Saga - 1974, Page 69
MEISTARI BRYNJÓLFUR BYGGIR ÓNSTOFU 61
raftskógur, eldiviðarskógur, kolskógur og rifhrís fékk
hvert sinn lit.“48 Kort þetta er mjög athyglisvert, en
því miður hefur það ekki enn fengið þá grafísku með-
höndlun sem þyrfti, svo að hægt væri að birta það hér.
Hinsvegar hefur Hákon Bjarnason góðfúslega léð mér
mynd af því og þær skrár, er unnið var eftir.
Úr þessum gögnum hef ég gert einskonar forkönnun,
sem vinna mætti betur seinna. Á kort hef ég merkt alla
þá bæi í Jarðabók Á. M. og P. V., sem sagðir eru eiga
skóg til eldiviðar. Auk þess hef ég gert skrá eftir sýslum
yfir hlutfallið milli bæja með skóg og bæja án skógar.
Þá hef ég til samanburðar sett upp aðra skrá, um það sem
kalla má ónstofuhlutfall sýslna á 18. öld, þ.e.a.s. hlutfall-
ið milli þeirra bæja, sem nefndir eru á 18. öld í úttektum
og þess hluta, sem ónstofu eru sagðir hafa.
Hér verður að hafa í huga þá staðreynd að Jarðabókin
nær ekki yfir Austfirðingafjórðung.
Við skulum fyrst virða fyrir okkur ónstofukort 18.
aldar og skóglendiskort Jarðabókarinnar.
Punktamynstrið á báðum kortum sýnir augljósa fylgni
ónstofu og skógar með einni undantekningu þó, Skaga-
firði. Að mínum dómi verður af því ekki önnur ályktun
dregin en sú, að þar hafi skógviður ekki verið notaður sem
eldsneyti í ón. Við lauslega athugun sýnist mér Slétthlíð-
ingar og Höfðstrendingar láta býsna vel yfir mótekju á
jörðum sínum. Þetta mál þarf þó að rannsaka betur. Enn-
þá augljósari er fylgni milli skógarhlutfalls og ónstofuhlut-
falls sýslna (sjá töflu VII og VIII). Þar er sýsluröðin næst-
um því hin sama, þegar frá er skilin sérstaða Skagafjarð-
ar og sú staðreynd að Múlasýsla er ekki með á skránni
um skógarhlutfallið. Eini munurinn er sá, að Ámessýsla
er næst fyrir neðan Eyjafjörð á ónstofuskránni, en Ár-
nessýsla er þrepi ofar í skóglendisskránni.
Það er táknrænt fyrir endi þessarar sögu, þessi eftir-
mæli um ónstofuna, að þeir tveir bæir, sem síðast segir