Saga - 1974, Side 73
MEISTARI BRYNJÓLFUR BYGGIR ÓNSTOFU 65
aldri. Hinsvegar er eldstæði í stofunni og ofn í baðstofu.
Sömu sögu er að segja um Fornu-Lá og Reyðarfell, sem eru
frá lokum 16. aldar.52 1 Sandártungu, sem fer í eyði
1693, er alls ekkert elstæði að finna, utan í eldhúsi.
Þetta eru að vísu rýr gögn, en þau gefa þó ákveðna vís-
bendingu. Þegar svo við bætist það, sem hér á undan hef-
ur verið upplýst, gæti maður hugsað sér málin hafa þróast
eitthvað á þessa leið: Fram að aldamótunum 1100 virðist
vera nóg eldsneyti til að kynda stór hús, eins og skála og
stofu. Tveimur og hálfri öld seinna eða rúmlega það, er
kynding í skála úr sögunni en stofan býr enn að elds-
varma. Komið er nýtt hús til sögunnar, baðstofan. í henni
er ofn, e.t.v. til baða, e.t.v. til upphitunar. Þannig er að
mestu háttað öld síðar eða um aldamótin 1500. Flest bend-
ir til að stofan sé úr leik á 16. öld, eftir stendur baðstofan
— ónstofan, sem veitir íslendingum einhvern yl fram á
18. öld, en þá hallar verulega undan fæti. Við upphaf 19.
aldar eru þessi hús einnig úr leik. Á hinum mestu höfuð-
bólum hefur kakalofninn tekið við hlutverki ónsins. Þró-
un þessi gæti þó verið mishröð eftir landshlutum. Einnig
má búast við að varmanotkunin hafi stöðugt orðið sjald-
gæfari í síðasta upphitunarvíginu, baðstofu — ónstof-
unni, stöðugt hafi þeim dögum fækkað er eldur logaði í
ónmunnanum, uns hann einn góðan dag slokknaði að fullu
og öllu. Um ónstofuna sem slíka hef ég þessu við að bæta:
Ætli ónstofan, ónshúsið, eigi ekki ættir að rekja til þess
skeiðs í þjóðarsögunni, er baðstofan varð að skjóli öðrum
húsum fremur í vetrarkuldum, vegna þess að eldsneyti
tekur að minnka að mun. Ekki hefur veitt af plássinu í
baðstofunni, en ónninn verið rúmfrekur. Þá hefur reykjar-
kófið úr honum verið bagalegt. Var þá ekki nærtækt að
byggja sérstakt hús yfir óninn út úr baðstofunni, en hafa
opið á milli og sérstakt vindauga á stofunni svo reykinn
legði út um það, í stað þess að bíta menn í augun eins og
áður var? Það má jafnvel hugsa sér að ónstofan hafi að
5