Morgunblaðið - 12.11.2009, Síða 31

Morgunblaðið - 12.11.2009, Síða 31
Menning 31FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2009 Ég kynnti hann svo sem afa minn þegar hann kom upp á svið. 32 » LJÓÐAKLÚBBURINN Hási Kisi stendur fyrir ljóða- upplestri á Dögum myrkurs á Egilsstöðum í kvöld kl. 20.30. Lesturinn fer fram í fokheldu einbýlishúsi að Hömrum 19 á Egilsstöðum. Í Hása Kisa eru þau Ásgrímur Ingi Arn- grímsson, Hrafnkell Lárusson, Ingunn Snædal og Stefán Bogi Sveinsson. Öll lesa skáldin ný ljóð og leitast við að tala við samtímann, hvert með sínu nefi. En svarar hann einhverju? Er þetta kannski bara eintóm tilgerð og verður okkur ekki bara skítkalt? Aðgangur er ókeypis. Hamrar 19 eru á Suðursvæði, beygt er til vinstri við mjólkurstöðina upp fyrir blokkirnar. Bókmenntir Hási Kisi murrar á Dögum myrkurs Hási Kisi biður fólk að klæða sig vel. SÝNING á verkum Soffíu Sæmundsdóttur verður opnuð í Artóteki, fyrstu hæð Borg- arbókasafns í Gróf- arhúsi kl. 17 í dag. Á sýningunni eru olíu- málverk á tré og striga og einþrykk á pappír. Á vegg verður sýnt myndbandið Málarinn við höfn- ina … en það gefur innsýn í myndheim Soffíu og er gert af syni hennar, Erlendi Sveinssyni, nema við Kvikmyndaskóla Íslands. Soffía Sæmunds- dóttir hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum og haldið einkasýningar, bæði á Íslandi og erlend- is í Evrópu og Norður-Ameríku. Hún hefur hlotið margskonar viðurkenningu fyrir list sína. Myndlist Soffía Sæmunds- dóttir í Artóteki Ljósið kemur. LIGHTHOUSE-kvartettinn leikur á tónleikum Jazzklúbbs- ins Múlans í kvöld. Þar mun trommuleikarinn Erik Qvick fara með hlutverk trommugoð- sagnarinnar Elvins Jones, ásamt vaskri hljómsveit sem ásamt Erik skipa saxófónleik- ararnir Jóel Pálsson og Ólafur Jónsson og bassaleikarinn Þor- grímur Jónsson. Leikið verður m.a. efni af tímamótaplötu Elvins Jones, Live At The Lighthouse sem kom út hjá Blue Note- plötufyrirtækinu árið 1972. Þar voru í aðal- hlutverki ásamt Elvin saxófónleikararnir Steve Grossman og Dave Liebman. Tónleikarnir hefjast á Café Cultura kl. 21. Tónlist Elvin Jones í kjuð- um Eriks Qvick Erik Qvick Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is HVAÐ er þetta Spliinng? „Spliinng! Þetta reddast …“ Spliinng er hlátur, redding, leikur, húmor, söngur, al- vara og uppfræðsla. Spliinng er leikdagskrá tileinkuð Ís- lendingnum í kreppunni, það er að segja, okkur öllum. „Við Guðmundur Ólafsson fórum af stað í vor og ákváðum að byrja á því að sanka að okkur sögum um það hvernig „ástandið“ færi í fólk,“ segir Þór Tulinius, leikari og leikstjóri, um Spliinng. Ástandið er auðvitað kreppan; þeir heimsóttu Vinnumálastofnun, töluðu við atvinnu- lausa, vinnandi, veðsetta, skulduga og venjulega Íslend- inga og fléttuðu sögurnar í dagskrána. „Úr þessu varð skemmtileg samsuða af sögum úr nú- tímanum og stúdíu á því hver Íslendingurinn er. Þú þekkir það: vinnusemin, afneitunin, reddararnir … við skoðum þetta allt. Á köflum er sýningin líka námskeið, heilmikill söngur og alls konar skemmtilegheit önnur.