Saga - 1974, Page 21
MEISTARI BRYNJÓLFUR BYGGIR ÓNSTOFU 17
Að loknum þessum lestri spyr maður sjálfan sig: Eru
mennirnir ekki sjálfum sér líkir? Hvað hefur breyst?
Biskupinn ætlar sér að byggja einskonar einkaelliheimili
handa kvinnu sinni. Auðvitað spyrst hann fyrir um góðan
byggingameistara. Telja má víst að sjálfur sé hann arki-
tektinn. Einhver segir honum að hann Erlendur Þor-
steinsson sé fyrirtaks hleðslumaður. Þarna er þá múrar-
inn. Að loknu verki vill karl hafa eitthvað fyrir snúð sinn.
Uppmælinganefndin er send af stað og vinnur verk sitt
vel og samviskusamlega. Svo vel, að við, núlifandi fólk,
getum gert okkur nákvæma grein fyrir húsaskipan á
Vatnsenda Grund anno 1659. Rúsínan í pylsuendanum er
svo að sjálfur Daði Halldórsson er í uppmælingahópnum.
Seytjánda öldin á þá sína sérfræðinga alveg eins og sú
tuttugasta. T.d. hleðslumenn og uppmælinganefnd. Þannig
hefur þetta auðvitað alltaf verið á fslandi, enda þótt
verkaskipting væri ekki mikil.
Hvergi, nema í þessum kafla í bréfabók Brynjólfs, hef
ég rekist á í rituðum heimildum jafn nákvæma lýsingu á
því, hvernig úttektarmenn hafa verið í stakk búnir við
verk sitt: „voru allar tóftirnar vaðdregnar með kvarða-
mæltum vað”.6 Er þetta ekki sem mér sýnist málbandið
okkar góða, mælingarmanna? Markverðast við skýrslu
fjórmenninganna er ekki síst hversu nákvæmlega þeir
mæla. Ég veit ekki hvort menn gera sér grein fyrir því, að
það er nær undantekningarlaus regla hjá úttektarmönnum
að gefa aldrei upp mál á veggjahleðslu. Orsökin er sjálfsagt
sú, að efnið í þá er verðlaust. Um timbrið var öðru máli
að gegna, í skóglausu landi. Þessi staður í bréfabók
Brynjólfs er því einskonar úníkum, einstakur. Ekki hefur
þeim heiðursmönnum nægt að mæla lengd og þykkt veggja,
heldur hæðina einnig. Það, sem meira er, þeir segja
hvernig þeir mæla: „veggjalengdin mælt að innan, en göfl-
hlöðin að utan”, ennfremur: „Allir þessir tófta veggir
voru mæltir innan en ekki utan á hæðina en voru lægri
utan”.7
2