Saga - 1974, Síða 86
78 GÍSLIJÓNSSON
Þessu játa svo allir þing’menn í neðri deild með atkvæði
sínu.
í efri deild er nefndarálitið augljóslega eftir Kristján
Jónsson yfirdómara, enda að miklu leyti samhljóða grein
hans í Andvara sama ár. Þar er sérstaklega vikið að því,
hvort með samþykki ríkisráðsákvæðisins væri gildi hinna
dönsku grundvallarlaga á íslandi viðurkennt. Orðrétt seg-
ir um þetta: „Það er hverjum manni augljóst, að frum-
varpsgreinin segir ekkert um það, hvorki beinlínis né
óbeinlínis, og ákvæðið gæti staðist sem sjálfstætt ákvæði,
þótt áminnst grundvallarlög væri eigi til, því að konung-
ur mundi allt að einu hafa sitt „ríkisráð”. Það sýnist full-
ljóst, að með þessu ákvæði eru hin dönsku grundvallarlög
eigi lögleidd hér á landi, hafi þau eigi verið orðin lög hér
áður, en það hafa þau eigi verið, því að þau hafa eigi
verið gefin fyrir ísland, eigi samin á íslensku né þýdd
á íslensku, eigi birt þegnunum hér á landi og eigi lögð
fyrir þing þjóðarinnar. Háskasemi ákvæðisins í 1. grein
frumvarpsins um ríkisráðið getur því eigi verið fólgin í
því, að grundvallarlögin dönsku séu lögleidd með því hér
á landi eða gildi þeirra fyrir oss viðurkennt, því að hvor-
ugt hefur gjört verið, en það er með öllu óheimilt að leggja
frekara í orð frumvarpsins en þau sjálf segja.”
Þá bendir nefndin á, að þó óbreytt væri ákvæði stjórn-
arskrárinnar, sé með engu móti hægt að segja, að við
værum betur settir, þegar mál okkar væru borin upp í
ríkisráði eftir gamalli venju eða fyrir „stjórnarfarslega
nauðsyn“, heldur en ef þau væru borin þar upp eftir
ákvæðum í stjórnarskrá landsins.
1 lokaniðurstöðu segir: „Þegar það er haft hugfast, að
ráðherra vor verður skipaður samkvæmt stjórnarskrá Is-
lands, en ekki grundvallarlögum Danmerkur, að hann
verður skipaður til þess eingöngu að veita forstöðu sér-
málum vorum, sem liggja fyrir utan valdsvið grundvallar-
laganna, og að um embættisábyrgð hans eru settar reglur
í frumvarpið. . ., sem á að verða stjórnlög landsins, þá