Saga - 1974, Page 25
MEISTARI BRYNJÓLFUR BYGGIR ÓNSTOFU 21
grjót og torf saman? Um það fáum við ekkert að vita,
nema þá megi draga einhverja ályktun af ummælum
jarðabókarinnar þar sem segir: „Torfrista og stúnga nýt-
andi”.8 Hvar stendur bænhústóftin, hversu langt frá
bæjarhúsum? Hvoru megin við innanbæjarhús eru eldhús,
smiðja og hjallur? Kannski beggja vegna? Allt eru þetta
vafaatriði, og þau eru fleiri þegar til kemur. Tilgangur
minn með skrifi þessu er m.a. að fá fram svo nákvæmlega
sem unnt er mynd af húsatóftum á Vatnsenda-Grund í
Skorradal árið 1659.
Athugum þá fyrst hvað er ljóst. Auðvitað hver veggjar-
eining og staða hennar á viðkomandi tóft. Þegar skipa á
hinum ýmsu tóftum niður í bæjarþorpið, eru að vísu eng-
ar beinar vísbendingar um legu þeirra, en styðjast má við
eitt mikilvægt atriði, nefnilega áttatáknin. Hér við bætist
vitneskjan um, hvar innanbæjarhúsa er að vænta. Skáli
og stofa eru undantekningarlaust fremst húsa, beggja
vegna bæjardyra. Baðstofunnar er auðvitað að leita aftast
í þyrpingunni við enda ganga. Næstum alltaf. Nú, nú,
athugum þá fyrst áttatáknin. Byrjum á baðstofunni.
Hún sker sig úr öðrum húsum að því leyti að á henni eru
tvenn gaflöð, það vestra og eystra. Lengdarás baðstof-
unnar er þá í austur-vestur. Nú mætti búast við að finna
nafngiftir eins og nyrðri og syðri veggur baðstofu. Ekki
er því að heilsa. Því veldur m.a. ónstofan. Aðalvandi þess-
arar gátu er einmitt stofan sú arna. Það er ekkert laun-
ungarmál, að staða hennar olli höfundi þessa pistils all-
nokkrum þrautum. Erfitt var í fyrstu að átta sig á orða-
lagi uppmælingamanna. Af þeim sökum fór á flot mynd
af grunni Vatnsenda-Grundar í Nordisk byggedag X árið
1968, sem hann telur ranga nú, einkum hvað viðvíkur
stöðu ónstofu. 1 óprentaðri greinargerð, einskonar forvera
þessarar, er þó sú hlutvendni höfð í frammi að sá sami
böfundur sé ekki viss í sinni sök. Ég þykist hinsvegar
nú geta fært fram fullgild rök fyrir legu ónstofu og af-
stöðu hennar til baðstofu (sjá mynd 1).