Saga - 1974, Page 18
14
HÖRÐUR ÁGÚSTSSON
einkum á Akranesi, hýsti þar bæi og byggði síðan jarð-
irnar með lágri landskuld. Eitt af nýbýlum hans er Grund
í Skorradal”.4 Ekki er laust við að hér kenni einskonar
undirtóns undrunar, jafnvel hneykslunar á byggingastússi
biskups.
Nú vill svo vel til að varðveist hefur heimild um
margumrædda framkvæmd Brynjólfs Sveinssonar og það
i'rá fyrstu hendi. 1 bréfabók hans er að finna nákvæma
skýrslu um fyrstu byggingaráfanga að Vatnsenda-Grund.
Hún hljóðar svo:
„Húsatóftir að Vatnsenda-Grund í Skorradal
mæltar og uppskrifaðar að forlagi biskupsins.
Anno 1659, 2. septembris að Vatnsenda Grund í Skorra-
dal lét biskupinn M. Brynjólfur Sveinsson mæla tófta-
hlöðslu Erlends Þorsteinssonar, sem hann biskupsins
vegna í sumar hlaðið hafði þar, og voru allar tóftimar
vaðdregnar með kvarðamæltum vað, veggjalengdin mælt
að innan, en göflhlöðin að utan. Mælingarmenn Hannes
Björnsson, Þorleifur Árnason, Daði Halldórsson og Sig-
urður Guðnason.
1. Bænhúss eður skemmu tóftar veggirnir mæltust 12
álnir hvor og kvartil á lengd, sá syðri nokkuð lengri,
þykkt þess nyrðra tvær álnir og II kvartil í mliðjunni, en
þess syðra III álnir. Hæð þess syðra í miðjum vegg
þumlungi miður en IIII álnir, þess nyrðra IIII alin. Gafl-
hlaðið X álna langt, tveggja álna þykkt ofan, vantar ofan
á að hlaða.
2. Baðstofu tóftar ónstofu veggurinn hvor hálf fimmta
alin á lengd, III álnir á hæð og kvartil betur eystri, vest-
ari III álnir á hæð, þykkt þeirra ofan alin og III kvartil
þess vestara, en tvær álnir þess eystra. Ónstofu gaflhlaðið
á lengd að utan VII alin, hæð frá jörðu uppí topp vart V
álnir, þykkt þess við veggina II álnir; veggspottar frá
ónstofu veggjunum að baðstofu gaflhlöðunum tveir, sá
austari II alin að lengd, sá vestari alin, með þykkt og hæð