Morgunblaðið - 12.11.2009, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.11.2009, Blaðsíða 29
Dagbók 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2009 Sudoku Frumstig 3 3 9 2 5 8 4 7 4 1 8 2 4 5 3 9 7 1 4 6 5 3 1 2 9 6 8 6 5 8 1 2 5 6 3 4 7 9 9 7 5 4 3 9 8 2 1 7 2 6 1 6 3 8 1 6 5 4 3 2 3 7 1 8 7 9 6 3 9 6 8 7 2 1 9 7 8 4 5 6 3 6 3 4 1 5 9 2 8 7 5 7 8 6 2 3 4 9 1 7 2 3 5 1 8 6 4 9 9 4 6 2 3 7 8 1 5 1 8 5 9 4 6 3 7 2 8 9 1 3 6 5 7 2 4 4 5 7 8 9 2 1 3 6 3 6 2 4 7 1 9 5 8 5 1 2 4 9 7 6 8 3 3 4 6 8 5 1 7 9 2 7 9 8 6 2 3 1 4 5 4 6 5 1 3 8 9 2 7 8 2 7 5 6 9 4 3 1 9 3 1 2 7 4 5 6 8 2 5 4 7 8 6 3 1 9 6 7 9 3 1 2 8 5 4 1 8 3 9 4 5 2 7 6 4 5 2 3 1 6 8 7 9 6 9 1 7 8 2 5 4 3 8 7 3 9 5 4 1 6 2 1 3 4 5 7 8 2 9 6 2 8 7 4 6 9 3 5 1 9 6 5 1 2 3 4 8 7 3 4 8 6 9 1 7 2 5 7 2 6 8 3 5 9 1 4 5 1 9 2 4 7 6 3 8 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er fimmtudagur 12. nóvember, 316. dagur ársins 2009 Orð dagsins: Biðjið og yður mun gef- ast, leitið og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upplokið verða. (Matt. 7, 7.) Víkverji dagsins hefur löngum ver-ið mikil landsbyggðartútta og af einhverjum ástæðum ágerist lands- byggðarþráin á haustin. Trúlega má rekja það til ljúfra barnsminninga þegar móðir Víkverja stóð við eldhús- borðið og tók slátur eða unaðsstunda þegar myrkrið réð ríkjum og móðir og barn sátu saman, móðirin við hann- yrðir, barnið við bóklestur eða annað sem því hugnaðist þá stundina, og stórhríðin gnauðaði úti. x x x Víkverji er Norðlendingur og íæsku hans stóð stórhríðin oft yf- ir svo vikum skipti. Því fylgdi gjarnan rafmagnsleysi í einhverja daga. Þegar rafmagnið fór var viðkvæðið ein- göngu: Jæja, er nú rafmagnið að fara? Svo voru kertastubbarnir sóttir upp í skáp og kveikt á þeim á eldhúsborðinu eða stofuborðinu þar sem fjölskyldan safnaðist svo saman við ljóstíruna. Nú gæti einhver sagt að þessar stundir séu eingöngu sveipaðar róm- antískri þoku í huga Víkverja. Eflaust er eitthvað til í því en samt … þetta voru góðir dagar. x x x Þegar stórhríðin gekk svo loks nið-ur og hægt var að hefja skóla- hald að nýju var bærinn gjarnan á kafi í snjó, skaflar upp á húsþök og marga daga tók að hreinsa göturnar. Bílar voru mokaðir út af bílastæðum og börnin drógu fram snjóþoturnar. Í kjölfar langvarandi stórhríða komu nefnilega oftar en ekki langir kaflar þar sem veður var stillt og útileikir barnanna snerust mest um að byggja snjóhús, moka göng í gegnum stóra og mikla skafla og stökkva í þá ofan af húsþökunum. Og síðast en ekki síst voru börnin rétthærri en bílarnir í brekkunum, renndu sér niður og hlupu uppeftir aftur til að taka eina salíbunu í viðbót. x x x Þegar inn var komið, búið að skafasnjóinn af útifötunum og setja vettlingana og stígvélin á ofn til þerris var gjarnan blandað í kakó sem drukkið var með sælustunu. Já, þetta voru góðir tímar. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 gata í Reykja- vík, 8 vænn, 9 blóðsugan, 10 fag, 11 ákveð, 13 fífl, 15 höfuðfata, 18 klauf- dýr, 21 reyfi, 22 opum, 23 falla, 24 flakkaði. Lóðrétt | 2 minnist á, 3 dreitillinn, 4 líkamshlut- ann, 5 snaginn, 6 espa, 7 vendir, 12 í uppnámi, 14 sjávardýr, 15 snjókorn, 16 nafnbót, 17 vesælan, 18 bál, 19 megnið, 20 sef- ar. