Saga - 1974, Síða 17
MEISTARI BRYNJÓLFUR BYGGIR ÓNSTOFU 13
sínum lét hann byggja öll bæjarhús af góðum kostum;
seldi eður burtgaf síðan. Bæinn á Grund hjá Vatnsenda
í Skorradal, hvar áður var stekkur eða fjárhús, lét hann
uppbyggja af velli að veggjum og viðum, rambyggilegan
með súð þaktan. Lét og smíða þar kirkju af góðum kost-
um með skrúða og klukkum og vígði þar hálfkirkju. Þar
gerði hann og krosshús. Lét svo flytja þángað sjóleiðis af
Eyrarbakka á Skútunni og inn eptir Borgarfirði mart og
gagnlegt lausafé sitt, sem óflytjandi var á hestum yfir
lánga vegu, svo sem stórar eikarkistur, katla stóra og
annað þvílíkt. Ætlaði hann svo til, að ektakvinna hans
Margrét Haldórsdóttir skyldi setjast þar að, ef hans misti
við, og lifa af fastaeign þeirra, sem þá lá mest í Borgar-
firði, og af þeim átta stólsjörðum í Heynessumboði, fyrir
hverjum hann hafi feingið henni til handa kongsbréf,
útgefið anno 1650 dag 3. Maii, í hennar ekkjustandi; en
hún deyði fimm árum fyrr en hann og þurfti þess ekki
við”.2
Fleiri heimildir má nefna til sönnunar. í jarðabók
þeirra Árna Magnússonar og Páls Vídalíns segir skýrum
stöfum um bæinn Grund í Skorradal: „Bygt fyrst á
stekkjarstæði frá Vatnsenda af sál. biskupinum Mag.
Brynjólfi Sveinssyni, ut supra. Kölluð öðru nafni nýa
Grund, þriðja nafni Biskups Grund, fjórða nafni Vatns-
enda Grund. Hjer er hálfkirkja, reist í fyrstu af biskupin-
um Mag. Brynjólfi og um hans daga og alt til fárra ára
voru hjer tíðir veittar, þegar heimamenn og nábúar voru
til altaris. Þjónaði presturinn að Hesti þessari nýju hálf-
kirkju, ásamt Hvanneyrar og Bæjarkirkjum. En í næstu
12 ár hafa hjer aldrei tíðir flutst”.3
f kaflanum um Vatnsenda, sem stendur næstur á und-
an Grund, er einnig vikið að sama efni. Augljóst er að
byggingarumstang biskupsins í Skálholti hefur verið all-
frægt á sinni tíð og það eimir eftir af því í ferðabók
Eggerts og Bjarna: „Þessi lærði og á marga lund ágæti
maður keypti hingað og þangað landspildur við sjóinn,