Saga - 1974, Page 84
76
GÍSLI JÓNSSON
ákvæðinu, en ósjaldan lítt grundað. Fylgismenn hinnar
nýju heimastjómarskrár eru uppnefndir Albirtingar eftir
fráfarandi Islandsmálaráðherra. Hitt blaðið er Ingólfur
undir ritstjórn Bjarna Jónssonar frá Vogi og seinna
Benedikts Sveinssonar. Ingólfur verður stórum langlífari
en Landvöm og aðalblað flokksins. Landvarnarflokkurinn
er flokkur hinna óánægðu, og til þess að skapa sér sér-
stöðu reisa þeir sér vígi í ríkisráðsákvæðinu. Þeim finnst,
ekki að ástæðulausu, að margir hafi þar hvikað, sem áður
fundu því allt til foráttu. Þeim þykir heimastjórnin ekki
fullnægja sjálfstæðiskröfum sínum, án þess þó að geta
heimtað skilnað Islands og Danmerkur. Um þá hugmynd
hafði Einar Benediktsson sagt í Dagskrá 1896: „Hver
hundadagakonungur, sem vildi, gæti enn þann dag í dag
lagt þessa þjóð undir sig með fáeinum ryðguðum tinnu-
byssum, væri ekki smáveldið danska til varnar”. Hann
mun vera sama sinnis að þessu leyti enn, er hann fer fyrir
Landvarnarflokknum.
Landvamarmienn voru baráttuglaðar sjálfstæðishetjur,
og blaðið Landvörn hefst á mikilli herhvöt eftir Guð-
mund Guðmundsson skólaskáld:
Til stríðs, til stríðs! mín þjóð, mín þjóð!
Nú þarf að nota vopnin góð
með herta, hvassa egg.
Ádeilum Landvarnarmanna út af ríkisráðsákvæðinu er
svarað í álitum nefnda beggja deilda alþingis 1903 og
einnig í sérstökum greinum eftir Hannes Hafstein, Klem-
enz Jónsson og Kristján Jónsson yfirdómara.1) I nefndar-
áliti neðri deildar, sem vafalítið er samið af framsögu-
manni, Hannesi Hafstein, segir, að með ríkisráðsákvæðinu
sé langt frá því viðurkennt gildi danskra grundvallarlaga
á Islandi. Ákvæðið feli ekki í sér, að íslensk sérmál séu
Vestri 21. febr. 1903 og Norðurland 24. jan. 1903.