Saga - 1974, Síða 40
34
HÖRÐUR ÁGÚSTSSON
að með hlóðum, 7x41/2 al. eða 3,99x2,50= 9,97 m2 að stærð,
3 stafgólf 2ja álna löng. Engin ástæða er til að leita að
þiljum hér. Sama er að segja um smiðjuna, sem er
6 + 5%
2
x 41/2 ál eða
3,42 + 3,28
2
x 2,57 = 8,60 m2 og 2
stafgólf á 1,14 m. Hvergi er bænhússins getið í biskups-
vísitasíum. Enga vitneskju um innréttingu þess er því að
hafa af þessum bæ. Hins vegar má nokkuð ætla eftir
landsvenju, hvernig henni hefur verið háttað. Sé stafn-
þil bænhússins sett rétt innan við tóftarbrún, sýnist mér
lengd þess vera 12 álnir og breiddin 4% alin eða 6,84x2,57
= 17,57 m2. Ég bar að gamni mínu grunnmynd bænhúss-
ins á Vatnsenda-Grund saman við grunnmynd bænhússins
á Núpsstað (mynd 5). Viti menn, hún er næstum því jafn-
stór. Hafi Grundartóftin verið með samskonar horn-
skekkju og sú á Núpstað, er engum vandkvæðum bundið
að setja timburbygginguna þaðan ofan í tóftina á Grund.
Kórinn er þá tvö stafgólf en framkirkjan fjögur. Kórstaf-
gólfin eru u.þ.b. 2 álnir, en á kirkjunni íy^. Milli kórs og
kirkju eru hin klassísku kórskil og altari í kór. Um hjallinn
er það að segja, að hann hefur sjálfsagt verið hlaðinn torf-
veggjum til hliðar, en opinn í báða enda, þar fyrir settir
spelar. Áætlað yrði þá innanmál hans 5,40x2,00 m = 10,80
m2. Flatarmál innanbæjartófta, mælt eins og gert hefur
verið hér, er þá: 12,36 + 12,75 + 10,26 + 10,77 + 4,75
+ 8,83 + 11,48 + 7,32 + 5,41 = 83,93 m2. Flatarmál allra
húsanna er hinsvegar 83,93 + 9,97 + 8,60 + 17,57 + 10,80
= 130,87 m2. Að lokum er það svo meir til gamans gert
að sýna, hvernig bærinn að Vatnsenda-Grund gæti hafa lit-
ið út. Því miður segir ekkert um það í skýrslu úttektar-
manna hvernig hleðslu hafi verið háttað, né úr hvaða efni
hún hafi verið gjör. Ég læt því útlínur nægja. Það er
heldur ekki hægt að gera sér grein fyrir, hvort húsin hafi
verið með ása- eða sperrubygging. Líklegt þykir mér, að
öll innanbæjarhús nema ónstofa hafi haft sperruþak.