Saga - 1974, Síða 88
80
GÍSLI JÓNSSON
til að skrifa undir ávarp, þar sem þess sé m.a. krafist, að
íslensk sérmál skuli ekki borin upp fyrir konungi í ríkis-
ráði Dana. Nú skipta menn um skoðun hver um annan
þveran og skrifa undir þessa kröfu: Skúli Thoroddsen,
sem hafði undirritað fyrirvaralaust 1903, að „sérstaða
hans (ráðherrans) sé sjálfsögð og ómótmælanleg” og því
ástæðulaust að vera lengur á móti ríkisráðsákvæðinu;
Björn Jónsson, sem talið hafði ákvæðið „meinlausa sér-
kreddu”; Einar Hjörleifsson, sem talið hafði „vitfirring”
að gera ágreining um heimastjórnina út af því, og enn-
fremur Hannes Þorsteinsson, sem að vísu var flokks-
bræðrum sínum ævareiður um þessar mundir af persónu-
legum ástæðum og hefur því ekki ráðgast við þá, þó hann
eigi sæti í miðstjórn Heimastjórnarflokksins. Ritnefnd
Lögréttu vill ekki nú þegar gera samtök til að halda að
þjóðinni einni ákveðinni breytingu á stjórnarskránni, þ.e.
afnámi ríkisráðsákvæðisins, en vill hafa samvinnu við
aðra um endurskoðun á stjórnarskránni. Jón Ólafsson á
að móðga með því að sýna honum ekki ávarpið, enda tekur
hann því illa, og þingflokkur Heimastjórnarmanna vill
ekki styðja þessa kröfu, en Þjóðræðisflokkurinn fylgir
henni fram í sérstakri samþykkt.
Samkvæmt uppkastinu 1908 var lagt á vald Islendinga,
hvar íslensk mál skyldu borin upp fyrir konungi og þá
eins eftir frumvarpi Sjálfstæðismanna 1909, en óttinn við
ríkisráð virtist hafa rénað í bili. Sigurður Guðmundsson
segir í Ingólfi 12. júlí 1908: „Sumir voru hræddir við það,
þegar vér leiddum sjálfir sérmál vor inn í helgidóm ríkis-
ráðsins danska 1903, að þau yrðu torsótt þaðan. Nú ber
raun vitni, að lítil ástæða var til slíks ótta og grunsemdar”.
Isafold segir 22. ágúst 1908, að nú sé komið í ljós, að
kenning Jóns Jenssonar um, að ríkisráðsákvæðið jafngilti
réttindaafsali, hafi ekki verið annað en heilaspuni, eins og
allir leiðtogar Heimastjómarflokksins og Framsóknar-
flokksins héldu fram 1902 og 1903. Allar hrakspár Jóns
Jenssonar vegna ríkisráðsákvæðisins séu orðnar að engu.