Saga - 1974, Síða 79
í RÍKISRÁÐI
71
atriðið í stjórnarbótarkröfum Islendinga um undanfarin
ár; og án þess að því fyrirkomulagi verði breytt fyrst og
fremst, álít ég eindregið, að engin sönn endurbót á hinni
núverandi stjórnarskipun landsins geti átt sér stað.”
Meiri hluti nefndar í neðri deild alþingis ályktaði 1897,
að það sé ólögleg stjórnarvenja, að sérmál Islands séu
borin upp í ríkisráði, enda hafi íslendingar talið sjálfsagt
1875, að stjórnarskránni yrði framfylgt á þann hátt, að
ráðgjafi landsins hefði ekki önnur stjórnarstörf á hendi.
Vildi meiri hluti þessi taka það ákvæði upp í stjórnar-
skrána, að sérmál Islands skyldu ekki borin upp í ríkis-
ráði, og var það samþykkt í neðri deild. Þetta er „ríkis-
ráðsfleygurinn”, sem Valtýr Guðmundsson nefndi svo og
varð hvað helst Valtýskunni að falli þetta ár. Á hann gat
Valtýr aldrei fallist, því hann mundi verða öllu stjórnar-
skrárfrumvarpinu að aldurtila, þegar kæmi til kasta
stjórnarinnar. Þrír þjóðkunnir lögfræðingar, Guðlaugur
Guðmundsson, Skúli Thoroddsen og meira að segja Jón
Jensson beygðu sig fyrir þessu og vildu fallast á að láta
ríkisráðsfleyginn falla burt úr stjórnarskrárfrumvarp-
inu. Töldu Valtýingar uppburð málanna í ríkisráðinu
mundu verða skaðlausan, en Benedikt Sveinsson hélt sig
við það, að landsréttindum væri þá glatað og innsigluð
fullkomin og formleg innlimun í Danmörku. Með honum
hélt þessu fram af miklum krafti Einar skáld sonur hans
og raunar andvaltýingar yfirleitt.
Sá margfróði maður Klemenz Jónsson veit enn ekki
betur 1897 en atkvæðagreiðsla fari fram í ríkisráðinu.
Hann segir í þingræðu, að Islandsráðgjafi hafi bara eitt
atkvæði þar, og ef meiri hluti ráðsins setji sig upp á móti
því, sem hann ber upp, þá verði ekkert úr undirskrift
konungs. Seinna sýna Corpus juris (vafalítið dulnefni
Jóns Jenssonar) og Valtýr Guðmundsson fram á, í grein-
um í Isafold, að hér sé um ástæðulausan ótta að ræða og
misskilning. Corpus juris segir, að uppburður sérmála ís-