Saga - 1974, Page 63
MEISTARI BRYNJÓLFUR BYGGIR ÓNSTOFU 55
keimlíkur að allri uppbyggingu. örugg vitneskja er fyrir
því að Reyðarfell er í byggð á öndverðri 16. öld.28
Nú víkur sögunni annað. Veturinn 1588—89 er talið
að Oddur biskup Einarsson hafi gert það sér til dundurs
meðan hann beið eftir vígslu í Kaupmannahöfn, að semja
Islandslýsingu sína Qualiscunque descriptio Islandiae. Þar
segir hann m.a.: „Almennt eru notaðir mjög einfaldir
ofnar úr ótilhöggnu grjóti, þannig að reykurinn kemst að-
eins út um sjálft opið, en þar sem það snýr inn, verða
baðstofurnar alltaf fullar af reyk, en sá einn hlutur spillir
mörgum húsum, sem annars eru í sjálfu sér óaðfinnan-
leg.“29 Samtímamaður Odds sá ágæti Arngrímur Jónsson
hinn lærði gefur svipaða lýsingu á óninum í Crymogæu, „en
þeir nota baðstofur og ofna hlaðna úr steinum og hellum,
en út um þá logar auðveldlega."30
Hér má við bæta einu vitninu enn: lýsingu á bréfaföls-
un í morðbréfabæklingi Guðbrands biskups Þorlákssonar:
„Þessi dómur með V innsiglum var látinn á ón undir
palli í kistli, og átti að reykjast, en vinnukonan lagði of
mikið í óninn, svo kistillinn brann og bréfið með.“31 At-
burður þessi á að hafa gerst í Héraðsdal í Lýtingsstaða-
hreppi um 1580 hjá Markúsi Ólafssyni sýslumanni.
Ekki skulum við gleyma Sturlungu. Sannarlega hefði
mátt minnast á hana fyrr. Á flótta Þórðar kakala og hans
manna undan Kolbeini unga komast þeir Svarthöfði
Dufgusson og Þórður Bjamason undan til þess bæjar er
heitir í Skógum: „En er þeir kómu þar, þá fóru þeir í
baðstofu ok afklæddust. En er þeir höfðu litla hríð sofit,
þá var þeim sagt, at menn Kolbeins riðu at garði. Hljópu
þeir Svarthöfði þá upp ok skutu inn brynjum sínum ok
stálhúfum í ofninn, en þeir hljópu út”.32 Þetta er árið
1242.
Lítum og til Sverrissögu og Heimskringlu. í fyrra rit-
inu segir frá barnæsku Sverris konungs m.a. á þessa leið:
„Kona nokkur fal hann í ofni ok setti hellu fyrir ofns-
munnann; síðan gerði hún eld fyrir.“33 Atburður þessi á