum frá Eyjum en þangað lá sterkur þráður og minntist hún æsku sinnar og fjölskyldu ávallt með gleði. Þegar okkar kynni hófust vann hún í Holtsapóteki snyrtivöru- deild á Langholtsveginum og þangað var gaman að koma. Hún sem lærð hárgreiðslukona gat svo sannarlega hjálpað kúnnunum og vissi ég um marga sem létu aðeins hana sinna sér. Hún Sella var einstaklega vinnusöm og myndarleg húsmóðir, bjó eigin- manni og börnum fallegt heimili, bjó til góðan mat og sinnti störfum heim- ilisins, stundaði garðvinnu og var mikil handavinnukona. Ég skildi ekki hvernig þetta var allt hægt og spurði hvort hún væri ekki þreytt því maður sá hana sjaldan hvíla sig, þá sagði hún gjarnan „vinnan drepur nú engan“! Þannig var hún Sella, hreinskiptin og hjálpleg það var auðvelt að þykja vænt um hana og margir minnast hennar með hlýju. Það urðu kafla- skipti í lífi hennar þegar Gunnar, eig- inmaður hennar, lést fyrir 17 árum og Sella flutti úr húsi þeirra Miðtúni 56 en þar höfðu þau búið í 50 ár. Hún flutti í Garðabæ og sá um sig sjálf að öllu leyti þar til sl. ár. Kom þá vel í ljós dugnaður hennar og sjálf- stæði, það var ekki hennar að kvarta og ef henni leiddist fann hún sér alltaf eitthvað að sýsla. Hún hafði ánægju af starfi með eldri borgurum í Garða- bæ og fannst gaman að allri þátttöku enda félagslynd að eðlisfari. Þá var hún í saumaklúbb sem runninn var frá Vestmannaeyjum og fannst mér gaman að fylgjast með þeim „stelp- unum“ eins og þær kölluðu sig alltaf og heyra af þeim. Sella var ákaflega söngelsk og kunni urmul af textum og vísum, sumt sem ég hef aldrei heyrt áður. Þá voru Eyjalögin sterkt inni og sungin af krafti. Hún var ákaflega þakklát fyrir sína góðu heilsu og þakkaði oft og mikið fyrir hve börn hennar og afkomendur væru heil- brigð. Sl. ár fór heilsu hennar að hraka og fannst henni erfitt að geta ekki verið eins sjálfstæð og áður en hún vildi helst ekki vera upp á aðra komin. Mig langar að kveðja hana með Eyjalagi og þakka henni fyrir að vera tengdamóðir mín, það hefur verið mér mikils virði. Dagurinn kveður, mánans bjarta brá blikar í skýja sundi. Lokkar í blænum, leiftur augum frá, loforð um endurfundi. Góða nótt, góða nótt, gamanið líður fljótt, brosin þín bíða mín, er birtan úr austri skín. Dreymi þig sólskin og sumarfrið, syngjandi fugla og lækjarnið. Allt er hljótt, allt er hljótt ástin mín, góða nótt. (Ási í Bæ.) Blessuð sé minning þín. Með þakk- læti. Ingunn Steinþórsdóttir. Elsku amma Sella, núna ertu dáin. Það var vel hugsað um þig á Eir en þú vildir aldrei vera þar en nú ert þú komin til afa Gunnars og þá verður þú aftur glöð. Ég hugsa til gömlu daganna þegar þú varst stytta og stoð í öllu. Núna ertu farin frá mér en vonandi hitt- umst við aftur á einhverjum góðum stað. Ég var fyrsta barnabarnið þitt og var auðvitað mest hjá þér, elsku amma mín. Þennan tíma tekur enginn frá okkur. Þú leyfðir mér að vera heima hjá þér eins og ég vildi enda bað ég alltaf um að fá að vera hjá þér. Meira að segja í menntaskóla fór ég alltaf til þín. Elsku amma Sella, ég sakna þess- ara tíma þar sem ég var áhyggjulaus hjá þér og afa. Þú bjóst alltaf um mig í gráa sófanum við hliðina á ykkur und- ir svanamyndinni þar sem þú sagðir mér allt um ævintýrin um prinsinn og hvítu álftina Ég vildi sofa frekar uppi í hjá ykkur og þið leyfðum mér það alltaf. Ég mátti gera allt sem ég vildi hjá þér, hamast í pottum og pönnum eða einhverju öðru og því gleymi ég aldrei. Aldrei man ég eftir þér, amma mín, nema í góðu skapi. Þú varst alltaf frábær og hafðir alltaf tíma fyrir okk- ur barnabörnin. Minningin er ótrú- lega sterk, elsku amma. Elsku amma Sella, það getur eng- inn og mun enginn taka þessar stund- ir frá okkur. Þú lifir með okkur og mikið er það mér mikils virði að þú eyddir aðfangadeginum í fyrra heima hjá okkur. Elsku amma Sella, ég kveð þig í bili. Þú verður alla tíð í huga mér. Ástarkveðja Gunnar Jökull. Í dag kveð ég þig í hinsta sinn og með miklum söknuði. Mér fannst erf- itt að trúa því að þú værir farin frá okkur en ég er rosalega þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér, amma mín, og þér mun ég aldrei gleyma. Minningarnar koma upp í hugann og mér finnst erfitt að hugsa til þess að ég fari ekki að heimsækja þig í vik- unni með súkkulaði eða banana sem þér þótti svo gott að fá. Ég veit ekki hvar ég á að byrja, það er frá mörgu að segja. Það fyrsta sem ég man er að við fjölskyldan fórum oft í heimsóknir til þín í Löngumýrina, þú bauðst alla velkomna í kaffi og bakaðir alltaf pönnukökur, vöfflur og bollur svo eitthvað sé nefnt. Eitt sem ég mun Sesselja Einarsdóttir Elsku Sella. Hugur minn er fullur af þakklæti fyrir ævilanga vin- áttu. Það var yndislegt að eiga þig fyrir ferðafélaga síðustu 15 árin. Glaðlyndi þitt og glæsileiki lýstu upp sam- verustundirnar. Hjartanlegustu sakn- aðarkveðjur, Magnea. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.