“ Þór, Guðmundur og leikaralið þeirra tóku stikkprufu í vor og efndu til örfárra forsýninga á dagskránni. Í kvöld hefjast hins vegar eiginlegar sýningar dagskrárinnar, og þær verða í Iðnó. Frumsýningin í kvöld hefst kl. 20. Nálgast efnið með léttleika og léttri alvöru „Við tökum púlsinn á þessu ástandi eins og það er og frá öllum mögulegum sjónarhornum. Við leikum okkur auðvitað að því að komast að niðurstöðum, en við gerum grín að þeim samt. Það eru auðvitað dramatískar sögur úr nútímanum í verkinu, en við reynum að nálgast efnið með léttleika og léttri alvöru. Við tölum til dæmis um áfallastigin sem fólk upplifir; til dæmis gremjuna, en not- um kómík til þess. Við viljum að fólk geti komið og um leið dottið út úr þyngslum kreppunnar og hversdagslífs- ins. Þetta er skopleg sýning en líka líknandi.“ Þór og Guðmundur hafa bætt við sýninguna frá því í vor. „Við lifum á tímum þar sem hlutirnir breytast hratt. Daginn sem biðinni eftir ákvörðun Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins í vor var létt, þá var ýmislegt í verkinu sem virk- aði ekki lengur. Þá var bara að breyta og það var af meira en nógu að taka.“ Kómík í kreppurannsóknum  Þór Tulinius og Guðmundur Ólafsson hafa sett saman leikdagskrá um Íslendinginn í kreppunni  Sögur, leikur, söngur, fræðsla en umfram allt léttleiki Morgunblaðið/Árni Sæberg Spliinng „Þetta er skopleg sýning en líka líknandi,“ segir Þór Tulinius sem hér er með Guð- mundi Ólafssyni við Iðnó. Frumsýning er í kvöld og sýnt verður frameftir desembermánuði. „LISTIN er hjartað, eg lati úr og gevi tær.“ Þetta er yfirskriftin á sýningu færeysku lista- konunnar Sigrúnar Gunnarsdóttur í Galleríi Fold, sem opnuð verður á laugardag. Sigrún verður ekki ein í Fold, því með henni sýnir ís- lenska listakonan Gunnella. Báðar sækja þær viðfangsefni sín í mann- eskjuna, hversdagsleikann og það sem áhrif hefur á þær, en niðurstaða þeirra hvorrar um sig er engu að síður ólík. „Ég sæki innblástur í það sem gerist í kring- um mig, bækur, bíómyndir og fleira,“ segir Sigrún, en yfirskrift sýningar hennar mætti útleggja sem: Listin er hjartað, ég tek úr því og gef þér. „Ég er líka mjög upptekin af því að byggja brýr milli fólks. Það er erfitt að vera þess lags brúarsmiður vegna þess að mannskepnan er svo flókin. Við segjum ekki alltaf það sem við hugsum. Ég lít líka á samstarf mitt við Ísland sem brúarsmíði. Verkin mín eru fígúratíf – ég hef aldrei verið mikill landslagsmálari. Ég er hrifnari af því að mála fólk, og þá út frá sjálfri mér, líðan minni og því sem ég er að hugsa hverju sinni.“ Fólkið, fortíðin og eigin hugarheimur Gunnella sýnir líka olíumálverk og í mynd- um hennar er manneskjan einnig í öndvegi. „Landið, sagan, fólkið og fortíðin gefa mér inn- blástur. Stundum er það gömul ljósmynd sem kveikir hugmynd. Þegar ég byrja svo að mála spinnst eitthvað fleira inn í myndefnið, oft eitt- hvað sem ég man sjálf frá því ég var krakki eða eitthvað úr mínum eigin hugmyndaheimi.