Saga - 1974, Side 78
70
GÍSLI JÓNSSON
Eftir stjórnarskránni 1874 var ekki skipaður sérstakur
íslandsráðherra, heldur komu sérmál Islands sem auka-
geta í hlut danska dómsmálaráðherrans, sem að sjálf-
sögðu sat í ríkisráðinu sem aðrir ráðherrar konungs. ís-
lendingar ætluðust að vísu ekki til þess, að stjórnarskránni
yrði framfylgt þannig, en úr því sú venja var orðin, kom
það af sjálfu sér, að öll sérmál íslands voru borin upp
fyrir konungi í ríkisráðinu, án þess það væri berum orð-
um fram tekið í stjórnarskránni, að svo skyldi verða. Hins
vegar virðast íslenskir stjórnmálamenn og jafnvel lands-
höfðingi ekki hafa vitað betur fram undir aldamót en að
í ríkisráðinu færi fram atkvæðagreiðsla um sérmál Is-
lands og tækju allir ráðherramir þátt í henni. f bréfi
landshöfðingja 20. des. 1895 til stjórnarinnar mælir hann
m.a. með þeirri stjómarskrárbreytingu, að lög og stjórn-
arathafnir, er snerta sérstök málefni íslands, séu eigi
borin upp í ríkisráði og lög'ö undir atlcvæði þess. Það var
hins vegar af íslendinga hálfu látið ósagt, hvar bera ætti
sérmálin upp fyrir konungi til staðfestingar, ef ekki í
ríkisráðinu. Varla gátu Danir fallist á sérstakt íslenskt
ríkisráð, skipað konungi og íslandsráðherra, sem jafn-
framt var danskur ráðherra, svo annt sem þeim var um
alríkiseininguna. Þá var það misskilningur, að sérmál Is-
lands væru lögð undir atkvæði allra ráðherranna í ríkis-
ráðinu, en þetta héldu menn enn á alþingi, er Valtýskan
kom fyrst fram 1897, en Valtýr hafði ekki í frumvarpi
sínu gert ráð fyrir því, að sérmálin væru tekin út úr
ríkisráðinu. Eins og áður segir, taldi Benedikt Sveinsson
þetta fráleitt, og til viðbótar áður tilgreindum orðum
hans skal bæta þessu við: „Aðalástæðan til þess, að ég
álít hiklaust, að fráráða verði samþykkt á þessu fyrir-
liggjandi frumvarpi, er sú, að það gerir ráð fyrir, að hin
sérstaklegu málefni fslands verði rædd og ályktuð í ríkis-
ráði Dana eftir sem áður, en, eins og kunnugt er, hafa
mótmælin gegn því stjórnarfyrirkomulagi verið megin-