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 berja, 4 gætin, 7 gengi, 8 rekju, 9 rúm, 11 reim, 13 enni, 14 ósinn, 15 flór, 17 nefs, 20 uns, 22 tjóns, 23 veldi, 24 aftri, 25 reisa. Lóðrétt: 1 bógur, 2 rengi, 3 akir, 4 garm, 5 tekin, 6 nauti, 10 úfinn, 12 mór, 13 enn, 15 fitla, 16 ómótt, 18 efldi, 19 seiga, 20 usli, 21 sver. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. d4 Rxe4 4. Bd3 d5 5. Rxe5 Rd7 6. Rxd7 Bxd7 7. O-O Bd6 8. Rc3 Rxc3 9. bxc3 Dh4 10. g3 Dh3 11. Hb1 O-O-O 12. c4 dxc4 13. Df3 c6 14. Bxc4 Be6 15. d5 cxd5 16. Bxd5 Bxd5 17. Dxd5 Hd7 18. Da5 a6 19. Dc3+ Kb8 20. Be3 Dg4 Staðan kom upp í opnum flokki heimsmeistaramóts unglinga (20 ára og yngri) sem lauk fyrir skömmu í Pu- erto Madryn í Argentínu. Stórmeist- arinn Sergey Zhigalko (2646) frá Hvíta-Rússlandi hafði hvítt gegn kín- verska kollega sínum Chao Li (2617). 21. Dc6! og svartur gafst upp enda ræður hann ekki við margvíslegar hót- anir hvíts, t.d. væri 21…a5 svarað með 22. Da6. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Ruglingur. Norður ♠53 ♥ÁK98 ♦G1073 ♣Á94 Vestur Austur ♠4 ♠D1098 ♥G752 ♥D103 ♦ÁK94 ♦82 ♣7652 ♣K1083 Suður ♠ÁKG762 ♥64 ♦D65 ♣DG Suður spilar 4♠. Mikilvægasta varnarreglan er kall eða frávísun í sama lit. Enskumælandi menn tala um „attitude signal“, sem er gott heiti, því tilgangurinn er einmitt sá að tjá sig um næsta leik: vilji maður litinn áfram er kallað, annars vísað frá. Talning („count signal“ á ensku) er gjörólík regla. Tilgangur hennar er að gefa upp lengd í lit. Vilji eða álit kemur þar ekkert við sögu. En það er gömul saga og ný að spilurum hættir til að rugla saman áliti og talningu. Spilið að ofan er dæmigert. Vestur leggur niður ♦Á og austur á leik. Telji austur það heilaga skyldu sína að „sýna tvílit“ mun vestur taka á kónginn og spila þriðja tíglinum. Með miður góðum afleiðingum. Austur er beðinn um álit í þessari stöðu og hann ætti að VÍSA FRÁ, því hann vill fá lauf í öðrum slag. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Það er eitt og annað að gerast í kringum þig sem þú kannt litla skýr- ingu á. Leggðu þig fram um að bæta samskiptin því maður er manns gaman. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þótt þú hafir þína skoðun á málum þarftu líka að taka tillit til skoðana ann- arra. Hægðu á þér og taktu eitt verk- efni í einu og kláraðu það. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Temdu þér að sjá hlutina í samhengi og horfa frekar til heildar- innar en láta einstök smáatriði byrgja þér sýn. Mundu að koma fram við aðra eins og þú vilt að komið sé fram við þig. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Hlustaðu á ráð þér eldri og reyndari manneskju. Dragðu lærdóm af þessum samskiptum og þú getur verið viss um að aðrir kunna þér þakkir fyrir. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Gerðu ráð fyrir einhverju óvæntu frá yfirmanni þínum. Vertu opinn fyrir tækifærum í skemmtana- og fé- lagslífinu. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Það þýðir ekkert að vera með einhvern vælutón. Nú er bara að sýna dirfsku og staðfestu og sigla málunum í örugga höfn. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Tekið verður eftir öllu sem þú gerir í dag. Fínstilltu gangverkið til þess að auka jafnvægið. Aðrir gætu í framhald- inu borið meira traust til þín. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Finnist þér þú verða að skipta um skoðun á einhverju máli, skaltu ekki hika. Að fyrirgefa virðist ýmist kjánalegt eða guðdómlegt. