Saga - 1974, Page 28
24
HÖRÐUR ÁGÚSTSSON
um aðeins hinkra við en víkja þess í stað að öðrum innan-
bæjarhúsum, þ.e.a.s. búri, sængurhúsi, skála og stofu.
Eins og áður er að vikið geri ég ráð fyrir skála og stofu
fremst húsa. Eáða má einnig þessa stöðu af upptalningar-
röðinni hjá úttektarmönnum. Bænhúsið er nefnt fyrst.
Það stendur auðvitað sér. Síðan kemur: 1. baðstofa-ón-
stofa, 2. búr, 3. sængurhús, 4. skáli og 5. stofa. Þá koma
úthýsin eldhús, smiðja og hjallur. Það er bersýnilegt að
lengdarás búrs, sængurhúss, skála og stofu er austur-vest-
ur eins og baðstofu. í úttektinni eru nefndir norður- og
suðurveggir í öllum þessum tóftum. Hinsvegar er ekki
minnst á áttartákn í sambandi við gaflöð. Þetta veldur
vissum vandkvæðum við staðsetningu tóftanna. Hitt er þó
ljóst að allar eru þær opnar í annan endann og samkvæmt
iandsvenju hljóta þær að snúa inn. 1 skýrslu þeirra upp-
mælingamanna er þó ýmislegt, sem bendir til hversu húsa-
skipan er háttað. f 7. lið úttektarinnar er getið um
veggjarspotta milli búrs og stofu annars vegar og skála
og sængurhúss hinsvegar. Þetta atriði slcer úr um það, að
mínum dómi, hvernig para má saman fjögur áðurnefnd
innanbæjarhús. Búr og stofa eiga saman og sængurhús
og skáli. Hinsvegar er ekkert í skýrslunni, sem bendir til
þess hvoru megin ganga eða miðlínu bæjarþorpsins þessi
húspör eru. Það gæti því orðið að styðjast við ágiskun
eina. Eitt er þó til marks um hvoru megin hryggjar húsin
liggja. Kem ég þá aftur að misbreidd baðstofu. Gera verð-
ur ráð fyrir að „kampar fram af bæartóftunum” séu í
línu að framan. Sé nú húsum raðað, svo sem skýrslan
gefur eindregna vísbendingu um, þá kemur í ljós að lengd
kampa + gaflaða + veggjarspotta hvorrar samstæðunnar
um sig er mismunandi, þ.e.a.s. breidd skála og sængurhúss
að viðbættri lengd veggjarspotta milli þessara húsa og
kamplengd er u.þ.b. 13.70 m en samskonar mál á búri,
stofu, veggjarspotta og kampi er 12.40. Mismunurinn er
sem sé 1.30 m. Er þessi munur ekki einmitt vísbending
um það hvoru megin bæjarganga húsin eru? Nú er það