Saga - 1974, Page 27
MEISTARI BRYNJÓLFUR BYGGIR ÓNSTOFU 23
ónstofuveg-gurinn reyndar tveir veggir, sá eystri og vest-
ari. Þeir ættu þá að snúa eins og gaflöð baðstofu í norð-
ur-suður. Þetta þarf ekki að vera öruggt eins og sýnt
verður fram á seinna þar sem sömu orð eru notuð til að
tákna annarskonar stöðu. Rangt er það þó engan veginn,
þótt hér eigi annað betur við. Sérstaklega er ein
setning mikilvæg í úttektinni og styður þessa ályktun.
Hún hljóðar svo: „veggspottar frá ónstofu veggjunum að
baðstofu gaflhlöðunum tveir, sá austari II alin að lengd, sá
vestari alin, með þykkt og hæð álíka og ónstofuveggirn-
ir”.0 Þarna kemur að því, sem vikið var að hér rétt á und-
an. Að mínum dómi liggja þessir veggjarspottar í austur-
vestur, þó svona sé til orða tekið. Hugsum okkur nú að
ónstofan liggi út úr baðstofuveggnum nyrðri þvert á, þá
verður ofurlítið bil milli gaflaða og ónstofuveggja. Það er
einmitt þetta bil sem nefndir veggspottar fylla. Höldum
aðeins lengra í lesmálinu. Þar segir: „Framveggir bað-
stofunnar sá austari IIII álnir, sá vestari IIII alin að
lengd”.10 I stað þess að nota orðalagið syðri veggur eða
veggir baðstofu kalla úttektarmenn þá sömu veggi fram-
veggi. Þetta er skiljanlegt, ef lega baðstofunnar í húsa-
þorpinu er höfð í huga. Hún er aftast. Fram er það sem
snýr að bæjardyrum eða hlaði. Ef veggjabútum og gafl-
öðum baðstofu og ónstofu er raðað saman eins og mynd
1 sýnir kemur í ljós grunnflötur, sem engin ástæða er til
að rengja í aðalatriðum. Ytri lengd baðstofunnar ákvarð-
ast þá af: 1. lengd gaflaðs ónstofu, 2. lengd veggjar-
spottanna milli ónstofuveggja og gaflaða og 3. þykkt
gaflaða. Ef framveggir baðstofu eru settir að gaflöðum
kemur í ljós eðlilegt bil fyrir dyraop baðstofu, 1.20 m eða
rúmar 2 álnir. Þess er þá vert að geta strax að grunn-
mynd sú, sem ég hefi teiknað fyrsta hefur verið þannig
gerð að hver veggja- og gaflseining er teiknuð eins og
hún er gefin í úttektarskýrslunni. Við nánari aðgæslu á
wálum baðstofu kemur í ljós að hún er mjög misbreið til
endanna, það munar einum 57 sm eða heilli alin. Við skul-