Saga - 1974, Page 11
IN MEMORIAM
7
um, var heiðursfélagi Árnesingafélagsins í Reykjavík,
forseti Sögufélagsins 1960—65, formaður Ættfræðifélags-
ins 1946—67, í stjórn Hins ísl. þjóðvinafélags 1943—56,
forseti heimspekideildar háskólans 1959—61 og kjörinn
í Vísindafélag Islendinga 1959.
Helstu útgáfur.
Eitt af stórvirkjum Guðna Jónssonar var að gera ís-
lenskar fornbókmenntir aðgengilegar alþýðu manna og
þar með að kjarna í flestum heimilisbókasöfnum hér á
landi. Hann var að rækja skyldur sínar við vinnupiltinn
Guðna Jónsson, sem rýndi í gamla daga í fornar bækur
austur í Rangárþingi. Hann vann mikið starf við elstu
alþýðlegu heildarútgáfu íslendingasagna, sem venjulega
er kennd við Sigurð Kristjánsson og Valdimar Ásmunds-
son en hefði að lokum átt að kennast við Guðna Jónsson.
Þá stofnaði hann til nýrrar stórútgáfu íslenskra fornrita
1946, — Islendingasagnaútgáfunnar, sem nú telur 42
bindi, en sjálfur sá hann um útgáfu 32 binda. Nafnaskrá
hans við íslendingasögumar, 441 tvídálkasíða er gríðar-
legt verk, sem ég held að enginn einn íslenskur fræði-
maður hefði ráðist í annar en Guðni Jónsson. Guðni vann
einnig að útgáfu Islendingasagna á vegum Hins ísl. fom-
ritafélags, gaf út fyrir það Grettis sögu, Bandamanna
sögu og Odds þátt Ófeigssonar. —
Hann tók saman nafna- og atriðisorðaskrár við Þjóð-
sögur Jóns Árnasonar, mikið þarfaverk á sínum tíma.
Nafnaskrár hans eru ómetanlegt tæki hverjum þeim, sem
fæst við íslensk fræði, og íslendingasagnaútgáfan var
áfangi í útgáfu íslenskra fornrita. Að baki henni liggur
mikið starf, en Guðni var óverkkvíðinn fullhugi, sem sást
ekki fyrir, en vann öll störf sín í þágu íslenskra fræða af
ást á viðfangsefninu og því fólki sem naut fræða hans og
um var fjallað. Ég vissi aldrei til þess, að hann væri að
vinna sér til lofs eða lærdómsfrægðar, heldur var hann að