Saga - 1974, Side 48
42
HÖRÐUR ÁGÚSTSSON
tektum í sýslunni. Skemmst er frá því að segja að ein-
ungis einn þeirra er sagður með ónstofu, en það er sjálft
biskupssetrið í Skálholti. ónstofuhlutfallið er því að-
eins 2,2% í Ámessýslu. Af öðrum stöðum á landinu er
þetta helst að frétta: Sé Vestfjarðakjálkinn tekinn sem ein
heild eru þar 10 bæir, 8 prestsetur og 2 bóndabæir. Ón-
stofur eru á fimm, fjórum prestsetranna og einu býlanna
eða 50%. Sé litið til Austurlands aftur og bæir utan Vopna-
fjarðar skoðaðir, kemur í ljós, að á Strönd austur eru
2 bæir nefndir, annar er bóndabær með ónstofu. Á Héraði
eru 8 bæir og einn með ónstofu. Sá bær er prestsetur.
Hlutfallið þar er þá 12,5%. Sé Múlasýsla tekin öll eru þar
nefndir 33 bæir og 12 eru með ónstofu eða 36,3%. í Dala-
sýslu eru 4 bæir nefndir, þrjú prestsetur og eitt bónda-
býli. Nú bregður svo við, að það er bóndabærinn, sem ón-
stofuna hefur. Þar er hlutfallið 25%. I Mýrasýslu eru að-
eins þrír bæir nefndir, tveir af þeim eru prestsetur og
annað með ónstofu eða 33,3%. 1 Rangárvallasýslu eru 2
bæir nefndir, báðir prestsetur, annað er með ónstofu,
stórstaðurinn Oddi. Heildarniðurstaða af 17. öldinni er
því sú að af 163 bæjum, sem nefndir eru í úttektum, eru
28 með ónstofu eða 17,1%.
Virðum nú fyrir okkur töflur og kort frá 18. öld. Nú
hefur úttektarbæjum fjölgað að miklum mun, þeir eru
komnir uppí 746 eða 19,2% allra lögbýla. Hér eru hjá-
leigur ekki taldar með. Nú er 135 prestsetra getið af 185
á öllu landinu eða 72,9%. Dreifing þeirra er jöfn. Bæst
hafa við 5 hinna fornu klaustra og reyndar 6 ef Viðey er
talin með. Þar hefur hinsvegar orðið svo mikil breyting á
húsaskipan frá því sem verið hafði á blómatíma staðarins,
að telja verður Viðey til venjulegs bóndabæjar. Nú bregð-
ur svo við að langsamlega flestar ónstofur eru í Skaga-
firði. Af 341 lögbýli þar eru til úttektir frá 18. öld af 183,
og auk þess af 11 hjáleigum, þ.e.a.s. af rúmum helmingi
allra bæja í Skagafjarðarsýslu. Af þessum 183 lögbýlum
eru ónstofur á 40 bæjum eða 21,8%. Til þess að fá