Saga - 1974, Page 42
36
HÖRÐUR ÁGÚSTSSON
Eftirmæli um ónstofur.
I.
Enn man ég, hvað mér þótti hljómur orðsins ónn
magnaður, þegar hann barst mér fyrst til eyrna. Mig
minnir það hafa verið í skáldsögu eftir Halldór Laxness.
Ónn, um ón, frá óni til óns. Má ef til vill ekki ræða um
són í orði í fræðiriti, rifja í stuttu máli upp persónulega
endurminningu, láta hugann reika? Til dæmis um orðið
ón og minni þjóðar? Hvað man þjóð mikið, hversu langt
aftur? Hve öruggt er minni hennar? Man hún einungis
það, sem hún vill muna eða þarf að muna, er þröngvað til
að muna? Hvers vegna vildi íslensk þjóð ekki geyma
óninn í minni og húsið hans, ónstofuna, ónshúsið? Er
þetta ekki kyndugt? Hvergi örlar á orðunum þeim arna
í þjóðsögum eða sögum af fólki og þó hefur ónninn yljað
mörgu köldu skinni um langan aldur á íslandi. Þegar ég
hóf að skrá þær upplýsingar, sem fornar úttektir veita
um íslenskan húsakost fyrr á öldum, tók þetta framandi
orð í mínum eyrum að stinga upp kollinum og því oftar
sem aftar dró í tímann. Það varð eiginlega einskonar
uppáhaldsgestur.
Hvað er ónn og ónstofa? í tilefni af ónstofunni á Vatns-
enda-Grund langar mig að leita svara við sumum þeirra
spurninga er hér á undan var varpað fram, gefa ofurlítið
yfirlit um, hvað markviss skráning íslenskra úttekta
þeirra, sem ég hef getað náð í, veitir í þessum efnum.
II.
Elsta heimild mér kunn um ónstofu eða ónshús, eins og
hún er stundum kölluð, er í Skarðsárannál. Þar segir árið
1433 frá Kirkjubólsbrennu suður: „En Margrét komst út
úr eldinum um ónshúsið; hafði hún gert þar hol á með
skærum sínum“.12 Sú yngsta er í úttektum Norðursýslu-
umboðs Munkaþverárklausturs. Árið 1826 er getið ón-
stofu inn af baðstofu á Efri-Hólum í Núpasveit,13 svona