Saga - 1974, Qupperneq 90
82
GÍSLI JÓNSSON
komulag um samband Islands og Danmerkur. Þá leysir
Skúli Thoroddsen vandann. Hann hafði sett fram þá hug-
mynd að orða ákvæðið svo, að uppburður sérmálanna
færi fram, þar sem konungur ákveður. Og þetta úrræði
Skúla lögfestir alþingi í nýrri stjórnarskrá, og þannig
komast menn hjá að nefna ríkisráðið berum orðum, þó
flestir hafi vafalaust búist við, að allt sæti við hið sama
og áður í framkvæmdinni.
1 ríkisráði um haustið segir Hannes Hafstein, að alþingi
haldi fast við það, að ekki megi standa í stjórnarskránni
ákvæði, sem svo mætti skilja, að íslensk sérmál væru lögð
undir dönsk ríkisvöld. Hafi því orðið samkomulag um að
leggja á vald konungs, hvar uppburðurinn fari fram, en
þingmenn búist við, að það yrði í ríkisráði sem áður.
Forsætisráðherra, C. Th. Zahle, lýsir yfir því í sam-
ræmi við fyrri yfirlýsingu Albertis, að með uppburði ís-
lenskra sérmála í ríkisráði sé alls ekki tilgangurinn að ná
neinum tökum á þeim af Danmerkur hálfu, heldur aðeins
að fá að fylgjast með því, hvort í því, sem íslandsráðherra
ber upp, séu ákvæði, sem varði sameiginleg ríkismál.
Konungur lofar að staðfesta stjórnarskrárfrumvarpið
óbreytt og muni hann síðan úrskurða og fá til þess undir-
skrift ráðherra Islands, að íslensk mál skuli sem fyrr bor-
in upp í ríkisráðinu, og á því geti engin breyting orðið,
nema til komi ný sambandslög, samþykkt bæði af ríkis-
þinginu og alþingi.
Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur ekkert við þetta
að athuga, og Skúli Thoroddsen segir í Þjóðviljanum, að
með úrfellingu ríkisráðsákvæðisins hafi það eitt vakað
fyrir mönnum að fá því slegið föstu, að dönskum ráð-
herrum bæri engin skipti af sérmálunum. En hitt, hvar
málin væru svo borin upp, í ríkisráðinu eða annarstaðar,
skipti ekki máli. Á þennan skilning telur hann konung
hafa fallist.
Bjarni frá Vogi uppgötvar fyrstur manna, að konungs-
boðskapurinn sé hættulegur, enda eru þingkosningar í