Saga - 1974, Page 14
10
GUÐNI JÓNSSON PRÓFESSOR,
er vel sýnt um að draga saman efni úr mörgum þáttum”.
Og ennfremur sagði Björn: ,,Ég hef prófað ábúendatölin
á víð og dreif. Ekki hef ég fundið villur í því, sem ég hef
athugað, en síst mundi ég kalla það tiltökumál, þó að villur
fyndust í svo umfangsmiklum upptalningum sem ábúenda-
tölin eru”. Hér mælti sá, sem gerst þekkti. Guðni komst
næst því allra manna að gera byggðarsögu eins hrepps
tæmandi skil. — Þá liggur eftir hann saga Apavatns í
Grímsnesi, jarðar og ábúenda, og saga Háskóla Islands
fyrstu 50 árin; hvort tveggja hin traustustu rit.
Ritskrá Guðna Jónssonar fyllir rúmlega 12 síður í stóru
broti, svo að hér er fátt eitt talið. Hann var mikilvirkur
ættfræðingur. Bergsætt, niðjatal Bergs hreppsstjóra
Sturlaugssonar í Brattsholti, er 3 bindi, rúmlega 1500 bls.
og nafnaskráin ein 337 tvídálkasíður, heill hafsjór af
nöfnum. Hann skilaði furðulega miklu og vel unnu dags-
verki, var hraustmenni, en sleit sér fyrir aldur fram.
Hann var með öllu óskyldur sýndarvitringum, reyndi
aldrei að leika goð á fræðastalli heldur vann hann hverj-
um, sem hann veitti lið, allthvað hann mátti. Sjálfur barð-
ist hann löngum í bökkum sem aðrir með stóra fjölskyldu.
Aðalstarf.
Fræðistörf voru Guðna löngum tómstundagaman en
ekki atvinna nema síðustu 10 árin, áður en hann veiktist.
Hann var líklega sá maður, sem átti hér oft lengstan
starfsdag, meðan heilsa entist. Hann var kennari að at-
vinnu, og gekk aldrei um garða með brauki og bramli, var
manna jafnlyndastur, en glaður á góðri stund. Hann
kenndi löngum við Gagnfræðaskóla Vesturbæjar, ljúf-
mannlegur fræðari, fullur velvildar til nemenda sinna og
gladdist innilega, þegar þeim farnaðist vel.
Við skólann starfaði sérstakur og samheldinn en mjög
sundurleitur hópur kennara frá dögum Ágústs H. Bjarna-
sonar og samþýddist aldrei kerfi nýrra fræðslulaga,