Morgunblaðið - 12.11.2009, Síða 40

Morgunblaðið - 12.11.2009, Síða 40
„VIÐ Guðmundur Ólafsson leikari fórum af stað í vor og ákváðum að byrja á því að sanka að okkur sögum um það hvernig „ástandið“ færi í fólk,“ segir Þór Tul- inius leikari. Útkoma þessarar mannlífsstúdíu þeirra félaga varð leikdagskráin „Spliinng“ sem tileinkuð er Íslendingum í kreppunni og var frumsýnd í Iðnó í gær. Stúdía á því hver Íslendingurinn er Þeir Þór og Guðmundur taka hinn stereótýpíska Ís- lending fyrir í sýningunni og flétta saman sögum úr samtímanum, bæði hádramatískum og meinfyndnum. Efnið er útfært af léttri alvöru og er stefnan sú að áhorfendur geti dottið inn í sýninguna og um leið út úr hversdagslífinu og þyngslunum eins og allir þurfa á að halda öðru hverju. Sýnt verður út desember. | 31 Skopleg en líknandi kreppusýning Morgunblaðið/Árni Sæberg Kreppukómík Þeir Þór Tulinius og Guðmundur Ólafs- son taka púlsinn á ástandinu frá öllum sjónarhornum. FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 316. DAGUR ÁRSINS 2009 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana FÓLK Í FRÉTTUM» Heimild: Seðlabanki Íslands DOLLARI STERLINGSPUND KANADADOLLARI DÖNSK KRÓNA NORSK KRÓNA SÆNSK KRÓNA SVISSN. FRANKI JAPANSKT JEN SDR EVRA MEÐALGENGI/VIÐSKIPTAVOG ÞRÖNG 123,84 206,3 118,39 25,011 22,226 18,182 123,27 1,3776 198,49 186,13 Gengisskráning 11. nóvember 2009 124,14 206,8 118,74 25,084 22,291 18,235 123,61 1,3816 199,08 186,65 239,4573 MiðKaup Sala 124,44 207,3 119,09 25,157 22,356 18,288 123,95 1,3856 199,67 187,17 Heitast 7°C | Kaldast 1°C  Austan 8-18 m/s, hvassast við suður- ströndina. Súld sunnan- og austantil, úrkomulít- ið norðan- og vestanlands. »10 Gerður Kristný fléttar saman skemmtilegri sögu og þjóðlegum fróð- leik í nýjustu bók sinni. »33 BÆKUR» Fræðandi skemmtun KVIKMYNDIR» Butler er slakur í Law Abiding Citizen. »36 Norræna húsið blæs um helgina til suð- rænnar og sjóðheitr- ar tónlistarveislu með flytjendum úr norðri. »36 TÓNLIST» Sjóðandi suðrænt TÓNLIST» Mugison í ferð með Björgvini. »32 TÓNLIST» Tón- og lagalisti breytist lítið sem ekkert. »37 Menning VEÐUR» 1. Lést í lyftustokki 2. Var lasin og reið á borgarafundi 3. Íslenskar stúlkur enn í haldi 4. Rekin fyrir að vera í of stuttum kjól  Íslenska krónan hélst óbreytt »MEST LESIÐ Á mbl.is  Kvikmyndin Heiðin eftir Einar Þór Gunnlaugs- son hefur verið valin á India Int- ernational Women Film Festival 2009, sem haldin er dag- ana 15.-22. desember. Myndin er sýnd í flokknum Karlmannsrödd eða „Male Voice“ sem er sérstakur keppnisflokkur mynda eftir karlleik- stjóra en hátíðin er annars lögð und- ir myndir kvenna. Heiðin er á tölu- verðu flakki erlendis um þessar mundir, verður m.a. sýnd í New York, Berlín og Terni á Ítalíu. KVIKMYNDIR Einar Þór er karlmannsrödd á kvikmyndahátíð í Indlandi  „Ég hef fundið fyrir víðtækum stuðningi í sumar og í haust og það var mér hvatning og ég ákvað í fram- haldinu að gefa kost á mér til emb- ættisins,“ sagði Ólafur Rafnsson, forseti Íþrótta- og ólympíusam- bands Íslands, þegar hann tilkynnti um framboð til embættis forseta Körfuknattleikssambands Evrópu. Ólafur er fyrstur til þess að lýsa yfir framboði en kjörið fer fram eftir hálft ár. Hann hefur setið í stjórn