Saga - 1974, Qupperneq 39
MEISTARI BRYNJÓLFUR BYGGIR ÓNSTOFU
33
jafnt gólf, þil og ræfur. Þilið fyrir framan húsið hlýtur að
vera á sínum stað. Húsið er þá 7 sinnum tæpar 5 álnir
eða 3,99x2,70 m = 10,77 m2. Hér er húsráðanda að finna.
Mestur fengur er að baðstofu-ónstofu-tóftinni. Hún er
aðalfréttaefnið. Af ónstofunni var ég að vísu búinn að
heyra, áður en ég kynntist þessari góðu klausu í bréfabók
Brynjólfs. Hvergi hef ég þó rekist á jafn áreiðanlega
heimild um stærð hennar og stöðu. Hvers er þar að vænta
innan dyra? ónsins og e.t.v. palls eins og nánar verður
greint síðar. Ónstofan er það bæjarhús sem minnst er
vitað um. Tóftjn er 41/2 sinnum tæpar 31/2 alin, nán-
ar tiltekið 2,57x1,85 m = 4,75 m2. Baðstofan sjálf án ón-
stofunnar er
1,71 + 1,40
2
þá
31/2 + 21/2
10 álnir eða
x 5,70 m = 8,86 m2.1 henni má fastlega búast
við palli í einum karmi og bekk og borði í hinum. Ætli
pallurinn sé ekki í þeim minni og þiljað umhverfis báða
karma? Göng eru sjálfsagt óþiljuð, nema þar sem þilstafn-
ar sængurhúss og búrs marka hliðar þeirra. Þau ná frá
baðstofudyrum fram að önd, en milli þeirra og andar eru
líkl. dyr með skellihurð. Göngin ættu þá að vera u.þ.b. 14x
2ys al eða 7,80x1,20 m = 9,36 m2. Þar við bætist innskotið
við búr og sængurhús, tæplega alin í dýpt og 31/2 á breidd
við sængurhús, en tæp tvö kvartil sinnum 3/2 alin við búr,
eða 0,50x2,00+0,25x2,00 m = 1,50 m2. Samanlagt 9,36 +
1,50 = 10,86 m2. Ekki er gott að vita, hvort stafir eru í
göngum, eða bitar settir á veggi. Anddyri milli stofu og
skálaþils yrði þá 41/2x5 alin eða 2,57x2,85 m = 7,32 m2.
Það má og gera ráð fyrir þili með dyrum og hurð milli
andar og bæjardyra. Bæjardyr yrðu þá tæpar 31/2 alin sinn-
um 5 álnir eða 1,90x2,85m = 5,41 m2. Það er hugsanlegt að
timburgólf og bekkur séu í bæjardyrum ogfyrir þeim er að
sjálfsögðu útidyraþilið með sínu skikki. Eldhúsið er auðvit-
3