“ Gunnella veit ekki í upphafi verks hvernig myndin kemur til með að líta út; hún teiknar myndina ekki, byrjar strax að mála. „Tíminn sem fer í hverja mynd er líka breytilegur. Stundum er ég í mjög góðu sambandi við myndefnið og allt gengur snurðulaust fyrir sig, en stundum næ ég engu sambandi við hálfklár- aðar myndir og allt verður stopp. Þá legg ég þær myndir til hliðar og hvíli þær en tek þær kannski fram eftir langan tíma. Þá sé ég kannski hvað vantar uppá og vinn það. Það kemur þó líka fyrir að mér finnst engu að bjarga, og þá er bara að mála yfir og byrja upp á nýtt,“ segir Gunnella. Hún samsinnir því að margt sé líkt með hug- arheimi þeirra Sigrúnar. „Jú, það er ákveðinn strengur á milli okkar. Við erum báðar að mála fígúratívar myndir, en förum þó mjög ólíkar leiðir í túlkun. Hún málar stóra hreina fleti, en ég er meira í smáatriðunum. Við erum þó á svipuðum slóðum.“ begga@mbl.is Förum ólíkar leiðir Sigrún Gunnarsdóttir listmálari frá Færeyjum og íslenski listmálarinn Gunnella sýna í Galleríi Fold Morgunblaðið/Golli Brúarsmíði Sigrún Gunnarsdóttir og Gunnella eiga sameiginlegan streng, en eru þó ólíkar. LÍK skulu gjöld gjöfum, segir í Hávamálum og víst er að útvarps- útsendingar frá sýningum Metropo- litan-óperunnar til Skotlands hafa glatt Monu Webster meira en lítið, því fyrir andlát sitt ánafnaði hún Metropolitan-óperunni andvirði tæps milljarðs íslenskra króna í þakklætisskyni fyrir útvarpsútsend- ingarnar sem hún hafði hlýtt á á laugardagskvöldum heima hjá sér áratugum saman. Mona Webster lést í ágúst, 94 ára gömul. Hún fæddist á Isle of Man, þar sem faðir hennar var vitavörður, ólst upp á Orkneyjum en bjó á efri árum í Edinborg. Hún átti tvö áhugamál í lífinu, fugla og óperur. Hún giftist manni í fjárfest- ingabransanum er lést 1981 og þau voru barnlaus. Sjálf var hún skrif- stofumaður á skattinum lengstan hluta starfsævinnar og lifði fábrotnu lífi með manni sínum en fór í ferða- lög til að skoða fugla. Bresk fugla- verndunarsamtök fengu jafnháa upphæð og Metropolitan-óperan. Átti bara grammófón Þegar Mona Webster tilkynnti Metropolitan-óperunni á sínum tíma að hún hygðist gefa óperuhúsinu stóra gjöf að sér genginni vildu fulltrúar óperuhússins auðvitað allt fyrir hana gera og ætluðu sér að gleðja hana á móti með því að senda henni fuglabækur, geisladiska og mynddiska, en því miður átti Mona Webster ekki græjur til að skoða slíkar gersemar, svo grafa varð upp gamlar LP-plötur til að senda henni. Fulltrúi Metropolitan-óperunnar segir í viðtali við New York Times að svo vel hafi Mona Webster fylgst með útsendingunum frá Metropolit- an-óperunni að hún hafi fyrir andlát- ið munað vel eftir sýningum sem voru á dagskrá árið 1939. begga@mbl.is Gjafmild við söngfuglana Gaf Metropolitan- óperunni milljarð Örlát Webster óperuunnandi. Þau sem leika og syngja í Spliinng eru auk þeirra Þórs Tulinius og Guðmundar Ólafs- sonar; Arndís Hrönn Egilsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Höskuldur Sæ- mundsson og Pálmi Sigurhjartarson er pí- anóleikari sýningarinnar. Daginn áður en leikdagskráin Spliinng var forsýnd í vor, voru 17.380 manns á Ís- landi á atvinnuleysisskrá samkvæmt upp- lýsingum á vef Vinnumálastofnunar. Í gær, daginn fyrir frumsýningu verksins, voru þeir 15.165. Það liggur því fyrir að hvað sem þetta Spliinng er, þá hefur það áhrif. Spliinng hefur augljós áhrif

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.