Saga - 1974, Page 49
MEISTARI BRYNJÓLFUR BYGGIR ÓNSTOFU
43
gleggra yfirlit um dreifingu ónstofunnar innan Skaga-
fjarðarsýslu hef ég skipt fjölda ónstofubæjanna á hreppa:
Fjöldi bæja Fjöldi bœja Hundraðs-
Hreppur í hreppum með ónstofu hluti
Skelfilsstaðahreppur 27 4 14,8
Rípurhreppur 13 3 23
Akrahreppur 47 2 4,2
Viðvíkurhreppur 17 2 11,7
Hólahreppur 21 5 23,8
Hofshreppur 39 10 25,6
Fellshreppur 18 10 50
Holtshreppur 55 4 7,2
Alls 237 40 16,8
Alls í sýslunni 341 11,7
Ónstofur finnast í 8 af 12 hreppum sýslunnar. Þrír
þeirra hafa ónstofuhlutfall yfir 20% og einn nær 50%,
Fellshreppur. Þar er ónstofa á öðrum hverjum bæ. Eng-
inn af þessum ónstofubæjum er prestsetur.
Næst Skagafirði að fjölda bæja er Eyjafjarðarsýsla.
Þar er í úttektum getið um 139 bæi af 334 eða 41,6%.
Hjáleigur eru 12. Ónstofu er geÞð á 5 eða á 3,5% bæja,
þar af eru þrjú prestsetur, eitt þeirra í Grímsey.
Þá kemur Húnavatnssýsla með 122 bæi af 336 eða
36,3%. f þessari sýslu finnst ekki vottur af ónstofu.
Þingeyjarsýsla er með 71 bæ af 324 eða 21,9%. Af þess-
um 71 bæ eru 16 með ónstofu eða 22,5%. Þetta eru allt
bændabýli, utan eitt prestsetur. Þessa bæi hef ég einnig
sett uppí töflu eftir hreppum líkt og gert var um Skaga-
fjörð. í sjö hreppum af tólf eru ónstofubæir:
Fjöldi bœja Fjöldi bœja Hundraðs-
Hreppur í hreppum með ónstofu hluti
Svalbarðsstrandarhreppur 15 1 6,6
Grýtubakkahreppur 38 4 10,5
Hálshreppur 44 1 2,2
Ljósavatnshreppur 43 3 6,9
Húsavíkurhreppur 24 2 8,3
Kelduneshreppur 18 4 22,2
Svalbarðshreppur 13 1 7,7
Alls 195 16 8,2
Alls í sýslunni 322 4,9