Saga - 1974, Page 32
28
HÖRÐUR ÁGÚSTSSON
í rauninni ekki annað en það, að biskupinn hefur ekki
ætlað þeim þilstafnaprýði. Rétt er þó að stinga við fæti
og athuga aftur áttatákn. Lesandi gæti spurt: hvers-
vegna setur þú kampa framan við eldhús og smiðju svo
sem teikningin sýnir? Við þá eru þó tengd áttarorðin
austur-vestur alveg eins og veggina en kamparnir snúa
engu að síður austur-vestur en ekki norður-suður. Þessu
verður raunar ekki svarað nema með hálfgerðri ósvífni:
öðru vísi getur þetta ekki verið. Við skulum hugsa okkur að
téðir kampar séu í beinu framhaldi af veggjum. Væru
þeir þá ekki hreinlega taldir með þeim? Einnig má hugsa
sér að þeir væru innanvert við veggi og sneru norður-
suður. Sá hængur er á því ráði, að rúm fyrir dyr verður
þá nánast ekkert eða h.u.b. 40 sm. Það er sama sagan hér
og með veggbútana milli ónstofu og baðstofugaflaða, átta-
miðunin er öðru vísi þegar um veggstúfa er að ræða. Við
getum sett okkur í spor fjórmenninganna. Færum við
ekki eins að, myndum við ekki nota sömu orð? Staða eld-
húss og smiðju er svo aftur álitamál að öðru leyti en því,
að telja verður að hvortveggja húsin séu sett eftir lands-
venju og snúi stöfnum fram á hlað. Hvort þau eru svo
austan eða vestan megin innanbæjarhúsa er annað mál.
Helstu möguleikar eru þessir: 1. að hjallur, sem einungis
er sýndur með punktalínu, vegna þess að tóft hans er
ógerð, smiðja og eldhús séu öll saman í röð annaðhvort
austan eða vestan bæjar, 2. að eldhús sé annars vegar en
smiðja og hjallur hinsvegar o.s.frv. Um það má lengi ræða,
en ég hef sett húsin öll saman. Benda má á mörg dæmi
þessa, en ég læt nægja að nefna samskonar röð á Núpsstað
í Fljótshverfi, sem enn stendur (sjá mynd I).
Eins og fyrr er að vikið er heimild sú sem hér er verið
að vinna úr, einna merkust fyrir þær upplýsingar, sem
hún veitir um torfveggjastærð fyrr á öldum. Lítum þá
nánar á þetta atriði. Virðum fyrir okkur veggj aþykktina.
Séu gaflöðin tekin með, kemur í Ijós að