Saga - 1974, Side 51
MEISTARI BRYNJÓLFUR BYGGIR ÓNSTOFU 45
Aðeins í einum hrepp fer hlutfallið upp fyrir 20%, í
Kelduneshreppi.
Þá kemur næst í röðinni Borg-arfjarðarsýsla með 36 bæi
af 193 eða 18,6%. Af þeim 36 eru 2 með ónstofu eða 5,5%,
báðir bændabýli.
1 Árnessýslu er nú getið 58 bæja af 343 eða 16,9%. Af
þessum 58 eru 2 með ónstofu eða 3,4%.
í Gullbringu- og Kjósarsýslu eru 30 af 216 eða 13,8%,
þar af eru 2 með ónstofu eða 6,6%.
1 Rangárvallasýslu er 33 bæja getið af 259 eða 12,7%.
Enga ónstofu er þar að finna.
I Snæfellsnessýslu eru 20 bæir af 179 eða 11,1%. Þar
við bætast 7 hjáleigur. Engin ónstofa er þar.
1 Vestmannaeyjum er getið tveggja bæja af 18 eða
11,1%. Engin ónstofa.
1 Skaftafellssýslu eru nefndir 14 af 180 bæjum í sýsl-
unni eða 7,7%, og engin ónstofa er þar heldur.
Múlasýsla er með 27 af 349 bæjum eða 7,7%. Af þess-
um 27 eru 7 með ónstofu eða 25,9%. Allir þessir bæir eru
prestsetur.
í Strandasýslu er hlutfallið líkt, 9 af 121 eða 7,4%, og
engin ónstofa.
Barðastrandarsýsla er með 10 af 171 bæ eða 5,8% og
enga ónstofu.
1 Mýrasýslu eru nefndir í úttektum 7 bæir af 158 eða
4,4%; af þeim eru 3 með ónstofu eða 42,8%, þar af 2
prestsetur.
ísafjarðarsýsla hefur 11 af 254 bæjum eða 4,3%. Af
þessum 11 bæjum eru 2 með ónstofu eða 18,1%, báðir
prestsetur.
Þá er að lokum Dalasýsla með 6 bæi af 177 eða 3,3%;
auk þess eru nefndar 7 hjáleigur. Engin ónstofa.
Niðurstöðutölur um 18. öldina eru þá þessar: Af 756
bæjum nefndum í úttektum eru 78 með ónstofu eða 10,3%.
A 19. öld finnast enn tveir bæir með ónstofu. Annar er
í Borgarfirði, hinn í norðanverðri Þingeyjarsýslu.