Saga - 1974, Page 81
í RÍKISRÁÐI
73
Hér er sertl sagt staðfest, að Danir haldi sig við ríkis-
ráðsákvæðið til þess að geta sýnt fram á, að ríkiseiningin
sé ekki rofin og hægt sé að fylgjast með því, að íslenska
löggjafar- og framkvæmdavaldið fari ekki út fyrir sér-
málasviðið. Jafnframt fylgir svo hin mikilvæga og ský-
lausa yfirlýsing um afskiptaleysi danskra ráðherra af sér-
málum Islands.
Á alþingi 1902 var litlum andmælum hreyft við ríkis-
ráðsákvæðinu. Þó segir í áliti meiri hluta nefndar í neðri
deild, að margir hefðu talið æskilegast, að ríkisráðsákvæð-
ið hefði ekki verið beint tekið upp í stjórnarskrána, og
Hannes Þorsteinsson lýsti óánægju sinni um það í umræð-
um. En allir samþykktu þetta.
Efri deildar nefndin, skipuð fulltrúum beggja flokka,
skilaði einu áliti, og er allítarlega að ríkisráðsákvæðinu
vikið þar. Mætti ætla, segir þar, að öllum almenningi hér
á landi væri ákvæðið ógeðfellt. En stj órnarbótinni vildu
þeir ekki stofna í hættu með því að breyta þessu (en það
fylgdi frumvarpinu, að annaðhvort yrði að taka því
óbreyttu eða hafna því með öllu), enda vildu nefndarmenn
leggja áherslu á áðurgreinda yfirlýsingu Albertis, að eigi
gæti komið til mála, að dönsku ráðherrarnir færu að skipta
sér af sérmálum Islands í ríkisráðinu, „og er það þá í
rauninni fremur form eitt, heldur en það hafi verklega
þýðingu fyrir málefni vor, að ráðgjafinn á að bera þau
fram fyrir konung í ríkisráðinu.“ Verður einnig eining
um málið í efri deild, og þannig hefur allt alþingi kyngt
ríkisráðsákvæðinu, talið það fyrst og fremst formsatriði,
sem ekki megi stofna heimflutningi stjórnarinnar í voða.
En meðan alþingi kemur sér þannig saman um skað-
leysi ríkisráðsákvæðisins, sitja tveir fallnir frambjóðend-
ur í Reykjavík og mikla fyrir sér ókosti þess stórum meir
en fyrr hafði verið. Þeir eru Valtýr Guðmundsson og Jón
Jensson. Valtýr getur að vonum ekki gleymt því, að and-
stæðingar hans höfðu notað ríkisráðið sem grýlu, þegar
minnstu munaði, að honum tækist að sigra í tíma. Hann