Saga - 1974, Page 15
IN MEMORIAM
11
Björn Bjarnason (Bjúsi) og Jakobína Thoroddsen (Bína),
Sverrir Kristjánsson, Ingólfur Davíðsson, Jóhann Briem
og nokkrir aðrir ógleymanlegir einstaklingar fylgdu sinni
eigin pedagogik undir forystu Guðna.
Það var erfitt að halda skólanum í horfinu eftir reiðar-
slagið á jólum 1945, er Knútur Arngrímsson lést af slys-
förum. Þá var Guðni eini maðurinn í hópi okkar, sem gat
bjargað því sem bjargað varð, og það gerði hann.
Eitt sinn höfðum við Guðni setið saman næturstund að
vorlagi. Skólanum okkar var að ljúka. Það var fagurt í
morgunsárið, og Guðni sagði að nú skyldum við ganga
upp á öskjuhlíð og fagna rísandi sól. Þegar þangað kom,
hljóp hann upp á einn hitaveitugeyminn, en ég stað-
næmdist fyrir neðan sökum lofthræðslu. Þaðan að ofan
með morgunroðann í baksýn flutti hann ræðustúf um feg-
urð mannlífsins og lyfti glasi fyrir nýjum degi og bjart-
ari framtíð. Þá á ég ógleymanlegasta mynd af fullhugan-
um Guðna Jónssyni.
Guðni var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Jónína
Margrét Pálsdóttir frá Nesi í Selvogi. Hún andaðist 1936.
Þau áttu 5 böm: Gerði, Jón, Bjarna, Þóru og Margréti,
sem lést ung. Síðari kona Guðna, Sigríður Hjördís Einars-
dóttir frá Miðdal í Mosfellssveit, lifir mann sinn. Þau áttu
4 börn: Einar, Berg, Jónínu Margréti og Elínu.
Guðni eignaðist fyrsta barn sitt 4. mars 1926, varð afi
4. mars 24 árum síðar. Enn liðu 24 ár. Þá var það hinn
4. mars sl. að ltann hvarf eða endurfæddist til þeirra
heima, sem liggja handan við gröf og dauða. —
Björn Þorsteinsson.