Saga - 1974, Side 12
8
GUÐNI JÓNSSON PRÓFESSOR,
þjóna fræðum og fólki, sem hann unni. Hann var af þeirri
kynslóð, sem við höfum átt einna fræknasta og kennd er
við aldamótin og átti sér hugsjónir. Islensk menning og
fullveldi var honum hjartans mál. Annars bar hann aldrei
tilfinningar sínar á torg, var sterklundað ljúfmenni.
Eftir Guðna liggur m.a. um 2.500 blaðsíðna þáttasafn:
Islenskir sagnaþættir og þjóðsögur, 12 hefti og Skyggnir,
safn íslenskra alþýðufræða, 2 hefti. Þar munu menn
kynnast einna best forsendunum að lýðhylli fræðimanns-
ins Guðna Jónssonar. Þættirnir eru margir misjafnlega vel
skrifaðar hetjusögur af hversdagslegu fólki, fjalla um
basl og baráttu einstaklinga eða drauga, en ekki félags-
hópa. Það voru frændur hans Björns í Brekkukoti, sem
áttu hug Guðna allan. Það er mikið um fagurt mannlíf í
þáttasöfnum hans eins og í bókinni um torfbæinn við
tjörnina. Úr þeim akri var Guðni sprottinn. Kjör þessa
fólks þekkti hann til hlítar og því helgaði hann starfs-
dag sinn.
Ég ætla mér ekki þá dul að gera hér grein fyrir öllum
ritum Guðna Jónssonar. Hann var mannblendinn og stóð
traustum fótum meðal samtíðarmanna sinna, og þeir
vissu, að hann var boðinn og búinn að leggja hverjum lið,
sem lúrði á fróðleik, og betri liðsmaður var torfenginn.
Hann var gæddur næmum málsmekk, var hagmæltur vel
og ósérhlífinn samstarfsmaður. Hann var hægri hönd Val-
gerðar Benediktsson, er hún tók saman minningar sínar,
blés Austantórum Jóns Pálssonar út til okkar og efldi þá
Þórð á Tannastöðum, Sigurð föðurbróður sinn og marga
aðra ágæta sögumenn til frásagna. Sagnasafn Guðna er
stórmerkt, en bíður úrvinnslu eins og flest annað í íslensk-
um fræðum. Guðni segir í formála fyrir fyrsta sagna-
kveri sínu 1940, að enn sé sagnagarður alþýðumanna svo
auðugur, „að hann mun bera ríkulegan ávöxt hverjum
þeim, sem rækt vill við hann leggja”, og Guðni Jónsson
var ríkur af ræktarsemi.