sambandsins síðustu sjö ár. KÖRFUKNATTLEIKUR Hefur fundið fyrir víðtækum stuðningi  Nemendafélag Menntaskólans við Hamrahlíð stendur nú fyrir góðgerðar- viku nemenda til styrktar Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, BUGL. Markmið vikunnar er að styrkja gott málefni og um leið að hafa gaman af og rennur allur ágóði óskiptur til deildarinnar. Meðal þeirra sem leggja málefninu lið er Unnsteinn Manuel Stefánsson, söngvari hljómsveitarinnar Retro Stefson, en hann hefur heitið því að aflita á sér hárið fyrir 25.000 kr. GÓÐGERÐARMÁL Unnsteinn Manuel aflitar á sér hárið fyrir BUGL Morgunblaðið/Kristinn Af himnum ofan Þyrla Gæslunnar flutti efnið út í varphólmann við Útskálakirkju þar sem vaskir menn tóku á móti. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is „KRÍAN kemur til að verpa, ég hef ekki áhyggjur af því, nema sílamáv- urinn og veiðibjallan flæmi hana í burtu,“ segir Vil- helm Guðmunds- son, fyrrverandi útgerðarmaður í Garði. Hann hef- ur ásamt félögum sínum unnið að því að byggja upp lítinn varp- hólma í Út- skálasíki. Þeir fengu þyrlu Landhelgisgæsl- unnar í gær til að flytja efni út í hólmann. Kría verpti alltaf í hólmanum í Útskálasíki. Þegar hólminn sökk var flutt efni þangað á ís og honum haldið þannig við. Hólminn hefur haldið áfram að síga svo nú standa aðeins nokkrir steinar upp úr á sumrin og ekki nóg til að krían geti verpt þar. Velviljaðir hjá Gæslunni Vilhelm er alinn upp í Garð- húsum, skammt frá Útskálum og hefur áhuga á umhverfinu. Hann er í hópi manna sem mæta í morgun- kaffi hjá Tryggva Einarssyni sem rekur gröfuþjónustu í Garðinum. Þeir ákváðu að laga hólmann en gekk illa að flytja þangað efni með þeim tækjum sem þeir réðu yfir. Síkið er salt og það hefur ekki lagt í mörg ár. Ásmundur Friðriksson bæjarstjóri mætir stundum í kaffið og hann fékk Landhelgisgæsluna til að aðstoða þá við málið. „Þeir eru alltaf velviljaðir hjá Gæslunni og gátu sett upp æfingu og aðstoðað okkur um leið,“ segir Ásmundur. Þyrlan flutti sex fiskikör af grjóti út í hólmann og hækkaði hann veru- lega við það. „Við reynum að bæta ofan á hann ef þetta dugar ekki,“ segir Vilhelm. Krían hefur átt erfitt uppdráttar í nágrenni Garðs undanfarin tvö ár vegna skorts á æti í sjónum. Vil- helm vonast til að ástandið lagist og hún geti nýtt sér hólmann. „Maður verður að hafa eitthvað að gera í ellinni,“ segir Vilhelm en hann er 72 ára og hefur ræktað eig- in garð vel og látið ýmis verkefni í umhverfinu til sín taka. Laga varphólma á Útskálum til að hafa kríuna góða Gæsluþyrlan að- stoðaði félagana úr morgunspjall- inu hjá Tryggva Vilhelm Guðmundsson Í HNOTSKURN »Átta til tíu karlar, ungir oggamlir, koma í morg- unkaffi hjá Gröfuþjónustu Tryggva Einars. Þar eru landsmálin og heimsmálin rædd og leyst. Körlunum er umhugað um velferð kríunnar en mávurinn er ekki vinsæll. BUBBI Morth- ens hefur samið nokkur jólalög og stefnir á upp- tökur eftir ára- mót með nokkr- um traustum samstarfs- mönnum, þ. á m. Pétri Hallgríms- syni. Auk eigin laga hyggst hann taka upp nokkur lög af jólaplötu Hauks frænda síns Morthens, Hátíð í bæ. Platan mun verða með kántrísniði. | 32 Bubbi sem- ur jólalög Bubbi Í jólagírnum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.