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú átt auðvelt með að laða fram það besta í öðrum sem og að miðla málum þegar menn eru ekki á eitt sátt- ir. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þegar þú þekkir og fylgir for- gangsröðuninni þinni, gengur allt sem smurt. Taktu þér tíma fyrir sjálfan þig og sinntu þeim, sem þér standa næst. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú eyðir peningum í dag. Nýttu þér meðbyrinn en mundu að skjótt skipast veður í lofti. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Hver er sinnar gæfu smiður og það sannast á þér sem öðrum. Ef ein- hver vill slást um molana á gólfinu er best að vera stórlyndur og leyfa við- komandi að vinna. Stjörnuspá 12. nóvember 1958 Skipherra breska herskipsins Russell hótaði að sökkva varð- skipinu Þór ef það tæki breska togarann Hackness, sem var með ólöglegan umbúnað veið- arfæra 2,5 sjómílur út af Látrabjargi. „Breski flotinn grímulausir sjóræningjar,“ sagði á forsíðu Þjóðviljans. 12. nóvember 1967 Þorgeir Þorgeirson frumsýndi kvikmyndirnar „Að byggja“ og „Maður og verksmiðja“ í Hlégarði. Einnig voru sýndar myndirnar „Grænlandsflug“ og „Hitaveituævintýri“. 12. nóvember 1974 Þórbergur Þórðarson rithöf- undur lést, 86 ára. Jakob Benediktsson sagði að hann hefði verið „einn mesti stíl- snillingur sem við höfum nokkru sinni átt“. 12. nóvember 2007 Paul Nikolov tók sæti á Al- þingi, fyrstur Íslendinga af er- lendum uppruna. Paul sagðist aldrei hafa verið stoltari af því að vera íslenskur ríkisborgari. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… Steingrímur H. Ingvarsson, Grænumörk 2, Selfossi, verður sjötugur á morg- un, 13. nóv- ember. Hann starfaði sem um- dæmisverkfræð- ingur hjá Vega- gerð ríkisins á Selfossi þar til hann varð að hætta vegna veikinda 2002. Steingrímur og kona hans Jóhanna M. Þórðardóttir ætla að taka á móti fjölskyldu og vinum á afmælisdag- inn frá kl. 16 til 19 í húsi Frímúr- ara, Hrísmýri 1, Selfossi. Húsið er við hliðina á Vegagerðinni. 70 ára „Það er lán að vera alla tíð frískur og virkur og fá að lifa allan þennan tíma með börnunum sínum og fjölskyldu. Það er ekki hægt að fara fram á meira,“ segir Ríkharður Jónsson, málarameistari á Akranesi sem verður áttræður í dag. Hann á sér einstakan knattspyrnuferil, ekki síst með gullald- arliði Akurnesinga sem hann lék með og þjálfaði sem og með íslenska landsliðinu, og ávann sér stóran hóp aðdáenda innanlands og utan. Ríkharður hætti með málningarfyrirtæki sitt um áramót en hefur eigi að síður verið á fullu í málningargallanum á undanförnum mánuðum. Fyrir þá vinnu getur hann engan reikning sent því hann er að gera við eigið hús, að innan og utan. Hann var í gær að reyna að ljúka við að taka baðherbergið í gegn. Þótt það klárist er ekki ætlunin að halda upp á afmælið fyrr en næstkomandi laugardag. Þá kemur öll fjöl- skyldan saman, meira að segja Jón Leó, sonur Ríkharðs, sem býr úti í Svíþjóð. „Ég ætla að vera heima og njóta þess að eiga svona góða fjöl- skyldu,“ segir afmælisbarnið. Þetta er mikið afmælisár hjá fjölskyld- unni því um jólin eiga Ríkharður og kona hans, Hallbera G. Leósdótt- ir, sextíu ára hjúskaparafmæli. helgi@mbl.is Skagamaðurinn Ríkharður Jónsson áttræður Lýkur viðgerð fyrir afmælið Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.