Saga - 1974, Qupperneq 91
í RÍKISRÁÐI
83
vændum. Hann telur, að alþingi hafi ætlast til þess, að
konungur og ráðherra Islands gæti ákveðið einn stað í dag
og annan á morgun fyrir uppburð sérmálanna, alls ekki
hafi mátt binda þetta við ríkisráðið, því að á þeim stað,
segir hann, höfum við ekki frekar ráð en sjöstjörnunni.
Og þar sem ráðherra hafi fallist á, að uppburðurinn fari
fram í ríkisráði, þar til ný sambandslög Islands og Dan-
merkur yrðu samþykkt af báðum aðilum, þá geti Danir
bundið uppburð íslenskra sérmála við ríkisráðið hvorki
meira né minna en til eilífðar. Þegar nær dregur kosning-
um, verða fleiri og fleiri andstæðingar Hannesar Haf-
steins sammála Bjarna um skaðsemi konungsboðskaparins
og afstöðu ráðherra. Einar Benediktsson talar um voðaleg
og óbætanleg fjörráð við frelsi landsins. Isafold, Lárus H.
Bjarnason og Einar Arnórsson taka og undir gagnrýni
Bjarna frá Vogi. Með því að samþykkja, að uppburðurinn
skuli bundinn í ríkisráði, þar til ný sambandslög hafi
verið samþykkt, þá hafi ráðherrann, segir Einar Arnórs-
son, gefið fyrirheit um það, að löggjafarþing Dana megi
ráða svo lengi sem það vill, hvar sérmálin verði borin
upp. Ef alþingi endursamþykki stjórnarskrárfrumvarpið
fyrirvaralaust (lbr. hér), þá sé kominn á bindandi samn-
ingur milli Islands og Danmerkur um, að uppburður sér-
málanna fyrir konungi sé sammál landanna og því verði
ekki breytt nema með samþykki ríkisþingsins. Þar með
er fædd hugmyndin um fyrirvarann fræga, sem Einar
segir, að verði að fela í sér ströng fyrirmæli til ráðherra
Islands um að undirrita ekki úrskurð um uppburð mál-
anna, sem veiti dönsku valdi nokkurn rétt yfir þeim. Einar
talar jafnvel um þá innlimun, sem í ráði sé að færa yfir
landið með þessum hætti. Og þegar alþingi kemur saman,
verða Einar Arnórsson og skoðanabræður hans að búa
þennan fyrirvara til. Hannes Hafstein bendir hins vegar
á, að þar sem konungsúrskurðurinn verði gefinn út með
undirskrift ráðherra íslands eins ásamt konungi, þá sé
einmitt viðurkennt, að uppburðurinn sé íslenskt sérmál.