Saga - 1974, Page 35
MEISTARI BRYNJÓLFUR BYGGIR ÓNSTOFU 31
Höldum áfram samanburði. Athugum veggjahæð hvers
húss fyrir sig og berum þau svo aftur saman. Ekki er
hægt að segja annað en veggjahæð bænhústóftar sé jöfn.
Þar munar aðeins um 2 sm. Meira munar á ónstofuveggj-
um eða 14 sm. Hæð baðstofuveggja er ekki gefin nema að
hálfu leyti, einungis veggjaspottamir margumtöluðu og
munurinn sá sami og á ónstofu. 1 búri og sængurhúsi eru
þeir jafnir. í skála munar 14 sm og í stofu álíka stærð
eða 15 sm. Veggjaspottarnir milli búrs og stofu annars-
vegar og skála og sængurhúss hinsvegar eru jafnir að
hæð og falla að hæð búrs- og sængurhússveggja en ekki
skála- og stofuveggja. Bæjardyrakampar eru jafnir að hæð
og fellur sú hæð að stofuvegg en ekki að skálavegg. Mis-
munur á eldhúsveggjum er 14 sm og smiðju einnig. Kamp-
arnir fram af þessum húsum eru svo enn lægri en veggir,
en sömu hæðar innbyrðis. Enn frekari samanburður leiðir
einnig í ljós að sængurhús, búr, stofa og eldhús hafa
nokkum vegin sömu vegghæð, skáli ívið meiri, en lægst
eru baðstofa, ónstofa og smiðja (sjá mynd 2 og töflu I).
Að þessum samanburði loknum vildi ég aðeins víkja að
einu atriði í úttektinni, sem ég hefði e.t.v. átt að nefna
fyrr. Lesarinn rekur sjálfsagt augun fljótlega í gloppuna
í töflunni: Það er engin þykkt eða hæð gefin á fram-
veggjum baðstofu. Hvernig skyldi nú standa á því? Er
þar gleymsku um að kenna? Það gæti verið. Er þó ekki
hugsanlegt að það stafi af þeirri staðreynd, að þetta er
eini staðurinn í bæjarþorpinu, þar sem veggir liggja sam-
an? A.m.k. er engra veggjabúta getið um samkomu bað-
stofu annars vegar og sængurhúss og búrs hinsvegar.
Hvað upplýsir þá sjálf grunnmyndin, húsaskipanin að
Vatnsenda-Grund ? Skemmst er frá því að segja að fátt
kemur þar á óvart fyrir þann, sem skyggnst hefur aftur
fyrir skeið burstabæjarins (mynd 4). Fremst eru hin
sígildu hús íslenska bæjarþorpsins, skáli og stofa. Þau
eru samsíða hlaði, snúa opinni tóft að anddyri, sem áreið-
anlega hefur verið fyllt með timburþili að framan. Stofan