Saga - 1974, Page 36
32
HÖRÐUR ÁGÚSTSSON
á þessum stað merkir að hér búi fyrirmenn, hún er yfir-
stéttartákn. Gera verður ráð fyrir að þilstafninn fram af
henni sé rétt innan við vestri enda suðurveggjar. Stofu-
tóftin yrði þá 81/2x5 al að flatarmáli eða 4,85x2,55 m =
12,36 m2. Ummæli Jóns Halldórssonar: „Bæinn á
Grund . . . lét hann uppbyggja af velli að veggjum
og viðum, rambyggilegan með súð þciJctan”11 benda ein-
dregið til þess, að ekki hafi Brynjólfur biskup ætlað að
spara innanþiljur á bæ sínum. Stofan er auðvitað þiljuð að
veggjum og lofti. Tæpl. er að búast við timburgólfi nema á
parti stofunnar, þ.e.a.s. undir hinu svokallaða bekkjar- og
borðstæði, sem vanalega var í innsta stafgólfi hennar. Fast-
ir bekkir ættu þá að vera fyrir enda stofunnar og eitt staf-
gólf með veggjum frá innra gafli. 1 þessum bekkjarkróki
stæði þá borðið þversum á lausum borðstólum, ef marka
má úttektarlýsingar frá sama tíma. Stofan gæti verið
u.þ.b. 4 stafgólf, með stafgólfslengdinni 2 al eða 1.14 m.
Á framþili eru sjálfsagt dyr með dróttum, sem snúa beint
við skálaþili handan andar. Skáli gæti verið 2V2 stafgólf,
stafgólfslengd 3 álnir eða 1.71 m. I honum ættu þá að vera
fjögur rúmstæði, tvö hvoru megin. Þar sefur vinnufólk.
Skálinn er sjálfsagt þiljaður ofan sængurstæðanna upp
í gegn. Ekkert er þar timburgólfið, en búast má við góð-
um skörum fyrir framan rúm. Flatarmál skálatóftar er
þá 714X5V4 alin eða 4,25x3 m = 12,75 m2. Hér er mál
reiknað innan tóftarveggja og má draga frá rými það,
sem fer í þiljur og skot bæði í skála og stofu, sem yrðu þá
tæpir tveir fermetrar, ef bilið er u.þ.b. 0,15 sm. Sam-
kvæmt landsvenju ætti búrið að vera óþiljað, en það er
ómögulegt að vita hvað meistara Brynjólfi hefur getað
dottið í hug að gera þar. í því eru sáir og keröld, trog og
strokkar og mjólkurmatur hverskonar. Búrið er þrjú staf-
gólf og lokast með þili að framan. Flatarmál þess er þá
9x31/2 alin, eða 5,13x2,00 m = 10,26 m2. 1 sængurhúsi má
gera ráð yfir rúmstæði í öðru hvoru horninu og borði og
bekk. Það er 2 stafgólf. Hér gæti allt verið „súð þakið”