Saga - 1974, Page 65
MEISTARI BRYNJÓLFUR BYGGIR ÓNSTOFU 57
Augljóst er, af þeim gögnum, sem lögð hafa verið fram
í málinu, að ónninn er þekktur hér á landi þegar á land-
námsöld. Ennfremur er ekki annað að sjá en hann sé í
notkun um aldamótin 1100, a.m.k. eitt tilbrigði hans, á
miðri 13. öld og ofanverðri þeirri 14., á seinni hluta 15.
aldar og byrjun þeirrar 16., og Oddur Einarsson og Arn-
grímur lærði segja frá honum sem sjálfsögðum hlut á
ofanverðri 16. öld. Þar við bætist vitnisburður morðbréfa-
bæklingsins. Af þeim úttektargögnum, sem hér hafa verið
rakin, er ónninn einnig þekktur á 17. og 18. öld, jafnvel
fram á þá 19. 1 sjálfu sér er ekkert undarlegt við það,
þótt íslendingar hafi getað átt ofna af þessu tagi. Efnið
í hann var hvarvetna til og engin tækniþraut að hlaða
hann. Þýðingarmeira er að spyrjast fyrir um eldsneytið
í hann. Entist það þá eftir allt saman til húshitunar svona
lengi, fram á 18. öld? Mér er nær að halda það. Til hvers
hafa forfeður okkar notað ónstofuna ? Til skrauts, af for-
dild, íhaldssemi? Áreiðanlega ekki. Hitt er annað mál að
landar okkar forðum hafa ekki allir notið góðs af honum
jafnlengi. Talsverðan tíma hefur einnig tekið að ryðja
ónstofunni burtu, þegar eldsmunninn var tómur orðinn.
Sé þess gætt, hversu íslenska torfhúsið er í rauninni skylt
tjaldinu, það er svo auðvelt að taka það niður og reisa að
nýju, þá þarf sú breyting ekki að hafa tekið meira en
mannsaldur.
Enn er vert að hafa eitt mikilvægt atriði í huga, eigi
að dæma um upphitun húsa hérlendra af ónstofunni einni
saman: Það voru fleiri hús en hún sem hýstu varmagjafa
á borð við óninn. Þar á ég við baðstofuna. Vert er og að
benda á þá staðreynd, sem legið hefur í þagnargildi, að
á 16., 17. og 18. öld eru baðstofurnar tvennskonar: litla-
baðstofa og stóra-baðstofa. Því miður get ég ekki lengt
mál mitt meira um þetta efni en fullyrði að litla-baðstofa
er hjónahús síns tíma, svefnherbergi og stofa í senn, fyrir
húsráðendur, þar sem stóra-baðstofa er vinnustaður hús-
karla og griðkvenna, matstofa einnig. Litla-baðstofa er