Saga - 1974, Page 30
26
HÖRÐUR ÁGÚSTSSON
brún sængxirhúsveggjar að suðurbrún bæjardyrakamps.
Þessi minnkun er þó ekki nægjanleg til þess að brúa bilið,
sem myndast milli eystri framveggjarspotta baðstofu og
nyrðri veggjar búrs. Þetta bil mætti þó minnka enn meir
með því að skekkja grunnmynd sængurhúss á sama hátt
og víkka eilítið búrtóftina að framan.
Snúum okkur aftur að breidd ganga. Á teikningum er
hún túlkuð þannig: frambrún skála og sængurhússtóftar,
ásamt austurhlið veggspotta og bæjardyrakamps er fellt
í beina línu, sem hugsuð er dregin frá syðri vegg baðstofu
vestan við dyraopið og hornrétt á það. Vestri brún nyrðri
veggjar búrs er síðan látin falla í samskonar línu austan
við baðstofudyr. Við þetta breikka göngin strax við syðri
vegg búrs fram að nyrðri vegg stofu. Bilið milli syðri
veggja skála og stofu er svo enn breiðara. Hugsum okkur
að þilstafnar séu komnir fyrir öll þessi hús. Þá er enginn
vafi á því að þar eru komin göng, fram af þeim önd milli
skála og stofu og loks bæjardyr (sjá mynd 4).
Víkjum þá að húsum lausum frá bæ. Hvað er til
marks um þau? 1 fyrsta lagi er ljóst að bænhúsið
er sjálfstæð byggingareining og hlýtur að standa
írammi á hlaði. Auk þess er ennfremur ljóst að það
snýr í vestur vegna þess að það er kirkja. Þar eru
líka nefndir syðri og nyrðri veggir. Hversu langt frá
bæjarhúsum og hversu austar- eða vestarlega það er
á hlaðinu, er ágiskun. Tekið er þó mið af því að bæn-
hússtóftin sé á vinstri hönd, þegar út úr bæjardyrum
er gengið. I öðru lagi hlýtur smiðja og hjallur að vera
útihús, það er algjör meginregla, ég tala nú ekki um
sunnan- og suðvestanlands. Það eina, sem vafi getur leikið
á, er eldhúsið. Við vitum að það er mjög oft innanbæjar-
hús. Hinsvegar er það einnig augljóst af þeim athugun-
um, sem ég hefi gert á stöðu eldhússins á 16., 17., 18., og 19.
öld að þau eru mjög oft úti, sérstaklega á svæðinu frá
Suðausturlandi og til Vesturlands. Þetta er skiljanlegt,
þegar þess er gætt hve mikil brunahætta stafaði af eld-