Saga - 1974, Page 57
MEISTARI BRYNJÓLFUR BYGGIR ÓNSTOFU 49
8. Grunnmynd af óni og
hlððum úr húsi frá
fjallahéruðum Vestri-
byggðar í Grænlandi.
Vestribyggð er talin
fara í eyðj um miðja
H. öld. Sjá ennfrem-
ur Ijósmynd VI. I'Jr
M. o. Gr. Bd. 90, Nr.
I. Teikn. C.L. Vebæk.
/ O Jrh
una. Orðalag eins og „innar af baðstofu“, „móti baðstofu-
dyrum“, „er móti dyrum baðstofu", „fylgir baðstofu"18
taka öll tvímæli af um það. Auk þess má benda á þá stað-
Teynd, að í upptalningarröð úttektanna er ónstofan alltaf
tekin næst á eftir baðstofu. Á eitt tilfelli hef ég rekist,
þar sem sagt er að ónstofa sé inn af kómentu.19 Kómenta
þýðir nánast hjónahús og er raunar oft eitt eða fleiri staf-
gólf baðstofu ellegar hús byggt út úr henni og þá oftast
á hærri gólffleti en baðstofan. Á einum stað er og minnst
á hús út úr ónstofunni sjálfri.20 Stærð ónstofunnar má
nokkuð marka af því, að í umsögn úttektarmanna er hún
aldrei sögð vera meira en eitt stafgólf, utan einu sinni, þá
tvö. Yfirleitt er hún reft um einn ás, sem bendir til að
hún hafi verið stutt, hún er ásabygging. Þó er sperru
°S sperru getið, einstöku sinnum bita, stoða eða
syllna, en mjög sjaldan, þiljur eru aldrei nefndar. Af
þeim 39 ónstofum í Skagafirði, sem nefndar eru í stóls-
úttektinni 1742 er hægt að ráða í uppbyggingu á 15. Þar
af hafa 12 ása- en 3 sperrubygging. Um Þingeyjarsýslu
er sömu sögu að segja. Af 15 nefndum ónstofum eru 12
með ásabyggingu. Sperrubygging er aldrei nefnd, en gæti
verið á einni stofu. Stærðar er stundum að nokkru leyti
getið, þ.e.a.s. lengdar. Yfirleitt er það einn faðmur, í eitt
skipti einn og hálfur. Lauslega reiknað ættu þær að vera
4