Saga - 1974, Page 66
58
HÖRÐUR ÁGÚSTSSON
„fínna“ hús, eina húsið sem er undantekningalaust þiljað,
enda aðeins að finna á stærri bæjum, prestsetrum og
höfuðbólum. Hjá alþýðu manna er ekki litlu-baðstofu að
vænta. Ég hef þegar bent á, að þau tvö dæmi um óninn,
sem getið er um í úttektum, eru einmitt úr baðstofum. Ef
rétt er til getið að ónn sé ekki nefndur á nafn í ónstofum
vegna verðleysis, þá gildir sama röksemd fyrir baðstofur.
Af þeim sökum má alveg eins gera ráð fyrir að margar
þær baðstofur, sem greindar eru í úttektum 16., 17., og
18. aldar séu með ón innan dyra. Hversu margar þær eru
fáum við hinsvegar aldrei að vita. Þær hafa þó að mínum
dómi ekki verið allfáar miðað við upplýsingar þær er
Oddur biskup og Arngrímur lærði veita okkur. 1 því sam-
bandi er og vert að benda á próventusamning Agnesar
Jónsdóttur frá 1567 þar sem segir, að hún áskilji sér
„eldivið til sinnar baðstofu, sem henni vel þarfnast,”37b
og ennfremur þessa klausu úr Fitjaannál: „Bæjarbruni á
Gilsbakka í Borgarfirði af óvarlegri baðstofukynd-
ingu.“37c Hér við bætist vitnisburður Páls Vídalín frá
öndverðri 18. öld er hann lýsir baðstofum: „Og það er
öllum fimmtugum mönnum kunnugt, að allt fram til barn-
æsku þeirra varaði sá siður, einkanlega hjá fyrirmönnum,
að á hverjum laugardegi um veturinn var baðstofa kynt til
híbýlabótar."38 Er Páll þó húnvetningur. Enn lifði orðið
ónn á vörum skaftfellinga á síðustu öld og lifir reyndar
enn. 1 íslenzkum þjóðháttum er mynd af eldstæði úr
Skaftafellssýslum og fylgja skýringar. Þar er nefnd ón-
hella, ónauga, og eldstæðið raunar kallað ón.39 (Sjá mynd
12). 1 endurminningum Þórbergs Þórðarsonar er einnig
minnst á sömu orð.40
IV.
Hvernig hefur ónninn sá arna verið kyntur, nýttur?
Hverskonar eldsneyti var í honum brennt? Ekki er í mörg
hús að venda, frekar en fyrri daginn. Helst er að leita