Saga - 1974, Page 47
MEISTARI BRYNJÓLFUR BYGGIR ÓNSTOFU
41
TAFLA VI.
Ónstofur - ónshús á 19. öld.
Sýsla Nafn bœjar Heimild Jarðar- dýrl.
Mýrasýsla 1. Ferjubakki Kirks. VIII, 5. A 40h
Þingeyjarsýsla 2. Efri Hólar Mþvklskj. 15—18h
er bæjarheiti. í þeim þriðja skammstöfun, sem segir
hvaðan viðkomandi úttekt er fengin. Dálkurinn er eigin-
lega heimildartilvísun. I fjórða dálki og þeim síðasta er
dýrleiki viðkomandi jarðar skráður. Miðað er við jarða-
bækumar frá 1686—98.17 Prestsetur voru yfirleitt ekki
metin til tíundar og því er skammstöfunin Ben notuð í
stað jarðardýrleika.
Hvaða ályktanir má nú draga af þessum upplýsingum?
Til eru þrjár úttektir frá 15. öld. Af þeim þremur bæj-
um er einn með ónstofu. Á 16. öld hefur úttektum fjölgað
upp í 37, en þá eru ónstofubæir aðeins tveir. Hér er úr-
takið of lítið til þess að hægt sé að gera sér vonir um
raunhæfa heildarmynd. Það er fyrst með 17. öldinni að
einhver veigur er í heimildum. Lítum þá nánar á kort og
skrár frá 17. öld. Bæir nefndir í úttektum frá þessum
tíma eru 163 eða um 4% af öllum lögbýlum á landinu.
Um helmingur þeirra, 71 talsins, eru prestsetur, klaustur
og biskupsstólar tveir. Dreifing prestsetranna er nokk-
uð jöfn um landið allt. Þó eru eyður, t.d. um Rangárvalla-
sýslu og meginhluta Skaftafellssýslu. Einnig koma fyr-
ir mjög fá úr Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum. Á þrem
stöðum á landinu er um talsvert magn af bændabýlum
að ræða: 1 Vopnafirði, Borgarfirði og uppsveitum Árnes-
sýslu. 1 Vopnafirði er 16 bæja getið af 44 í héraðinu eða
36,3%. Af þessum 14 bæjum eru 10 með ónstofu eða 71,4%.
I Borgarfjarðarsýslu eru 30 bæir nefndir af 193 eða 15,5%,
þar af eru 6 með ónstofu eða 20%. í Ámessýslu eru 44
bæir af 342 tilgreindir eða 12,8%. Meginþorri þeirra er í
Biskupstungum, 24, þ.e.a.s. 54,5% af bæjum nefndum í út-