Saga - 1974, Side 80
72
GÍSLI JÓNSSON
lands í ríkisráði sé til tryggingar því, að íslensk löggjöf
fari ekki út fyrir valdsvið sitt, þ.e. sérmálin, ástæðulaust
sé að ætla, að danskir ráðherrar ræði íslensk mál í ríkis-
ráðinu að öðrum kosti. Sé þetta sjálfsögð afleiðing af sam-
bandi voru við Danmörku.
Valtýr segir frá því, að í ríkisráðinu hafi enginn at-
kvæði nema konungur. Hann geti undirskrifað lög og ráð-
stafanir með einum ráðherra, hvað sem skoðun meiri hlut-
ans líður. Aldrei hafi íslenskum málum verið ráðið öðru
vísi til lykta í ríkisráðinu en ráðgjafi íslands hafi lagt til.
Hér sé því við grýlu eina að glíma.
Á alþingi 1901 bera bæði Heimastjómarmenn og Val-
týingar fram stjórnarskrárfrumvörp. Og nú er ríkisráðið
gleymt eða a.m.k. geymt. 1 hvorugu frumvarpinu er ríkis-
ráðsfleygurinn upp tekinn. Ekki er annað sýnna en Valtý-
ingum hafi tekist að ganga af ríkisráðsgrýlunni dauðri.
Þegar frumvarp stjórnarinnar um heimastjórn handa
Islendingum birtist 1902, var þar ákvæði, sem mörgum
kom á óvart, því ekkert var að því vikið í konungsboð-
skap, sem fyrr var út gefinn um hina nýju stjórnarskrá.
En í stjómarskrárfrumvarpinu var berum orðum fram
tekið, að ráðgjafinn skyldi bera upp fyrir konungi í ríkis-
ráðinu til staðfestingar lög og mikilvægar stjórnarathafn-
ir. Sagt var í athugasemdum stj órnarinnar, eða Islands-
ráðherra, Albertis, að slíkt væri nú sem fyrr stjórnlagaleg
nauðsyn (forfatningsmæssig Nödvendighed). Til þess
væri ætlast, að mál væru borin upp af þeim ráðherra, er
þau heyrðu undir, og sérmál íslands þá af fslandsráð-
herra, enda væri návist hans með öllu nauðsynleg, „þá er
vafi kæmi upp um það, hvort eitt eða annað af þeim mál-
um, sem hann vildi hafa fram í ríkisráðinu, stofnaði eigi
eining ríkisins í hættu eða kynni ei að skerða jafnrétti
allra danskra ríkisborgara". Jafnframt er því lýst yfir,
að auðvitað gæti ekki komið til mála, að nokkur hinna ráð-
gjafanna færi að skipta sér af neinu því, sem væri sér-
staklegt mál Islands.