Saga - 1974, Page 87
í RÍKISRÁÐI
79
getur það eigi komið til nokkurra mála, að hann beri
ábyrgð gjörða sinna í sérmálum vorum fyrir ríkisþinginu
danska og ríkisrétti, sem eigi hafa neitt vald yfir þessum
málum.”
Af öllu þessu ályktar nefndin, að ríkisráðsákvæðið geti
ekki að neinu leyti orðið háskalegt fyrir Islendinga. Undir
þetta skrifa með Kristjáni Jónssyni allir nefndarmenn
og þeirra á meðal Valtýr Guðmundsson, sem nú hefur tek-
ið sæti á alþingi á ný. Einn efri deildar þingmanna vill
ekki fallast á þetta og greiðir atkvæði gegn heimastjómar-
frumvarpinu. Það er bróðir Jóns Jenssonar, sr. Sigurður
í Flatey á Breiðafirði.
Landvarnarmenn héldu baráttu sinni áfram ótrauðir, og
voru helstu vígi þeirra stúdentafélögin í Reykjavík og
Kaupmannahöfn, en engar hrakspár þeirra rætast.
Hannes Hafstein skýrir frá því í Lögréttu, hvemig
uppburður mála í ríkisráðinu fari fram. Hann skýrir kon-
ungi stuttlega frá efni hvers máls og síðan samþykkir
konungur tillögur hans um staðfestingu. Enginn annar
ráðherra taki til máls um sérmál Islands eða skipti sér af
afgreiðslu þeirra. Slíkt mundi skoðað sem bein óhæfa. Á
sama hátt ræðir hver hinna dönsku ráðherra aðeins um
þau mál, sem undir hann heyra. Um ráðherrafundina
(Ministerraad) segir Hannes, að hann hafi frá upphafi
neitað að sækja þá, enda var konungur þar ekki staddur.
Eftir að Island fékk innlenda stjórn, hafi íslensk mál
aldrei verið rædd í ríkisráðinu, en þau þeirra, sem hann
hafi borið upp, hafi konungur viðstöðulaust staðfest.
Þessum staðreyndum mótmælir enginn, en Landvarnar-
menn láta sér þó ekki segjast. Jóni Jenssyni þykir hart,
að vér séum svo háðir dönsku ráðgjafastjórninni og
danska ríkisráðinu og getum ekki fengið að hafa einn ís-
lenskan ráðgjafa út af fyrir oss, er sé vor eiginn maður.
Og þegar undirbúin er konungskoman og störf væntan-
legrar sambandslaganefndar 1906, fer Einar Benediktsson
enn á stúfana og reynir að fá ritstjóra sem flestra blaða