Saga - 1974, Page 72
64
HÖRÐUR ÁGÚSTSSON
hitunarvanda landa okkar fyrr meir. Hún sýnir fram á
að baðstofur hafi verið kyntar a.m.k. fram á 16. öld.50
Sama ár birti ég útvarpserindi sem ég hafði flutt árið
áður og komist að svipuðum niðurstöðum, og kemst m.a.
svo að orði: „Ég hygg, að endurmeta þurfi þá skoðun, að
upphitun húsa hafi lokið, þegar langeldar lögðust niður.
Sýnt er að Islendingar hafa setið í upphituðum híbýlum
langtum lengur.“51 En hversu lengi? Er það ekki óvísinda-
legt að láta hugarreik koma í stað rannsókna? Er annars
kostur á þessu stigi mála? Hvað verður að teljast líklegt
við þær þekkingaraðstæður, sem við nú búum við? Já, í
Ijósi þess, er hér að ofan hefur verið lagt til málanna, og
einnig í ljósi þeirrar stanslausu orkukreppu, sem þjakað
hefur forfeður okkar fyrr á öldum? Hvernig hefðum við
brugðist við, hvernig myndum við haga okkur nú? Við
fyrsta stig yrðum við að loka fyrir ofna í herbergjum,
sem ekki væri verið í að staðaldri. Þeim áfanga lyki með
því að hafa aðeins eitt herbergi hitað. Síðan myndum við,
þegar eldsneytið hækkaði enn í verði, yrði fágætara,
hætta að hita þetta eina herbergi á sumrin. Enn syrti í
álinn, enn þyrfti að spara. Hvað gerðum við þá? Opnuð-
um hitarennsli í þetta eina herbergi í mestu kuldum. Ég
hygg að flestir myndu jafnvel sitja í kulda til að eiga
dreitil til jóla. Hvað svo, er hitaorkuna þryti með öllu?
Flýja inn í minnsta herbergið, sem lengst væri frá kulda-
borði hússins, sitja þar þröngt og þreyja þorrann. Ekki
er minnsti vafi á því hvaða herbergi ég mundi velja í
minni íbúð. Baðherbergið. Skyldi þetta nú ekki hafa geng-
ið eitthvað líkt fyrir sig hér áður fyrr? Leitum gagna frá
fornleifafræðinni og förum hratt yfir sögu. Af öllum
þeim bæjarrústum, sem grafnar hafa verið upp á Islandi,
er ljóst að eldstæði gott er á miðju gólfi eldaskálans forna
og í stofu þegar hún kemur til skjalanna, fram yfir alda-
mótin 1100. Árið 1362 er enginn langeldur í gólfi skálans
í Gröf og ekki að sjá að þar hafi eldur verið kyntur að stað-