Saga - 1974, Page 68
60
HÖRÐUR ÁGÚSTSSON
um og handbærum steinum. Það hlaut að vera hentugra
en hlaða nýjan ofn oft.
Hvað skal þá segja um eldsneytið? Guðmundur Hannes-
son lætur illa yfir grjótofnum og segir þá „mjög óhentug
hitunartæki og viður eina eldsneytið, sem nota mátti í
þá.“44 Hvað sem hentugleikanum líður gefur það auga
leið, að íslenska birkið hlýtur að hafa verið aðaleldsneyti
ónanna. Rekaviður og mór hefur sjálfsagt komið í góðar
þarfir líka. Erum við þá ekki komin að örlagaspurningu:
Hversu mikill var hinn íslenski birkiskógur í upphafi og
hve lengi entist hann? Enginn skógur, ekkert eldsneyti
í ofn. Ekki er ætlunin að leita svara við svo víðtækri
spurningu, enda hef ég ekki þekkingu til þess. Þeir sem
betur vita geta það raunar ekki heldur, en ýmislegt hafa
þeir þó til málanna að leggja. Rannsóknir seinustu ára
benda eindregið til þess að Ari fróði hafi haft lög að
mæla, er hann sagði: „1 þann tíð var ísland viði vaxið á
milli fjalls ok fjöru.“45 Erfitt er að átta sig á, hverja
stefnu eyðing skóganna tók, hversu ör hún var, hvar hún
hófst, og hvaða landshlutar urðu fyrir barðinu á henni.
Hákon Bjarnason veltir þessum vanda fyrir sér í grein er
liann ritar í Ársrit Skógræktarfélags fslands: „Hvað sem
gróður- og jarðvegseyðingu fyrri alda viðkemur, þá er
það víst að hún verður hraðari og stórfelldari upp úr
aldamótunum 1700 en nokkurntíma áður.“46 Hákon segir
ennfremur: „1 stórum landshlutum, svo sem Húnavatns-
sýslum, Skagafirði og Eyjafirði voru þá (þ.e.a.s. um alda-
mótin 1700) enn miklar leifar skóglendis bæði inn til dala
og út við sjó. Fljótsdalshérað og Jökuldalur ásamt Jökuls-
árhlíð hafa verið nær samfellt skóglendi og mjög víða
voru stórvaxnir birkiskógar, t.d. í Fellum.“47 Þessa
ályktun dregur Hákon m.a. af Jarðabók Árna Magnús-
sonar og Páls Vídalíns. Á vegum Skógræktarfélags íslands
hefur verið gert kort yfir allar jarðir á fslandi, er skógar-
blunninda njóta að sögn jarðabókarinnar. „Þannig að